Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 4

Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 4
132 eðlis, sem er einmitt helber misskilningur, og lá því nærri eptir áliti stjórnarinnar sjáifrar og ósk þingsins, að láta enn þá sjá hvað setti, og vita hvað stiptamtmaður sjálfur segði, um málið. