Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 8

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 8
128 óska að hið heiðraða blað, sem tók prentaragreinina, taki til prentunar, eins og jeg líka vona, að jeg, ef jeg vil, fái að svara prentaranum aptur í þessu blaði, ef hann þar er ekki hættur að blanda sjer í þetta prentvillumál, sem honum þurfti alls ekkert að koma við. AÖsendar frjettlr að vestan úr Dalasýslu dagsettar 1. d. desembermán. 1862. Veðráttan var hjer um sveitir hin óstöðugasta og vindasamasta, sem menn muna til, þó voru nokkrir kyrr- viðrisdagar á milli. í norðan hretinu, sem gjörði 17—20. okt., hraktist og fennti fjenað víða, en ekki varð stórtjón að því nema á Leikskálum í Haukadal. í blotum þeim og útsynningum, sem gengu um miðjan f. mán. allt til þess 20., tók fyrir jörð, og er víðast jarðskarpt og fjenaður kominn á gjöf og sumstaðar hestar. Heyafli varð hjer um sveitir með minna og minnsta móti. Meiri hluti engjaheys hraktist meira og minna, þó fór hjer betur um haustheyskap en víða annarstaðar, þar sem jeg hef til spurt. f>að kallast hjer rýr heyafli, þegar ekki fæst að samtölu eptir karlmann og kvennmann um 9 vikna heyskapar tíð hjer um 130—140 hestar af meðal-þurrabandi, en úr því fást 160 hestar eða meira, þykir gott. f>ar af ætlum vjer 40 hesta kúnni, en 5 sátur lambinu eða ánni, og er ekki vel sett á, þegar innistaba fyrir kýr verður 36 vikur og fyrir fjenað yfir 20 vikur. Haustskurður varð hjer í lakara lagi á mör, meðallagi á hold og ull. f>að heitir hjer meðalskurður, þegar 3 vetrir sauðir eru rneð 13 pnd. að meðaltali á mör, og 55—60 pnd. á kjöt, 4—5 pnd. reifi.; 2. vetrir 8—9 pnd. meðaltal mör, 40 pnd. kjöt, 4—5 pnd. reifi; ær geldar 10—12 pnd. mör; 40—45 pnd. kjöt; 3 pnd. reifi; veturgamalt 5—6 pnd. mör, 35 pnd. kjöt, 3 pnd. reifi; ær mylkar 4—5 pnd. mör, 35 pnd. kjöt, 2—3 pnd. reifi; lömb 2pnd. mör, 20pnd. kjöt, 2pnd. reifi; dilklömb 4 —5pnd. mör, 30 pnd. kjöt, 3pnd. reifi. Haustverzlun hefur verið mikil í Stykkishólmi og góð, að því sem unnt er. Matvara hefurfengist í einkaupi með sumarverði 10 rd. rúg, 12 rd. grjón, og flest annað með sumarverði líka. Haustuil gekk pundið á 28 sk., tólg pundið 22 sk., kjöt Ip. 7 mörk. En haustverzlun er varla svo góð, að hún sje ekki allt um það átumein búnaðar- ins. f>að liggur á ýmsan hátt svo í henni, og er það svo langt mál, að það er fullkomið ritgjörðarefni. — Heilsufar fólks hefur verið með lakara móti; næstliðið sumar gengu víða jeg held »Frisler«, og tafðist verkafólk 1—3 daga margt hvað frá vinnu vegna veiki þessarar. Nú gengur hjer kvefsýki með sóttveikissnerti. Slysfarir engar, nema í næstliðnum mánuði gekk hjer í sveitinni unglingur yfir pytt, sem lá niður í harðvelli, og sem hemað var og snjófölvað yfir, datt ofan í og drukknaði. Fjenaðarhöld hafa allt þetta missiri verið liin beztu, og enn eru þau það, þegar almennt er álitið. Kýr mjólka vel af töðum, og metnn vænta fremur kjarngóðra heyja, það sem grœnt er og óhrakið. Jarðeplarœkt brást alveg. Bcnding tll alþýðnmanna. J>egar svo er ástatt, að einhver á sök við annan mann, sem einatt getur að borið í þessu landi, og sökin er, sem menn svo kalla, prívat-mál, eður