Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR. 8. jan. M IJr brjefnm frá lierra kand. theol. Eiríki Magnússyni í Lundiinum, rituðurn í haust og hingað komnum með póstskipi 15. nóvbr. þ. á. »Fátt er það, sem mönnum hefur verið jafn tíðrœtt nm síðari hluta sumars þessa, sem uppreist Garibaldi. Sú saga er öll allmerkileg, og ætla jeg að segja yður iiana nokkuð fyllri, en gjört er í Islendingi 4. okt. Rauna- saga þessarar glæfraferðar hefst 31. júlí; því þá kvaddi Garibaldi eyjuna sína, og geiturnar sínar, og hjelt yfir til Palermo í Sikiiey með nokkrum aldavinum sínum, og dyggum fjelögum frá 1860. Áður hann lagði af stað til Sikileyjar, hafði hann kallað Itali til vopna; sendi hann uppreistaráskorun til Iíróatíu, Bosníu og Servíu, og skor- aði fastlega á þjóðirnar, að liggja nú ekki lengur í læð- ingi harðstjóra sinna, Habsborgara (austurríkiskeisara) og Tyrkja; áskorun hans til Ungverja er þannig: »Ungverjar! — Hvað hefst hin ungverska þjóð að nú? Er hún dottin út af í eilífan svefn. — þessi göfuga þjóð, sem forðum reis á fœtur í alvæpni, til þess að frelsa menntun norðurálfunnar — þessi þjóð, er hinir drambs- fullu einvaldar af Ilabsborgar ætt urðu að hneigja sig fyrir eins og auðmjúkir nauðleytamenn, og ákalla um náð og miskun? Ungversku brœður, uppreisnin erbyrj- uð á landamærum yðar; opnið augu yðar, og þá munuð þjer sjá fána frelsisins blakta á borgarveggjunum í Bel- grað; leggið við eyrun, og þá munuð þið heyra skothríða- drunurnar frá Servíu. þar hefur þjóðin risið upp, og gripið tilvopna, til þess að verja rjettindi sín og berstnú örugg gegn Tyrkjum, er skjálfa fyrir henni. En þjer — hvað hafizt þjer að? — f>jer eruð öflug þjóð; þjer hafið ekki sætt öðrum eins ófögnuði og Ítalía varð að þjást undir urn tíma, að vera limuð sundur milli sjö harðstjóra. f>jer, hermanna þjóðin sjálf, eptir hverju eruð þjer aðbíða? Hafið þjer brotið sverð yðar? Ilafið þjer gieymt píslar- vottum yðrum? Hafið þjer afneitað .hefndar-eiðum yðr- um, eða ætlið þið að fara að treysta sviksamlegurn lof- orðum kúgara yðvarra? Ætlið þjer að leggja trúnað á orðum þeirra, er telja yður á að ganga að tálboðum Austurríkis? |>ó að það látist nú vera albúið að kann- ast við þjóðrjettindi yðar, þá undir býr það nú þegar svikræði sitt, og tekur það aptur með valdi og vjel- um, sem það Iætur nú sárnauðugt af hendi rakna við yður. Ætlið þjer að treysta tryggð og dyggð hinnar spellvirku og vjelráðu stjórnar, sem svipti heila þjóð auði sínum og velfarnan eptiróhappið við Vilagos? Eða ætlið þjer að trúa þeim, sem tæla yður á fánýtri von um það, að þjer getið haft frelsi yðar fram með lagalegum með- ulum. Nei, trúið ekki framsýni þessara manna; þeir eru sekir um svik við yður eins og hinir; því hingað til hafa laganna meðul ein reynzt alls kostar ónóg til að leysa nokkra þjóð úr ánauð. Eða ætlið þjer að þýðast þá, er ráða yður til að bíða eptir erlendri hjálp? það er hið langversta af þessu öllu. Grimmúðug harðstjórn kúgar yður. Austurríki knýr brjóst yðar eins og þungt bjarg, og kæfir andardrátt yðar. Keisarastjornin i Austiurnki, sem þjer hafið optar en einu sinni frelsað frá að hrynja uni koll, Austurríki, sem þjer liafið optar en einu sinni lilaðið víggarð fyrir úr