Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 5

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 5
125 haldið fast, hangið fastum hálsinn, stelið vopnum manna yðar frá þeim! Enginn Irlendingur stenzt sameinaður fortölur trúarinnar og konu sinnar. Sá sem kynni að blaka konu sína hendi, er hún væri að fá hann til að verða kyrran og friðsaman, yrði sjálfsagt óverðugur þess, að heita blessað barn Patricks hins helga». það er eitt- hvað skrítið við þetta, það eru næstum einhver sœt hjóna- bandssmyrsl á ávarpi kard. Hann þekkir sína menn, það vantar ekki, og veit, hvernig hann á að ávarpa þá. I saxnesku eyrunum okkar hljóma þessar raddir kímilega; nú, það verður að vera okkar ólán. Ef ímyndunarafl vort væri fjörugt og tilfinningar vorar næmari, þá gætum vjer líklega sannfœrzt um, að það sje alls kostar rjett, að koma Celtum til að trúa því, að þeir leggi á sig dœmalausa sjálfsafneitun, þegar þeir ekki koma af stað stórróstum og allri óreglu. það er annars gleðilegt og þakklætisvert, að raddir úr þessum áttum eru nú farnar að hvetja menn tilfriðar og reglusemi, í staðinn fyrir að gefa út brennu- skipanir og hengingarboð. Rödd kardínálsins hefur nú loks hafizt til að prjedika frið; hann var búinn að þegja undarlega lengi. Ávarp hans kemur œði-seint; því hann hefur takmarkalaust vald yfir Irlendingum þeim, er í bœn- um búa, en þó ljet hann þá œða frá einni róstunni til annarar, og fjekk nú fyrst málið, þegar lögreglustjórnin var búin að reisa öflugar skorður gegn óróanum. það er engin ógnardyggð að vera undirgefinn, þegar menn eru knúðir niður af hinum yfirsterkari. Að endingu skul- um vjer láta kard. vita, að Englendingar reyndar eru langgæfir, en stundum verða þeir ofsa-reiðir; og nú er kominn tími til að láta hinn fámenna óróaflokk biskups- ins vita, að þolinmœði vor er að þrotum komin við bless- uð börnin hans, sem hann lætur hafa róstur, lagaleysi og óskunda í frammi, meðan öllu er óhætt, en bendir þeim, þegar taka á í lurginn á þeim«. Við þetta standa nú rimmur þessar, sem ekki er lík- legt að sjeð sje fyrir endann á enn þá, því ekki skortir œsingar báðu megin. það er hörmuleg útreið, sem páfa- stjórn fær í blöðum Englendinga, og skapraun er það fyrir Napóleon, að heyra sífelldan sóninn um, að hann ó- virði sig og þjóð sína með því, að halda upp úr höfði páfans. í háðblaði einu, er nefnist »Punch«, sá jeg hjer um daginn allkýmilegt málverk af þeim 3 kunningjunum, páfa, Napóleon og Victor Emanúel. Blað þetta hafði ný- lega flutt mönnum þá frjett, að drottning Frakka hefði sent páfa crinolinu (klukku-þön?), og í fyr tjeðu málverki er hann útlits eins og afgömul kerling, og silur í hnipru á járnbrautar-station í þoku; en þeir konungarnir eru í gerfi járnbrautarþjóna (burðarkarla), og eru að rífast um kerlinguna og farangur hennar, þangað til Victor segir: »Ó, nei, Ludvig, láttu nú vera; hafðu gætur á gðmlu kon- unni, jeg skal hirða föggur hennar«. Fleiraman jeg ekki að segja yður af málum Garibalda og páfa, og því, er stendur í sambandi við þau. Drottning Franz konungs afNeapel hefur tekið nunnu- blæju og gengið í klaustur. Hún flúði fyrst frá manni sínum (góðmenni, sem blöðin kalla) til Mtinchen, og það- an fór hún aptur huldu höfði í nunnuklaustrið í Augs- burg, móttlætt og dauðleið á líflnu. Styrjöldinni í Vesturheimi vindur voðalega á fram. þar eru stórbardagar háðir næstum daglega, og veitir ýmsum betur. Norðanmenn hafa verið nokkuð heppnari í september, en framan af sumrinu, og hafa þeir unnið nokkra bardaga. En enn þá er langt frá, að skriðið sje til skarar