Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 6

Íslendingur - 08.01.1863, Blaðsíða 6
126 (Aðsent). Um spítalahluti. í þjóðólfi, 15. ári, 1.—2. bls., og í íslendingi, 3. ári, 12. bls., hefur herra biskupinn að venju auglýst, hvern- ig menn geti reynt að fá spítalafiskinn, sem á næst- komandi vetrarvertíð sje í vændum »til Kaldaðarnesspí- tala«. Jafnvel þótt jegálíti spítalasjóðinn, eða læknasjóðinn, einhvern hinn þarfasta sjóð, sem lil er í landinu, og óski af alhuga, að hann aukist og margfaldist sem mest, þá get jeg þó ekki varið það, að miklu skiptir, hverra með- ala hann neytir sjer til gróða, og þegar jeg hef heyrt menn teija svo margt þessum sjóði til óvirðingar, þá hefur mjer optast tekizt að gjöra þá ofðlausa, þangað til þeir hafa farið að tala um tilhögun á spítalafiskinum, þá hef jeg orðið að þagna. J>egar menn segja, að það sje ekki nóg með það, að þessi tillög sjeu í sjálfu sjer einhver hinn ósanngjarnasti skattur, því fátœklingarnir, og jafnvel sveitalimir, megi optastgjalda að tiltölu margfalt þyngra tillag en efnamennirnir1, heldur sje þeirri ósanngirni bœtt við, að svo sje um bi'tið, að þeim fiski, sem þannig dragist úr hverri sjávarsveit, sje henni sjálfri, eða þá innsveit- ismönnum, fyrirmunaður allur forgangskauprjettur fyrir utansveitismönnum, og jafnvel fyrir útlendingum, þá er nú ekki svo hœgt að hrinda sumu í þessari kæru. Spí- talahlutirnir eru nefnil. seldir án opinbers uppboðs, og þannig að enginn fær að vita, hvað aðrir bjóða hæst, fyr en enginn má bjóða lengur, en þeir, sem hæst bjóða (og auðvitað hverjir það geta helzt), þeir hreppa fiskinn án nokkurs tillits til, hvort þeir eru betur eða ver að því komnir, kristnir eða Gyðingar, Tyrkir eða heiðingjar, eða hvort það er ráðlegt eða óráðlegt sjóðsins vegna. En auk þess sem bæði sjóðurinn, og þeir, sem til hans gjalda, vissulega eiga sanngirniskröfu á, að tillit sje tekið til þessa, þá virðist yfirhöfuð, öllþess konar aðferð miður tilhlýðileg, þar sem opinber stofnun á hlut að máli, og því einnig hjer. það má þó ekki minna vera, en að hreppnum, eða að minnsta kosti einhverjum innanhrepps, sje gefinn rjett- ur til, að ganga að hæsta boði á þeim fiski, sem i þeirri sveit gelzt, opt svo tilfinnanlega fyrir aumingja hennar, og allt sveitarfjelagið; því þó menn vilji hreifa þeirri mót- báru móti þessu, að margir af þeim, sem gjaldi til sjóðs- ins af fiskiafla sínum, sjeu sjómenn ofan úr sveitum, þá er það aðgætandi, að tillag sveitamanna, er róa, eða láta róa um vertíð, er harðla lítið, og kemur lítið á hvern hrepp, upp í landinu, í samanburði við tillag sjávarhrepp- anna, þar sem hver húsfaðir geldur af hverjum sínum hlut, og þar sem sjávaraflinn er aðalbjargræðisvegur, og að kalla hinn eini, og sem hann því verður að lúka öllum skyldum og sköttum sínum af. Engan skaða getur þó spítalasjóðurinn beðið fyrir það, þó slíkur forgangsrjettur til spítalaldutanna fengist. En jeg þori að fullyrða, að sjóðurinn mundi miklu fremur hafa hinn mesta hag af því, og það þó innsveitismenn fengju fiskinn í sinni sveit, fyr- ir öðrum, með allt að V4 lægra verði, en þeir sem bezt byðu í hann utanhrepps; að minnsta kosti þekki jeg þá illa hugsunarhátt manna hjer um sveitir, ef þetta mundi ekki sannast. Menn vita, að það hefur lengi við brunnið, að misjöfn skil hafa orðið á spítalahlutum sumra manna, og að þeir hafa verið misjafnlega útilátnir, og að engum lögum hefur orðið komið yfir þessa óreglu. það er heldur 1) Jeg veit dcemi tii, at) úll íiskeign eins blífátœks hiísföSnr nm lok var lítií> meiri en spítalahluturinn, sem hans nm veturinn ljet af bát sínnm, og var maburinn þá bæíii sparsamur og reglusamur, en sjálfsagt var þaí), aíi haun sakir fátœktar varí) aþ sjóla nokkra iiska til inatar sjer og