Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 2
122 fessari áskorun svaraði hinn ungverski liershöfðingi, Klapka þannig: Hershöfðingi, þjer hafið skorað á Ungverja að grípa til vopna. Ef að þjer hefðuð staðið í broddi her- manna yðar og liði Viktors konungs og stefnt því gegn Ilabsborgar-konungsættinni, og hafið þaðan þetta heróp yðar, þá mundu samborgarar mínir hafa snúizt vel við áskorun yðar; ennú erekki þessu máli að fagna; því þetta heróp er ekki rödd Ítalíu; það er rödd eins manns, sem nú stritast við að drepa niður frægð sinni, og varpar nafni sínu og hamingju á tvísýnu í hinum hörmulegu róstum borgara-styrjaldanna. þjer hafið tekið fram dœmi Servíu- manna, Grikkja og Svartfellinga til þess að herða á Ung- verjum. Dœmi þeirra er og í sannleika lærdóms-ríkt fyrir Ungverja; en þeir læra ekki annað af þvi, en það, að bíða betri tíma, nema þeir kjósi heldur að hrapa í sömu óhöppin og vonleysið eins og hinir. Servíar, Grikkir og Svartfellingar álitu, að bezt væri að verða vel við áskorun sinni, sem var mjög hin sama og þjer hafið nú sent oss. þeim var heitiðhjálp til uppreistarinnar. Jegheld jafnvel, að þeir hafi vænt eptir yður. Hversu fagurt tekifœri ljetuð þjer ekki ganga yður úr greipum, frá að balda á fram hinu mikla frelsisstarfi yðar, er þjer hófuð með svo glæsilegri frægð. Nú voru vonir þjóða þessara orðnar að blekk- ingu einni, en örlög þeirra fá ekki sætt oss við áþján og þrælkun; þau kenna oss, að geyma krapta vora til betri tíma,_l>essi forsjálni, sem þó er sprottin af sannri fóstur- jarðarást, geðjast yður ekki. þjer talið um skyldur vorar, þess vegna höfum vjer rjetttil að minna yður á yðar skyldu. Hafiðþjerekki misskilið hana, hershöfðingi! er þjerhefjið fána styrjaldarinnar gegn lögbundinni stjórn, sem helgast af atkvæðum heillar þjóðar, og rífið yður undan henni? Stöðvið yður á þessum ófaravegi, meðan tími er til. Hættið þjer að vinna í haginn fyrir Austurríki og aðra einvalda norðurálfunnar, sem allt vilja kreppai hinn forna dróma apturfaranna; en þjer vinnið þeim mest í hag, ef þjer flýtið of mjög frelsi Ítalíu. Dreifið burt frá Italíu öllum skelfingum borgarastyrjaldanna, er nú grúfa yfir henni, því af þeim stendur hverjum góðum borgara stuggur. jþetta er skylda yðar; hún leiðir beinlínis af starfsemi yðar; nafn yðar krefst hennar af yður, og vonin, er þjer hafið vakið í hjörtum þjóðanna, er þjást og þrælka; þær getið þjer ekki dregið á tálar, án þess að svíkja yður sjálfan um leið. Ungverja langar til að mega starfa, og þeir hafa þegar sýnt hverju, þéir orka. En heyra munu þeir ráð vina sinna og um fram allt rödd samvizkunnar, áður en þeir hefja nýja frelsishreifingu. f>eir munu telja sig þess sælasta, ef þeir geta tekið höndum saman við ítali á hinum mikla hildardegi og sameinazt þeim gegn Austurríki. Guð gefi, að þjer getið á þeim degi leyst af hendi hið mikla hlutverk, er hamingjusemi yðar virðist áskilja yður í viðburðum þessara tíma. Meðtakið, hers- höfðingi, fullkomna vissu um vináttu mína og virðingu. Turin, 23. ágiíst 1862. George Klapka. þegar Garibaldi var kominn yfir til Sikileyjar, varð bráðum hljóðbært, hvað kappanum bjó innan rifja; dró hann og engar dulur á tilgang ferðar sinnar; því hann kvaðst hafa farið að heiman, til þess að gefa Italíu Rómaborg, en liggja dauður ella. Um framanverð- an ágústmánuð Ijet hann fyrirberast í skógum nokkrum, ekki all-langt frá Palermo; þeir heita Ficuzza - skógar, þykkir og gott afdrep fyrir uppreistarmenn. |>egar það frjettist um eyuna, að förinni væri heitið til þess, að leiða páfann út úr Hóm og Yictor Emanuel inn í staðinn, var sem eldi hefði lostið í sinu. Ungir menn streymdu að G. hvaðanæfa og geystust undir merki hans inn í liina dul- arfullu skóga. f>ar œfði hann lið sitt daglega. Heróp hans var þetta: »Róm eða dauðinn«! »Italía og Viktor Emanúel!