Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR. 28. jan. M 9 Hver eiídliráað verða áíjárliláðanurn? fessari spurningu hafa ísiendingar núna bráðum í 6 ár verið að reyna til að svara, og þessu máli mun óhætt að fullyrða, að þeir hafi allan þenna langa tíma veitt einna mest athygli af hinum mörgu málefnum, sem velferð fóst- urjarðar vorrar er komin undir í bráð og lengd. Áður enn vjer förum lengra fram í þetta mál, virð- ist oss, að það eigi ekki illa við, að geta þess, sem að vísu allir vita, að hingað til hefur blaðið íslendingur ekki lagt orð í þetta mál, enda mundi mörgum hafa virzt, að það hefði verið að bera i bakkafullan lækinn, því margt, œði margt hefur verið skrafað, skrifað og skráð um kláð- ann, enginn getur með sanngirni sagt að pað hafi vantað. íslendingur hefur samt eigi sökum þessa leitt mál þetta hjá sjer, heldur vegna þess, að hann hefur eigi viljað fylla þann fiokkinn að ófyrirsynju, sem hann ótrauður ætlaði sjer að veita fulltyngi sitt eptir megni, þegar hann var orð- inn sannfœrður um, að hann hefði rjett mál að verja, og væri ofurliða borinn af hinum yfirsterkari. Fyrir þetta má enginn kasta þungum steini á blaðið Islending, því blöðin eiga að vera varkár og samvizkusöm, og skoða málin frá öllum þeim sjónarmiðum, sem ráð má fyrir gjöra, að veruleg áhrif geti haft á það, að haga eður baga það fjelag manna, sem þau eru ætluð til að styðja og styrkja, í öllu því er hið almenna ásigkomulag snertir. Sjeu hlöðin ekki annað en afmálun þess, sem einstalcir menn af einstahlegum ástæðum hugsa og vilja, ellegar þess, sem þorri manna hugsar og vill, af því hann ekki hefur það yíirlit yfir málefni það, sem um er að rœða, að hann sjái glöggt og greinilega, öll aðalatriði þess og afieiðing, þá liggur það beint við, að blöðin afvegaleiði lýðinn, en lciðbeina honum ekki. þau verða reykur í augum þjóðarinnar, sem villir sjón hennar og eitrar og eyðir afli hennar og þreki, svo að andleg dymma breiðir sig yfir skynsemi hennar, sem þó er rödd guðs (vox po- puli vox dei), og atgjörðir hennar verða dauðaus fjörhrot! Vjer segjum þetta engan veginn í því skyni, að álasa hinum öðrum blöðum vorum fyrir þessa annmarka, að því er kláðamálið snertir að undanförnu, vjer tökum það fram, svo menn geti rennt grun í, að íslendingur í þessu máli sem öðrum, vill ekki gleyma því, að hann á að vera handa þjóð sinni, en hún ekki handa honum! Um það leyti, að íslendingur komst á fót, munumenn minnast þess, að ásigkomulag kláðamálsins — þó kláðinn sjálfur væri einn og hinn sami — var býsna merkilegt. Reyndar hafði þegar áður brytt á því, að stjórnin og lands- menn gengu í sína áttina hver, og það á tvo vegu. Lands- menn1 álitu niðurskurð á hinu veika fje tiltœkilegra ráð- ið, eg leituðust við að koma þannig fram með f/elagsslcap Og samtukum. Stjórnin skoðaði það þegar í öndverðu sjálfsagt, að viðhafa lcekningar eingöngu, og hafði ein» Og eðlilegt var valdstjórn landsins í hendi sjer til að framfylgja sinni skoðun og ráðstöfunum. Gjöri maður sjer ljósa grein fyrirþví, hvað í þessu liggur, getur mað- ur ekki furðað sig á því, þó mál þetta yrði vandamál. RAjéiTtÓlum hjer umUndsmemi yflr húfuíi, en sleppum