Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 7

Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 7
119 nafngreina mig með svigurmælum um afglöp mín sem sáttasemjara í máli því, sem jeg aldrei var neitt við rið- inn öðruvísi, en áður er sagt. I liið minnsta vona jeg og óska, að hinir heiðruðu útgefendur »íslendings«, sem jeg aldrei hef amazt við, heldur miklu fremur styrkt hlaðið og haldið með því, finni sjer skylt að taka þessar línur inn í það. Setbergi, 23. október 1862. Arni BöÖvarsson. Um leið og vjer eptir beiðni herra prófastsins Árna Böðvarssonar auglýsum þetta, fmnum vjer oss þó engan veginn skylt, að geta þess, þó vjer vissum það, hver rit- að hefði grein þá í »íslendingi«, sem grein hans þessi hnígur að, og það því síður, sem vjer eigi getum fundið, að grein sú sje rituð af nokkrum kala til prófastsins, heldur af allt annari ástœðu, eins og oss virðist líka, að höfundur hennar hafi af þjóðólfi haft fulla ástœðu til að álíta, að prófásturinn hefði reynt sátt í málinu, þar sem þjóðólfur nefnir liann hinn œðra sáttasemjara þar í sveitinni. Annars gjörir þetta í rauninni ekki svo mikið til, að oss finnst, því tilsk. 20. janúar 1797 bannar að gefa nokkra skriflega skýrslu um það, sem fyrir sátta- nefndinni hafi fram komið, þegar sáttum ekki verði komið á. llitn. J>ess verður getið, sem gjört er. í sumar 4. dag september var hjer allgott veður um morguninn, svo það reru hjer nokkrir bátar úr þessu byggðarlagi, en þegar kom fram á daginn nálægt dagmál- um, gjörði mikið rok á landsunnan, svo allir fóru að leita lands, er á sjó voru, en flestir voru nærri landi, svo þeir gátu dregið uppi, utan einn bátur úr Iíálfatjarnarhverfi, ineð 2 mönnum á var; liann einna lengst frá landi; fór hann þá af stað, en gekk ekkert, lagðist við stjóra og andœfði fram á; hjer var þá fátt manna heima, er gagn var í, því að karlmannafólk var flest í kaupavinnu, fór þá faðir annars mannsins til hreppstjóra Jóns Erlendssonar á Auðnum og spurði, hvort fœrt mundi vera að sœkja mennina af bátnum, og liafði hann þá ekki sjeð til báts- ins fyr; sagði hann að fœrt mundi; smalaði hann saman mönnum af næstu bœjum í flýti, og fór af stað á sínu skjpi; var þá veðrið mjög farið að harðna, svo sumir sögðu ófœrt að fara, en báturinn liættur að sjást; fór hann samt undan landi, og það nálægt hálfa viku sjávar; sá nú eng- inn af hans skipverjum bátinn, ljethann þá snúa til lands að vita, livort gengi nokkuð, og lijelt hann það mundi nokkuð vera, sneri hann þá aptur fram á, og leitaði enn, þartil að báturinn sást; hafði hann þá rekið mjög undan landi, svo það var víst vika sjávar, er hann var kominn undan landi, er hann náðist; sást þá ekkert land fyrir sjóroki og sterkviðri; náði hann báðum mönnunum og fór svo að herja að landi, gekk þá mjög lítið; var það lakast, að flestir skipverjar voru skinnklæðalausir, því bráð- an bar að, biluðu þá keipar 2, tók Jón það til ráðs, að hann tók fœri og reyrði niður keipana, svo dugað gat; var rokið svo mikið, að enginn sá aðdeiling á sjó eður lopti. IVáði hann samt landi eptir á að gizka 6 tima burtuveru. J>ess ber einnig að geta, að í 2 skipti áður hefur fyrnefndur hreppstjóri bjargað mönnum úr lífshættu. pessar línur eru þjer, heiðruðu útgefendur »íslend- ings«, beðnir að taka í blað ykkar við fyrstu tœkifœri. ’ Yatnsleysuströnd, þann 13. oklóber 1862. Tll l*jóðólfs. »Islendingur«, sem kom út 12. nóvember þ. á., segir: »kornmatur mun að líkindum orðinn lítill lijá kaupmönn- um (nl. í Reykjavík), nema ef vera skyldi hjá Siemsen, síðan kornskip hans kom á dögunum frá Arkangel«. Einum verzlunarmanni hjer í Reykjavík þótti þessi orða- tiltœki blaðsins ekki sem rjettust, og gat þess þá þegar við einn af útgefendum »Isl.