« Dátar hans voru einkenndir með rauðum skyrtum, og vel að vopnum búnir; því alstaðar rjettust G. hjálparhendur. Iíonur sendu honum fatnað, borgirnar vopn, kaupmenn og embættismenn vistir og fje; enginn vildi verða aptur úr, og hver kepptist við annan að gjöra allt, er þeir máttu, til að aðstoða hetjuna frá Gaeta; og för hans frá Palermo til Catanía var öll áþekkari sigur- helgi en skuggalegri uppreistarferð. Hirðin í Túrin vissi vel, hvað gjörðist á Sikiley, og varð Ratazzi að rita em- bættismönnunum varúðarseðla og bannbrjef, en það var sem vatni væri stökkt á gæsir, því engir veittu Garib. betur en einmitt embættismenn konungs. Nóttina milli hins 19. og 20. ág. kom hann með flokk sinn til Catanía, og var honum tekið þar eins og annarstaðar með mestu virtum. f>ar dvaldi liann 4 daga. Ljet hann þaðan yfir til meginlands með lið sitt, rúm 5000 manns, á 2 gufu- skipum aðfaranóttina hins 24. ág., og komst á land þenn- an dag á sama stað og árið 1860, nærri annnesinu Capo dell Armi hjá Melito. þegar eptir lendinguna fór hann heim til bœjar þessa, hressti þar lið sitt og aflaði sjer vista. Daginn eptir fór hann þaðan og hjelt til Reggio, og komst þangað hinn 27., og daginn eptir til Aspro- monte. Ilann vissi, að konungur og stjórn hans leit öfugu auga og illu á ferðalag sitt, og hafði því gjört út lið á hendur sjer. En hann gjörði það að ófrávíkjanlegri grund- vallarreglu, að forðast með öllu mögulegu móti, að lendæ í orustu við konungsmenn, svo að styrjöld sú, er hann hóf nú, yrði ekki að borgara styrjöld, sem honum sjálf- um og öllum góðum mönnum stendur stuggur af meir en nokkurri annari styrjöld. Yegna þessa ætlaðihann að reyna að komast upp til fjalla, og sleppa þannig úr greipum konungsliðsins. En snernma morguns hinn 29. geystust konungsmenn að honum allófriðlega; fór hann þá með lið sitt þangað, er bezt var vígi og hann torsóttastur; var það í brekkum nokkrum framan í fellinu (Aspromonte), og var þjettur skógur að baki honum. Garib. áleit það fullkomna fíflsku, að ráðast að sjer hjer, því hjer var hann ósigrandi, ef hann tók á móti óvinunum, og það bjóst hann við að þeir mundu sjá, og mundu því ekki vilja eiga vopnaviðskipti við sig á þessum stað. En þetta fór allt á aðra leið. Konungsmenn biðu engra boða, en lögðu viðstöðulaust til bardaga. Garibaldi sá nú, að hjer var um tvo kostiaðvelja, annan að hleypa öllu upp í borgara- styrjöld, eða láta hjer nema staðar og hverfa frá fyrir- tœki sínu. Hann kaus hinn síðari, fór fram fyrir fylk- ingarbrjóst manna sinna og bannaði þeim harðlega að skjóta á konungsmenn, þó að þeir fœru að sjer með báli og brandi. Meðan hann var að þessu, sóttu konungs- menn fastan að og iniðuðu margir skotum sínum á G., þar sem hann var að aptra mönnum sínuin frá vígaferl- um, og urðu einhverjir 2 þeirra svo hœfnir, að þeir hittu liann; annar í hœgra lærið; það sár var ekki hættulegt, hinn í vinstri fótinn inn á milii liða við öklann, og var það illt sár. Hann fjell við síðara sárið, og var borinn undan skotum konungsmanna burt af vígvellinum. Al- staðar þar, sem hafði heyrzt til G., hlýddu menn hans honum og hreifðu hvorki byssu nje brand; en það var að eins hœgra rnegin í liði hans. Vinstra megin vissu menn ekkert um skipun hans, og svöruðu því konungs- liðinu eins og á þá var yrt; en þegar er G. vissi það, skipaði hann lúðursveinum herliðsins að boða mönnum að hætta skothríðinni, og eptir fjórðung stundar var alit kyrrt aptur. J>að voru ólíkar skipanir, sem lið hvorra tveggja átti að hlýða, Garibalda öðru megin, og konungs liinu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.