eiustúku moiimim, sem voru á anuari skei)uu. f>að sýnist liggja í augum uppi, að eins og liver einstak- ur maður sem er fjár síns ráðandi, má gjöra það við eign sína er hann vill, þannig megi og einstakir menn taka sig saman um, að fara svo og svo með cign sína, einkum þegar það er þess konar, sem eptir skoðun og sannfær- ingu fjölda skynsamra manna, er hið fljótasta og óhultasta meðal til þess, að hamla ógurlegum atvinnumissir frá því, að mörg þúsund manna leggist í gröf sína af tómum sulti og seyru 1 Á hinn bóginn virðist það jafn auðsætt, að stjórnin, eða rjettara sagt hið opinbera, sem á að vaka yfir hinni almennu velfarnan lands og lýða, getur og hlýt- ur að álíta sig knúið til þess, að taka fram fyrir hönd- urnar á hinum einstaka eður jafnvel öllum einstökum til samans, svo framarlega sem þeir ganga í berhögg við þær reglur, sem það gefur á lögmætan hátt jafnvel um frelsi hins einstaka og eignarrjettindi hans, allra helzt þegar þær einmitt miða til þess að vernda þau og viðhalda þeim. Eins og þetta hvorttveggja er nú með öllu ómótmælan- legt, þannig er það og alveg dagsanna, að hvorhi má hið opinbera láta sjer það á verða, að taka öfugt í góða og framkvæmdarsama viðleitni hinna einstöku, nje heldur mega þeir aptur misskilja eður trássast við fyrirskipanir og framkvæmd hins opinbera, auk þess sem þeir jafnan verða að láta sjer vera hugfast, að hærra ber höfuð en herðar. Með þessum athugasemdum er nú lítið sagt, en af þeim verður það þó, að ætlun vorri, í sjálfu sjer skiljan- legt, að íslendingar og stjórnin hæglega gátu gengið í tvær sveitir, ef svo mætti að orði kveða, í kláðamálinu, eptir ö11 n þess eðli og ásigkomulagi, en að það hlyti að verða ofan á, flaut aptur af því, sem áður er sagt, að Iands- menn fylgdu fram niðurskurðinum en stjórnin lækning- unum, og það svo einstrengingslega á báða bóga, að eng- in miðlun gat á komízt. þegar taflið stóð nú svona, hlutu íslendingar annað- hvort að fleygja sjer hugsunarlaust í faðm stjórnarinnar1, eða þá bíða átekta og fylgja sínu fram þangað til afl og atorka hins opinbera gjörði viðleitni þeirra ónauðsynlega og ómögulega að lögum, eins og stjórninni var einn kost- ur nauðugur, annaðhvort að slaka til, og láta landsmenn ábyrgjast afieiðingarnar2, eða þá að taka svo viturlega og öfiugt í taumana, að hún fengi málið til lykta leitt sam- kvæmt skoðun sinni og vilja, og það svo fljótt og skör- uglega, að hún inni, eigi að eins bug á kláðamaurnum á íslandi, heldur einnig siðferðislegan sigur á hug og hjört- um vor íslendinga! J>enna hinn síðari kost valdi nú stjórnin, og gaf það til kynna með því, að skipa þann íslending, sem vjer máttum og megum bera mest traust til af öllum, semnú lifa, yfir málið ásamt öðrum manni, sem stutt gat hann að minnsta kosti í vísindalegu tilliti, og útbjó þá með nœgu fje. , V Af Þ'1' h0413 8nerti hina á Istandi, getur ongi,, 14% lóndum vorun, «% þeir eioi táku þetu rá%, eptir því sem stjdrnin liefur hingaí) til verib hjer á Ja»di, sljdf og 511 á reyki. 2) þetta úrræþi gat stjúrnin valla verit) þekt fyrir, nema því ab eins ab hún aldrei hefbi hiaudab sjer ab mun í máiib.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.