Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 8
136
J»að er nii lítið eptir af aðflnningnm J>jóðólfs ósvarað
nema þessnm tveirmir prentvillum, sem hann hefur fundið,
að r befur úr fallið í orðinu »Domkirkepræst» og að fœð-
ingarár nvsveinsins Boga Pjeturssonar hefur í dönsk-
unni misritazt 1848 fyrir 1849, og enda þótt prentvillur
lýti hverja bók, þá er það hvorttveggja, að það má eigi
miklar prentvillur heita, þótt tvær stafvillur sjeu í tveimur
örkum, og það m\inu fæstar bœkur, að engin prentvilla sje
í, enda er hœgra að segja, að prófarkirnar skuli lesa svo,
að engin prentvilla verði eptir, en að gjöra það, og má
það víst ábyrgðarmanni »j>jóðólfs» vera fullkunnugt, sem
búinn er að lesa prófarkir af >• J»jóðólfi« í svo mörg ár, og
víst má það fullyrða, að ekkert það rit komi út nokkur-
staðar um allan heim, er jafnfullt sje af prentvillum, sem
»f>jóðólfur«; ferst honum því sízt af öllum að tala um þær;
það er rjettnefnd fíflska af honum; það er ávallt góðra
manna siður, að vera fyrst vandlátur við sjálfan sig, áður
en þeir fara að vanda um við aðra. Og að eigi sje nú
farið lengra en í það blaðið af »þjóðólfl,» er aðfinning-
arnar um skólaskýrslurnar eru í, þá eru vístyfir 60 prent-
villur og hirðuleysisvillur í rithætti í þeirri einu örkinni,
auk alls þess, sem kemur af því, að ábyrgðarmaðurinn
veit eigi, hvað rjett er, og er þó þetta blaðið eitthvert
hið skárra af þeim, er vjer höfum lesið. Svo sem dœmi
þess, hversu rjett og lipur íslenzkan er, má nefna þessi
orð: naö fœra sönnur á ást þeirra á túngu vorri
og sívahandi áhugi á veruJegri viöreisn hennarn. Og
þá er nú ekki mjög óíslenzkuleg greinin um þjóð-
sögurnar (1. bls. 2. dálki): nþað er svipaö með hugs-
un þjóðanna og hins einstalca manns, og þó nohhuð frá-
brugðið, eins og er með Hf þeirra og hans, því hver
maður fyrir sig lifir optast aUan aJdur sinn, œshu, mann-
dóms- og eJli ár, og andast innan takmarka sömu
aldar« o. s. frv.; greinin er áþekk þessu til enda. Svo eru
það ekki ljótar prentvillur að tarna: ásama augnabihi og
htuhJcan hafir sJegið sjötta höggiðn (3. bls. 1. dálki 3. 1.);
*og giöra mjer víbending« (8. bls. 2. dálki 26. línu); og
svo má hnýta hjervið þessu: «var burðareyrinn Jœldcað-
wr« (2. bls., fyrra dálki, 36. línu). Vjer viljum ráða þjóð-
ólfi einlæglega, að ráðast hvorki í að leita að prentvillum
í bókum nje finna að máli bjá öðrum, því að þótt honum
kunni einhverjir leyndir kostir að vera gefnir, þá hefurhann
nógsamlega sýnt það og sannað, að íslenzku kann hann
ekki.
Að öðru leyti mætti telja það gleðilegt fyrir oss og
land vort, ef ekkert lægi nærfyrir »þjóðólf» að hnýtavið,
en skólaskýrslan, því þá mætti telja víst, að fált væri
lýtavert lijer á landi, og þótt sumir kalli skólamenntun
vora vera í hnignun, þá mun opt mega segja um þá,
eins og maðurinn sagði forðum : »þeir segja mest af Ólafi
konungi, sem hvorki hafa heyrt hann nje sjeð«, og sumum
fer eigi ólíkt og kerlingunni, sem komin var á raupsald-
urinn og eignuð er vísa þessi:
»Arrum, svarrum í árum þeirra sagði
áður fyr á okkar tíð,
en nú gutlar við hjá lýð».