« Síðan kom póstskipið 15. nóvbr. og »íslendingur« kom aptur út 20. nóv., og þá segir í blaðinu, »að hjer sje nú allgott um vörunœgtir«. Nú hugðum vjer, að allt mundi sljett og fellt í þessu efni. En sú von hefur oss brugðizt; því að J>jóðólfur, sem út kom 10. des. þ. á., hefur meðferðis greinarkorn oss til handa, og kveðst hann »hafa verið beðinn að hreifa því, eins og sje, að það sje ekki rjett, sem »ísl.« frál2. nóv. segir, »»að litill mundi matur hjá kaupmönnum««, o. s. frv. »Hið sanna sje, að flestallar verzlanir hjer í staðn- um megi telja kornbyrgar í betra lagi, nema máske verzl- un Knútzons (Wulffs); hún muni að vísu langtæpast stödd að tiltölu við þann fjölda manna, sem þar eigi viðskipti« o. s. frv. Vjer getum eigi leitt hjá oss, að svara grein þessari nokkrum orðum, því eins og hún er í J>jóðólfi, þá lítur svo út, sem vjer berum það út um landið, sem ekki er rjett, eða með öðrum orðum, sem ekki er satt. En það könnumst vjer ekki við að hafa gjört. Vjer sögðum kornbyrgðirnar í Reykjavík 12.nóv., eins og þær voru þá, þegar litið var til Reykjavíkur allrar, vetrar- ins, sem í hönd fór, og hinna mörgu manna og heimilaj sem hingað sœkja kornvöru. Vjer ætlurn og satt, og höfum nokkurn veginn áreiðanlega vissu fyrir, að þá, er vjer rituðum hina ógeðfelldu grein, liafi kornvara hjer í kaupstaðnum öll til samans hjá kaupmönnum ekki yfir stigið oOOtunnur; og þá sjer hvert mannsbarn, semnokk- uð þekkir til þessa máls, að orð vor voru á góðum rök- um byggð; þau voru einnig alls ekki rituð í þeim til- gangi, að ófrægja kaupmenn, hvorki einn eða annan, eða gjöra lítið úr verzlun þeirra eða vörubyrgðum, heldur hin- um, að segja hlutinn eins og hann var, og benda löndum vorum, sem lítinn kornmat hefðu og hingað gætunáð, að leita hans sem fyrst, meðan nokkuð væri til. Póstskip var þá ekki komið, og vjer gátum eigi vitað, hvað það mundi flytja. J>að kom fyrst 15. s. m. J>að getur nú verið, að það sje rjett, sem J>jóðólfsgreinin segir »að sje hið sanna« í þessu máli. Yjer neitum eigi að svo sje; vjcr óskum einungis að svo væri. Hvað það snertir, er J>jóð- ólfur getur til, að Knútzons verzlun muni vera »langtæp- ast stödd« að kornbyrgðum, þá gjörum vjer- hvorki að játa því eður neita, með því það keniur ekki beinlínis því við, er vjer vildum lijer gjöra að umtalsefni, en hins verð- um vjer að geta, að bæði er það kunnugt, að sú verzlun flytur drjúgum hingað nauðsynjavöru, og miklu meira að tiltölu en sumir liinna kanpmannanna, og svo er lika að- gætandi, að sú verzlun hefur lánað þessi 3 síðustu bágu ár fjarska-mikla vöru út meðal fátœkra, og á fjarska-mikið fje útistandandi hjá landsfólkinu; og víst er um það, að hefði Knútzons verzlun eigi verið svo byrg af hampi, sem hún var þetta árið, þá hefði illa litið út fyrir mörgum sjávar- manni. |>ess má og geta, að sú verzlun mun að tiltölu við aðrar verzlanir hjer senda langminnsta peninga út. úr landinu, og er nokkuð í það varið. (Úr brjefi). Frjettir eru nokkrar úr þessu hjeraði, en þtcr eru ekki allar þar eptir góðar. Vorið scm leið var hjer í sveit heldur hart í margan máta, og þá fyrst sífelld norðanátt

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.