Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.12.1862, Blaðsíða 2
114 fjóefnunum vant, enda sje það ekki nema eitt; kornið vantaði ekki þau loptiegu frjóefni; að það misóx, hlýtur því að liafa verið af öðrum orsökum; vjer kennum jarð- veginum um þetta. FÓður- og korngrösin þurfa hvert um sig öldungis hin sömu frjóefni úr steinaríkinu, en í mjög svo misjöfnu megin. Að fóðurgrösin spruttu vel, sýnir, að þau hafa haft nóg af öllum frjóefnum, bæði þeim steinkenndu og loptlegu. Að kornið misheppnaðist, bendir til þess, að þar hljóti að hafa vantað eitthvað í jarðveginn. þegar því einhver ávöxtur, er vjer rœktum, sprettur ekki, þá liggur orsökin þar til í jarðveginum, en ekki skorti á loptlegum nœringarefnum. Hvaða áhrifur hefur jarðvegurinn og á hvern hátt tekur hann þátt í grasvextinum? Vjer viljum hjer ná- kvæmar skoða þessa spurningu. Nœringin hjá grösunum er komin undir samgirni efnanna, eður því eðli þeirra, að vilja samlagast hvert öðru; samgirni þessi er efnunum meðsköpuð og eiginleg, og verður eptir ákveðnu náttúrulögmáli. Af kolsýru og vatni verður til sykur, af tinnusýru búast til efnin í strá- inu, gráhvíta er í safa eður legi grasanna, glórsýra, grá- hvíta og kljáhvíta gjöra efnin í fræjunum. Menn verða að gjöra gréinarmun á því, hve fljótt sprettur af einhverju frjóefni, og hve langvinnan gróður það gjörir. Venjulega fer gróðurau^i frjóefnanna eptir því, hve mikið grösin geta tekið til sín af þeim um vaxtartímann; efnaleysi minnkar grasvöxtinn, en ofurgnœgð eykur hann, þó eigi út yflr víst takmark. það, sem afgangs er grös- unum þetta árið, eykur grasvöxt árið eptir; jöfn frjóvsemi fer eptir þeim leifum af frjóefnum, sem eptir verða í jörðunni afgangs af hverjum vaxtartíma (o: sumri hjá oss). Sje þessi afgangur tífalt meiri en fullur afgróður þurfi, þá dugar hann í 10 uppskerur í 10 ár. Sá áburður, sem samlagast jörðunni, þann geymir hún þangað til grösin iiafa notið hans. Sjerhvert efni, l. a. m. sykur, hráðnar eður rennur því fljótar í lög, því smámuldara það er; við mylunina eykst yfirborð þess og smápartar þess fjölga, sem á viss- um tíma snerta lög þann, er því var ætluð að bráðna í. 011 þess konar viðureign efnanna lýsir sjer á yfirborðinu, en það, sem þar er undir, er án verkana í svipinn, því það rennur ekki í sundtir. þess meira sein grösin taka til sín af einhverju efni á vissum tíma, því áhrifameira er það; 15 pund af smámuldum beinum eru bráðfrjórri en 100—200, já 300 pund af stórmuldum beinum; þau eru að vísu eigi gagnslaus, en til að geta gjört gagn, þurfa þau að leysast sundur, til þess þurfa þau lengri tíma, áhrifur þeirra erti ekki eins fljótar, en þær eru langgœðari. Til þess að geta skilið rjett áhrifur jarðarinnar og efna hennar á grasvöxtinn, verða menn að hafa það stöð- ugt fyrir augum, að efnin í iienni eru jafnan iiœf til frjóv- semdar, enda þótt eigi altjend frjóvgandi; þau eru jnfnan reiðubúin til að ganga í hringförina, eins og stúika í dans- leik, en það þarf dansara. Jarðyrkjumaðurinn þarf 8 efni í tún sín og akra, eigi grösin, sem ætlað er að spretta þar, að ná fullum þroska og gefa sem mesla eptirtekju. Mörg af efnum þessum, en ekki öll, eru jafnan nóg fyrir í jörðunni — 3 eru sem optast að fengin —. 