það skyldi þó aldrei vera, að ábyrgðarmaður "þjóðólfs«
væri kominn á raupsaldurinn, hafi hann ekki kunnað að
raupa fyr. x -j- r.
tessi grein hafa tveir af kennurum liins lærða skóla
gengizt fyrir að prentuð yrði í íslendingi, en hafa eigi
viljað láta prenta nafn höfundarins. Ritnefndin hefur nú
eigi viljað synja þess, að grein þessi væri prentuð í blað-
inu, án þess að hún þó á nokkurn hátt vilji játa, að hún
sje eptir sinni skoðun. Ritnefndin.
§kýrsla
um ástand prestashóJasjóðsins 31. desemberm, 186'2.
í kgl. skbrjef, og landf. tertiakvitt. . . 868 rd. 33 sk.
Á vöxtum hjá privatmanni.............. 300 — » —
í vörzlum forstöðum. prestask. 31. des.
1861 .................. 76 r. 29 s.
þar af ll.júní settir á vöxtn 50- » -
Verða eptir 26 - 29 -
Vextirtil 11.júníaf 1168r. 33s. 41- 76-
f vörzlum forst.m. prestask.
Og er þannig upphæð sjóðsins við ársl.
50 - » —
’ 68 — 9 —
1286 - 42 —
HaJdórs Andrjessonar gjöf til prestasJc.
í veðskuldabrjefum..................... 1064 — » —
Innkomnirógoldnirvextirfráf.á. lOr. 54 s.
Úr kaupstöðum . . . . 41 - 37 -
Vextir af 1064 rd. . . .42 - 54 -
94 - 49 -
þar af enn ógoldnir vextir . 4 - » -
í vörzlum forst.m. prestask. 90 — 49 -
Uppphæð gjafarinnar við árslok 1154 — 49 —
Umsjónarmenn þessara sjóða.
AiiSflýsin^ar.
— Eptirfylgjandi hæstu boð í spítaJafisJcinn 1863 eru
sainþykkt af stiptsyfirvöldunum:
í Rangárvallasýsln rd. sk. skp. skp.
18 „ fyrir hver 4 blaut eíia 1 hart.
- Gaulverjab. og Stokkseyrarhr. 20 „ - — 4 - — 1 —
- Olfus- og Selvogshreppnm 20 „ - — 4 - — t —
- Grindavíkarhrepp .... 16 „ — — 4 - — 1 —
- Hafna- og Rosmhvalaneshrepp 18 „ - — 4 — — 1 —
- VatnsleyswstrandHrhrepp 23 48 — — 4 — — 1 —
- Álptaneshrepp 21 48 — — 4 - — 1 —
- Seltjarriarneshrepp .... 23 64 — — 4 - — 1 —
- Reykjavíkrbœ 24 16 — — 4 - — 1 —
- Kjalarneshrepp 1" .. — — 4 - — 1 —
- Akraneshrepp 21 48 — — 4 — — 1 —
Presturinn sjera S. G. Thorarensen er kaupandi að fiskin-
um í Rangárvallasýslu allri, Ölfus- og Selvogshreppum;
kammerráð Th. Guðmundsen að fiskinum í Gaulverjabœjar-
og Stokkseyrarhreppum; kaupmaður Svb. Ólafsson að fisk-
inum í Grindavíkur-, Hafna- og Rosmhvalaneshreppum;
faktor J. Jónassen að fiskinum í Vatnsleysustrandar- og
Álptaneshreppum; glermeistari Geir Zöega að fiskinum í
Seltjarnarneshrepp, Reykjavíkrbœ, Kjalarnes- og Akra-
neshreppum.
Skritstofu biskupsius yflr Islandi, 5. janúar 1863.
H. G. Thordersen.
■— þar eð Einar Jónsson, er fvrir nokkrum árum var
lijer í Sauðagerði við Reykjavík, en er nú á Lónakoti í
Álptanesbrepp, skuldar prentsmiðjunni og mjer nokkuð til
muna fyrir bœkur, er hann tók til sölu, þá bið jeg hjer
með alla þá, er bœkur kynnu að liafa frá hans hendi, að
gefa mjer við fyrsta tœkifœri, upplýsingu um, hvort ekki
sje neitt af þeim bókum enn þá óselt eða óborgað og get
jeg helzt búizt við, að fá þessar upplýsingar, úr Árnes- og
Rangárvallasýslum, þar tjeður Einar var þar belzt á ferð
með bœkur þessar.
Reykjavík 20. d. janúarmán. 1865.
E. Þórðarson.
Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson.
Prentiri/Ur í preutsmitijumii í Keykjaxík 18.63. Einer