Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 8
 99 með miklum kuldum og gróðurleysi, optast frost um nætur, og stundum snjóaði ofan í sjó, en opt á fjöllum; af þessu leiddi það, að grasið óx í lakasta máta, bæði á túnum og því ver um úthaga og engjar, og því er heyskapur víða hjer litill á þessu sumri, og er það bágt, því vetrar- ríki er hjer í sveit mikið, en framan af slættinum voru góðir þurrkar á milli, og nýting mátti þá heita góð á því litla, er skófst upp úr jörðunni, en síðari part sumarsins hafa þar á móti verið miklir óþurrkar, sífelldar rigningar og snjókomur, og heynvting mikið bág síðan. Skepnu- höld manna hafa verið misjöfn, ekki góð hjá sumum, en allgóð hjá sumum. Aflabrögð manna voru mjög bág á næstliðnu vori, lík og fyrri árin, nefnilega hákarlaveiðin á Gjögri, sem er veiðistaða okkar; gengu til afla í vor eð var 13 skip frá því fyrir þorra í vetur; þá er byrjuð þar vertíð árlega, og gjarnast er verið þar til hvítasunnu, en í vor þar til i íjórðu viku sumars, og þó var enginn aflinn; i vor átti að heita að 2 skip fengju lýsistunnu til hlutar, en hin öll miklu minna, og sum því nær ekkert, en kostnaðurinn er œðimikill, því skipin eru mjög stór, og hljóta að vera vel út búin, og er það sártpínandi, að geta ekkert aflað; kemur þetta mikla aflaleysi okkar mikið af því, að þilskip, einkum austanskip, eru farin að fara snemma út að afla, þetta um páska, og skera þá strax all- ati eða mestallan hákarl í sjóinn, fyrst á okkar miðum og svo dýpra og dýpra út í hafið, og þetta er slagbrandur fyrir því, að við hjer í sveitinni getum nokkuð fengið á okkar opnu skip, þó langt og djarft sje farið. Iljer ável við, að jeg láti í Ijósi óánœgju mína og annara hjer yfir því, hvað hörmulega er fariö með hákarlsaflann nú á dög- um; hákarlinn er aflaður vetur, sumar, vor og iiaust, og fleygt jafnóðum í sjóinn aptur (nenia lifrinni), og nú eru orðin svo mikil brögð að hákarla-niðurskurði, að hann er nú skorinn í sjó að kalla árið um kring, þegar hann afl- ast, og þetta er hörmung yflr flesta hörmung Islands. Ileynslan hefur þó sýnt það, að þegar búið er að skera liákarl í sjóinn einu sinni að vetrinum nokkuð að mun, þá er ómögulegt að geta fengið nokkra skepnu úr sjó, því við fyrsta niðurskurð hverfur hákarlinn svo gjörsam- lega út í haf, að varla er mögulegt að fara svo djúpt á opnum skipum, að nokkuð aflist; þar að auk kasta menn œðimiklu bjargræði í sjóinn, þar sem menn kasta bæði hákarli og skráp, sem menn hefðu annars í hendi sinni, og þó hákarl sje máske ekki hollur einmala, þá er það íleiri matur, ef einmata væri borðaður. llákarí er þó all- góð fœða, ef hann er þokkalega og reglulega meðhöndl- aður og borðaður í samblandi með annari fœðu, og víst trúi jeg því, að öll skepnan sje góð með þakklæti með- tekin, og víst er hákarl og skrápur það líka; hann er ekki undantekinn, því jeg vildi óska þess af öllu mínu hjarta (og þess munu margir óska hjer um sveit), að blaðamenn og fleiri, sem vilja lands og lýða heill og hag, vildu kröptuglega styðja að þvi, að enginn hákarl yrði nú framvegis skorinn í sjó nokkurn tíma að vetrinum, þó ekki yrði fremur, eða hjer um bil frá mikaelismessu til fyrsta sunnudags í sumri, hvorki á opnum skipum, er reru að þeirri veiði, og ekki lieldur á þilskipum, er um þann tíma kynnu að sigla út á haíið tii hákarlaveiða, ef góð veður gæfust, og skera ekki hcldur hausa og rusl, því það spillir eins afía, nema bráð nauðsyn þrengi mönnum til að skera hákarl í sjó, sem getur fyrir komið, eins og áður, þegar menn ekki vildu