hinum hraustu og öflugu brjóstum yðar, endurgeldur yður þetta allt með því, að saurga lög yðar, brjóta niður statútur yðar, reyna að drepa mál yð- ar, skipa útlegðarlöndin yðar beztu borgurum og fylla alla bœi yðar með böðlum. Vantreystið þjer yður, þjer, sem eruð svo styrk þjóð og öflug? Gleymið ekki því, að ár- ið 1848 áttuð þjer ekki annað eptir, en að halda sigur- ferð yðar á fram til Vínarborgar, til þess að brjóta niður hið blóðstokkna hásæti Habsborgarharðstjóranna. Nú horfa tímarnir betur við. Nú fer Rússland naumlega að leggja Austurríki hjálparhönd, til að brjóta á bak aptur tilrauuir yðar; það hefur fengið of mikla vanþökk í laun hjáAust- urríki til þess. Prússland mun heldur ekki fara að verja keisaradœmið gegn yður, því þar er valda-keppni á milli. Bölvað sje Ungaraland og hin þjakaða ungverska þjóð, ef þjer þekkizt ráðleggingar svikafullra ódrengja, ef þjer hald- ið, að nokkurt samband geti staðizt milli Austurríkis og yðar, annað en fjandskapur og styrjöld. Ó, brœður mín- ir, látið ekki hið hagkvæma augnablik ganga yður úr greipum. Servíar berjast fyrir frelsinu, fyrir lausn heill- ar kynslóðar, sem þjökuð er og niðurbœld. þjer eruð frelsis þurfar, þjer eruð þjakaðir og níddir, þjer hafið rjett til, já, meira en rjett, þjer eruð skyldir til að hefja yður sjálfa enn þá einu sinni til hinnar þjóðlegu tignar, er þjer eigið skilið fyrir frægðarverk yðar, fyrir hreystiverk yðar, og fyrir hið mikla gagn, er þjer hafið unnið menntun- inni. Servíar og Svartfellingar berjast gegn harðstjórn- inni. Verið hugaðir! þjer eruð sterkir, er af stað er lagt. Gegnið þeim ekki, er ráða yður til að bera háðu- lega og auðvirðilega ánauð með þolinmœði. Gegnið held- urröddu samvizku yðar, er segir: Jlísið upp! Farið að eins og Servíar og Svartfellingar. Takið ráð þeirra, er þá og þegar kveykja upp bál byltinganna annarstaðar í norðurálfunni: Italía elskar yður eins og brœður sína ; hún hefur svarið, að endurgjalda yður blóðið, sem kapp- ar yðrir hafa látið á svo mörgum vígvöllum hennarvegna. Italía geymir í þakklátri endurminningu og blessun og heiðri hið helga nafn Tuckers, er dó fyrir hana. Ítalía kallar á yður, og skorar á yður, að taka þátt í hinni nýju styrjöld og sigri hennar yfir ánauð og þrælkun. Hún býð- ur ykkur til þessa sigurs í nafni hins heilaga bróðernis þjóðanna, í nafni alþjóðlegrar velfarnanar. Arpaðs synir, ætliðþjer að bregðast brœðrum yðar? Ætlið þjer að láta yður vanta á samkomu þjóðanna, er þær safnast að hildi gegn harðstjórum sínum? |>að er sannleikur, að frelsinu er búin voðaleg hætta, ef þjer svíkizt undan merkjum þess, en þá er og nafn yðar að eilífu glatað. f>á munu píslarvottarnir frá Arad leggja bölvun yfir ættlerana. Ó, jeg þekki yður; jeg efast ekki nm yður. Ungverjar, of lengi hafa sviksamlegir vinir tælt yður. f>jer vaknið ef- laust við frelsisópið, er nú gellur við fyrir handan Dóná og á morgun mun óma yðuríeyrum frá Ítalíu. 0<»þeg- ar hin hátíðlega stund þjóðanna hljómar, þá mun jeg mceta yður í sigursælum fylkingum á vígvellinum, þar er frelsi og ánauð, siðleysi og menntun mun heyja hið dauða- dimma einvíg. Yðar einlægur bróðir Falermo, 26. jálí. Q Garibaldi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.