með þeim. Forseti norðanmanna, Abraham Lincoln, hefur nú gefið út hátíðlega yfirlýsingu um,aðallir svertingjar skuli frjálsir eptir næsta nýár. Búast menn nú við fregnum um þrælaupphlaup á hverjum degi, og að styrjöldin verði næsta ár samblandaður borgara- og þræla- ófriður, og þykir ekki ólíklegt, að illri þrumu kunni að ljósta niður á suðurmenn úr þessu yfirlýsingarskýi Lincolns. Cirkasiumenn hafa gjört út sendimenn til Viktoriu drottningar og beðið hana ásjár gegn hinni guðlausu grimmd Rússa, sem nú ætlar að gjöreyða landi þeirra. Hafa Cirkasiumenn orðið að síga undan hinum rússneska hervargi og upp til fjalla, en Rússar brenna byggðina hver- vetna niðri í dölunum, og kornakra þeirra með. Lands- menn hafa því ekkert hœli nú orðið, nema hungurdauða uppi á fjöllunum. Ekki vita menn, hvernig Viktoria eða stjórn hennar tekur máli þessu. En svo vel eru Eng- lendingar að sjer í landafrœði, að þeir vita, að Asia er opin fyrir Rússum, þegar Cirkasia er unnin. En í Asíu ræður Viktoría yfir 150 millíonum manna, sem allir hafa verið í uppreist ekki alls fyrir löngu og friður þeirra ó- tryggur enn þá. Rússar geta því orðið óþægur granni Englendinga þar. Viktoría drottning hefir nú verið lengi yfir í þýzka- landi með börnum sínum. Hefur hún verið að sjá um fasteignir manns síns sáluga og ráðstafa þeim; svo hefur hún líka verið að trúlofa son sinn og Princessuna af Danmörku, og margt fleira mun gjörast í þeirri ferð merki- legt. Hjer var sumar fremur kalt, allt þangað til undir upp- skerutímann, þá brá í hita og góðviðri, og hefur nú upp- skera orðið mjög góð hjer, og jarðeplavöxtur frábærlega góður. þetta góðæri kemur sjer vel, því hjer er sumstaðar dœmalaus neyð meðal fólks. I þeim hjeruðum, þar sem baðmullarvinnan var mest, áður en styrjöldin hófst fyrir vestan haf, erneyðin mest; er það einkum hjeraðið Lan- cashire, er harðast er haldið af þessumbágindum ; ertalið, að þar sje 200,000 bjargarlausra manna, sem hú verður að ala á samskotafje. það er ótrúlegt, hvað mikið safn- ast handa þessum aumingjum, og ótrúlegur er sá áhugi, elja og þrek, sem manngœzka Englendinga sýnir í hjálp- semi sinni við þá. ÖU tœkifœri eru notuð til þess, að draga saman skildinga handa þessum hungurskepnum. Einn vjelasmiður, sem fundið hefur upp þvottavjel, sem þykir ágætt verkfœri til heimilisbrúkunar, hefur heitið Lan- cashires-búum þriðja hluta verðs þessara vjela, ef menn verði búnir að panta 20,000 slíkar vjelar hjá sjer áður en tími iðnaðarhallarinnar er úti. Hver vjel kostar að eins 30 sh. eða hjer um bil 13 rd. 3. mörk. Seinast þegar jeg var í höllinni 3. okt, gekk ve! með sölu þeirra, og kom hver pöntunin á fœtur annari, og er ekki ólíklegt, að fátœklingarnir verði svo heppnir, að fá þar til vetrar-? bjargar 10,000 £ eða um 90,000 rd. Nú er verið að koma þeirri uppástungu í kring, að opna skurðina og göngin, sem verið er að grafa fyrir járnbrautir þær, er liggja eiga undir jörðunni gegnum Lundúnir. Er stungið upp á, að láta hvern, sem kemur niður í göng þessi, borga 1 d (= rúma 3 skildinga danska) fyrir gamanið, sem hann hefur af að sjá öll þessi óskapaverk. Menn ætla, að það geti dregizt saman í margar þúsundir punda, er þannig berst hinum nauðstöddu Lancashiresbúum. Engir menn hafa gengið betur fram í þessari hjálp alimingjanna, heldur en Qvækarar. þar sem þeir ekki geta fengið peninga, þar safna þeir brúkuðum fötum og mat, og eru þannig á stöðugri rás úr öllum áttum peningar, fatnaður og mat- væli til hinna nauðstöddu manna í Lancashire.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.