þó skera í sjóinn. þó há- karl verði skorinn í sjó á stimrum, sem ekki mun vera annað að fá, þá cr það munur, en þessi gengdarlausa ó- hœfa, sem nú er við höfð við þá arðsömu veiði; ef þetta fengist nú, þó ekki væri fremur en hjer segir, þá mundi. það verða œði-mikið heilladrjúgara fyrir Iand og lýð; jeg vil halda, að ef menn ekki skæru nokkurn hákarl í sjó um þennan tiltekna tíma, hvorki af opnum skipum eða af þilskipum, þá yrði lifrin, sem aflaðist, meiri en ekki minni, en menn hefðu hákarl og skráp til góða, og það er þó mikil guðs blessun. það var t. a. m. hjer í sveit- inni áður fyrrurn, meðan allur hákarl var flultur að landi, þá var nóg skóleður af skráp, og þá áttu menn margfornan hákarlinn, og þá mttn hann víst vera orðinn hollari fœða en nýr, en nú síðan þessi hákarla-niðurskurð- ar-óhœfa er almennt við höfð þessa arðsömu veiði, er lifrin mikið minni, sem aflast, en áðtir, en hákarl því nær eng- inn, og það lítill hann er, er hann borðaður strax hálf- harður bæði vegna fátœktar og líka af ,því sœtur þykir sjaldfenginn matur, en þá vil jeg ekki ábyrgjast, að stækjufrumefnið (Ammoniak), sem í honum myndast, geti eigi orðið eiturmegnt, þegar hann er borðaður svona nýr og ekki harður; enginn maður á nú heldur skráp, sem er þó dýrmæt vara; fólk má nú ganga á berum fótunum af skóleðurseklu hjer í þessu harðindaplássi, sem ekki er hœgt að eiga nema fáar landskcpnur, og þau fáu sauð- skinn, sem menn eiga, verða menn að hafa í skinnkteði, og dugar ekki, því hjer eru opt iliviðri norður við kulda- beltið. það er gamalt máltœki hjá oss, að svo eru hygg- indi sem í hag koma, og annað, að ekki er minna vert að gæta fengins fjár en afla þess, og það má segja uni þá arðsömu hákarlaveiði okkar. það er víst ekki bezta aðferðin, þá menn afla hákarlinn, að kasta honum strax í sjóinn aptur og skrápnum líka, sem menn fengju fyrir kindur, smjör og peninga, ef í land væri flutt, og þó menn flytji lifrina í land, bræði hana og láti lýsið til kaup- manna, og fái fyrir það helming af mat og nokkuð af óþarfavöru, og svo brennivín fyrir afganginn. Um þetta mikilvæga efni er allt of lítið að lesa í blöðunum, enn sem komið er. það er mín vinsamleg bón til yðar, forstöðumenn ís- lendings, að þjer vilduð taka þessar fáu línur inn í blaðið. llellu á Selstrond, 30. september 1862. J. Guðmundsson. — I’óstskipið fór hjeðan 27. f. m. að morgni dags. A því fóru nú utan þessir ferðamenn: kaupmennirnir: konsul M. Smith, Svb. Jakohsen, Kristján Möller; jfr. Kristín Lambertsen, þorkell prentari þorkelsson; skip- brotsmennirnir af Skagaströnd og soðningarmenn Ilender- sons kaupmanns, 5 að tölu, er hingað komu í vorið var, og hafa soðið fyrir hann lax, ísu og kjöt, sem síðan er flutt utan í pjáturdósum. Daginn, sem skipið lagði út, og næstu daga á eptir, var hjer bezta veður. Nú vænta menn ekki póstskips aptur fyr en einhvern tíma í marzmánuði. — Tíðarfarið hefur verið gott síðan um 20. f. m. optar verið þýðvindi, og snjór er að mestu leyti horfinn úr byggðum ; en þessa síðustu daga er talsverður útsynningur til hafsins og brimhroði við lönd; verður því eigi róið hjer á Innnesjum, enda var fiskilaust hjer, þá síðast var róið fvrir fáum dögum. þar á móti fiskaðist hjer vel um tíma, einkum vikuna frá 1G.—23. f. m.; cru hausthlutir talsvert meiri nú en í fyrra-haust. Suður í Garði segja menn nú sje góðfiski. Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson. Preutaíiur í prentsmilíjunm í Reykjavík 1862. liinar }> 0 rí ars ou.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.