einstakra manna í millum, sem hið opinbera ekki skiptir sjer af, hvort skotið er til yfirdóms eða ekki frá hjeraðsdúmi, en annarhvor málspartanna þess vegna gjörir það sjálfur, þá hefur reynslan sýnt, að sumir ætla, og ef til vill margir hjer á landi, að síðan málaflutningsmenn voru af stjórninni settir við yfirdóminn í Reykjavík, þá sje nú málaflutn- ingsmenn þessir sjálfsagðir að mœta fyrir þann, sem stefnt er til yfirdómsins, og þurfi því sá, sem stefnt hefur verið í hjeraði til yfirdóms, ekkert að gjöra, því annar málaflutningsmaðurinn sje skyldur til, að mœta af hans hendi og halda svörum uppi af hans hálfu; en þessu er ekki þannig varið. Vilji hlutaðeigandi láta nokk- urn mceta í yfirdóminum og gæta rjettar síns, þá hlýtur hann í tœkan tíma, það er áður sökin samkvæmt stefn- unni fyrst kemur fram í yfirdóminum, að hafa falið þeim málaflutningsmanni, sem ekki er fyrir mótpart- inn, á hendur, að veita skjölum sakarinnar móttöku í yfirdómi og halda þar svörum uppi fyrir sína hönd; sje þessa ekki gætt, mœtir enginn fyrir hinn stefnda, og svo getur farið, að sökin fái önnur úrslit en ella mundi, og sje alveg töpuð. Reykjavík, 6. jan. 1863. Páll Melsteð, málaflutningsmaður við yfirdóminn. — Tíðarfar. Síðan minnzt var á tíðarfar seinast í blaði þessu (15. des.), má kalla, að viðrað hafi í góðu meðallagi. Tæpri viku fyrir jól gjörði góða hláku, og mun siðan vera allgott til jarðar víðast til sveita hjer sunnanlands. Um það bil frjettist og norðan úr Húna- vatnssýslu, að vetur hefði verið þar góður, það sem þá var liðið. Um jólin gjörði nokkurt kuldakast, og mua frostið þá einn dag hafa náð 13° R., og það hefur það mest orðið í vetur. Um þessa daga er hjer dálítill snjór á jörðu, en þurrviðri og gott til haga. Aldrei róið hjer á Innnesjum og sagt aflalaust á fiskimiðum; en millijóla og nýárs fiskaðist suður í Garöi, en þar mun lítið um sjógæftir. — Spánska skipið, sem í vetur kom til konskúls E. Siemsens, lagði út bjeðan litlu fyrir jól en hleypti þá inn aptur til Hafnarfjarðar undan útsynningi; nú lagði það aptur út þaðan til Spánar á nýárs-dag. — Húsbrunar. Litlu fyrir jól brann eldhús á næt- urtíma á Reynivölium í Kjós, hjá sjera Gísla Jóhannes- syni; þar brann mikið uf skinnavöru og nokkuð af mat, og er sagt, að allmikill skaði hafi þar orðið; það vildi til, að einhver vaknaði, áður meiri skaði varð, því annars hefði allur bœrinn verið í veði. Skömmu síðar brann eldhús í Ráðagerði á Seitjarnarnesi hjá Einari bónda Einarssyni; brann þar og talsvert af skinnklæðum, en hvað meira, vitum vjer eigi. — Slysfarir. I byrjun desembm. fórst maður einn ofan um ís á Ölfusá, og um sama leyti drukknaði Jón bóndi Ólafsson frá Uxahrygg í Oddasókn í fljótinu hjá Fíflholti í Landeyjum. — Prestaköll. 13. nóv. síðast hafa stiptsyfirvöldin um sinn sameinað Garðs - prestakall í Kelduhverfi við Skinnastaðabrauð í f>ingeyjarsýslu. 27. nóv. er Hjaltabakki í Húnavatnssýslu veittur sjera Steini Steinsen, aðstoðar- presti til Hofs í Vopnafirði. Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson. PreutaW í prentsmibjuuui í Reykjavík 1863. KÍBar þórtiarsoH.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.