8 eru hringarnir í festinni; sje einn af þeim veikur, þá brestur festin bráðlega, hringurinn sem vantar, er altjend aðalhringurinn; án lians geta eigi lijólin í hinni miklu völundarvjel snúizt. \jer liöfum liingað til ætlað og álitið, að grösin gætu eigi neytt utan sundurleystra efna, að efnin gætu að því skapi aukið skjótari gróður, sem þau væru betur sundur- leyst. Með vatninu og kolsýrunni höfum vjer ætlað, að frjóefnin í jörðunni yrðu fœrð rótum grasanna; vjer höf- um haldið, að grösin væru eins og njarðarvöttur, erhálfur stœði í loptinu, enhálfur í jörðunni; það, sem njarðarvött- urinn missti við útsláttinn upp í ioptið, saug hann þegar í sig aptur úr jörðinni. Yatnið, sem grasrœturnar draga til sín úr jörðunni, gufar eður slær út apturgegnum blöð- in; rœturnar draga aptur til sín þetta vatn úr jörðunni; þau efni, er vatnið hafði leyst í sundur, hverfa ásamt því inn í rœturnar, grösin taka til sín það, sem þeim þannig býðst, án þess þau eður jörðin hlutist til þess. Vjer höfum kennt, að frjóefnin, enda langt frá rœtlingunum (rótarþráðunum), gætu nœrt grösin, ef í mill- um þeirra og rœtlinganna væri vatn, er gæti leyst þau upp. Samkvæmt útslættinum gegnum biöðin sjúga rœt- urnar í sig valnið, er dreifist út um grasið, og með því hin sundurieystu efni. Vatnið var þannig — svo hjeldum vjer — kerra sú, er flutti vatnið beinlínis að grösunum og inn í þau. Ef 4,000 pund af korni og 10,000 pund af strái þurfa 100 pund af gráhvítu og 50pund af glórsýru til fullkom- ins þroska, og ef 1 hectare lands (o: 2,819-*/9 II faðmar eður frekar 3 dagsláttur) hefur í sjer þessi 100 pund gráhvítu og 50 pund glórsýru í leystu ásigkomulagi, þá er þetta megin nóg í slíka uppskeru, er hjer var nefnd. Sje nú í jörðinni tvöfalt eður liundraðfalt meira af þess- um efnum, þá væntum vjer eptir 2 eður 100 slíkum upp- skerum. þetta höfum vjer kennt að væri svona og þessu liöfum vjer trúað. En allt þetta er rangt, já, mikii og skaðsamleg villu- kenning. Af áhrifum valnsins og kolsýrunnar á steinana höfum vjer ályktað eður getið oss til, hverjar verkanir hvort- tveggja hefði á akurjörðina, en þessi getgáta er fölsk. í efnafrœðinni er ekkert jafnundarlegt, og ekkert, er svo mjög láti mannlega skynsemi falla í þögn og furðu, eins og eðli það, sem lýsir sjer hjá frjóvsamri gróðurjörð, sem hœf er fyrir hvers konar grasvöxt. Með mjög svo auðveldum tilraunum getur hver einn sannfœrzt unt, að regnvatnið leysir engin frjóefni úr gróð- urjörðinni, þótt það sýli og síist gegnum hana; það leysir eigi nje tekur með sjer minnstu agnarögn af stækindum, gráhvítu, tinnusýru nje glórsýru. Nei, vatnið getur eng- um þessum frjóvefnum náð frá akurjörðinni. Hið mesta og langvinnasta regn megnar eigi að leysa nje þvætta þau frjóefni úr jörðinni, er grösin þurfa; jörðin getur runnið meir eður minna í burtu þá vatnsgangur er, en frjóefni sín lætur luin samt ekki. En gróðurjörðin lieldur eigi að eins föstum þeim frjóefnum í sjer, er hún þegar hefur fengið; kraptur hennartil að veita grösunum efni þau, er þau með þurfa, nær enn nú lengra. þegar vatn, livort heldur það er regnvatn eður annað vatn, er hefur í sjer leyst stækindi, gráhvítu, glór- eður tinnusýru, kemur saman við gróður- jörðina, þá hverfa efni þessi samstundis úr vatninu, jörðin tekur þau undir eins til sín. En þau efni dregur jörðin að eins til sín, sem ómissandi eru fyrir grösin, en hin ekki; þau verða að mestu eður öllu leyti eptir í vatninu. Fylli maður sáld með gróðurjörð og helli þar á vatni, sem tinnusúr-gráhvíta er leyst í, þá finnst eigi hinn minnsti vottur af gráhvítu í vatninu, sem niður rennur úr sáld- inu, svo gjörsamlega hefur jörðin tekið liana til sín, og að eins stundum verður dálítið af tinnusýru eptir í vatn- inu. Láti maður nýtt múrlím, er sje glórsúrt, renna sundur í kolsýrðu vatni, eður og glórsýrða kljáhvítu, þú

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.