sínum, enginn hœgðarleikur, einkum þegar þeir, sem hreppt hafa spítalahlutina, eru hvergi nærri um það leyti, þegar þeir til falla, heldur að eins hafa sett einhverja og einhverja, til að taka á móti þeim fiski, sem viðkomendum hefur þóknazt að »gefa kerlingunni«. Fisktökumennirnir taka við því, sem þeim er fœrt, en þeim getur ekki svo vel orðið launuð fisktakan, að það sje vinnandi fyrir hana, um bezta bjargræðistíma þeirra, að sœkja fiskinn í hendur þeirra, sem fjarlægir þeim eru, og ekki vilja sjálfir eyða tíma til að koma með hann, og sama er að segja um hreppstjórana, að þeir finna það ekki skyldu sína, að smala saman fiski frá sveitungum sínum, handa utansveitarmönnum til að grœða á. Allt öðru máli væri að gegna, ef það annaðhvort væri sveitar- sjóðurinn sjálfur, eða þá einhver innsveitismaður, sem væri fátœklingum sveitar sinnar til styrktar, er fengi að njóta kaups á spítalafiskinum þar; þá mundu fáir hreppstjórar telja eptir sjer, að hafa eptirlit á, að þessar tekjur spít- alans kœmu reglulega til skila, og að þessu mundi hver skynsamur og góður bóndi í sveitinni stuðla, enda mundu þá fiestir láta þennan hlut með betra geði, og í betri skilum, en við gengizt hefur nú um nokkur ár, og þess vegna þori jeg að segja, að það verður, þegar á allt er litið, miklu ábatameira fyrir spítalasjóðinn, að selja fisk- inn innsveitismönnum, eða sveitinni, hvar hann tilfellur, heldur en öðrum jafnvel ’/4 dýrara. En þó sú lilhögun á spítalafiskinum hjer syðra, sem höfð hefur verið nú um stundir, hafi bæði verið óvinsæl, og skaðlegfyrir sjóðinn, þá er það ekki óeðlilegt, að því lengur sem þessu held- ur á fram, verði það enn þá óvinsælla og skaðlegra, og ekki kœmi injer það á óvart, þó það yrði einhverstaðar örðugt í vetur, að fá inenn til að taka á móti fiskinum, og verka hann fyrir kaupcndur, ef þeir verða utansveitar- menn, og þó það kunni að eins að vera draumur, að ein- hverstaðar sje farið nú þegar að tala sig saman um þessi sanngjörnu kaup við þá, sem eru svo sanngjarnir og lítillátir, að vilja reyna að ná í þann litla hag, sem inn í sveitina gæti runnið, af því mikia fje, sem hún ár- lega tekur svo nærri sjer að greiða, þáeiga sumir draum- ar ekki langan aldur, og tíminn segir von bráðar til, hvort þetta er nokkuð að marka. það er langt frá því, að jeg efist um, að hinn há- æruverðugi forstöðumaður spítalasjóðsins hafi hinn bezta vilja á, að efla hann sem mest, enda má þakklátlega við- urkenna það, að hann undir stjórn lierra biskupsins hef- ur aukizt stórlega. En jeg vildi óska, að hann grœddi þó langtum meira á ári hverju framvegis, en hann enn hefur gjört, og til þess að benda á það, með hverjum hœtti petta mætti verða, hef jeg ritað þessar linur, sem jeg vona að bæði lierra biskupinn, ogaðrir, sem þær lesa, virði mjer vel, og eins og jeg hef meint þær, og geti sannfœrzt af um, að það ekki einungis er sanngjarnt, heldur og gagniegt fyrir spítalasjóðinn, að spítalafiskur- inn sje ekki seldur þeim, sem ekki gjalda til þeirrar sveit- ar, sem hann til fellur í. Jeg ætlast engan veginn til þess, að herra biskupinn taki aptur auglýsingu þá, sem hann hefur gjört um spítalafiskinn í vetur, en jeg treysti um- hyggju hans fyrir heill sjóðsins, og hans alþekkta góða og mannúðlega hjartalagi svo, að liann nú bœti annari auglýsingu við þá, sem komin er, þess efnis, að fátœkra- sjóðir þeirra sveita, hvar spítalafiskurinn gelzt, fái að kaupa þann fisk, ef þeir bjóði eins mikið og sá utanhrepps, sem hæst býður, og jafnvel þó þeir bjóði allt niður að fimmt- ungi minna, og sami rjettur sje gefinn innsveitismönnum, sem sjeu áreiðanlegir, gangi hreppstjórar ekki að boðinu fyrir sveit sína, og loksins treysti jeg því, að það verði í

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.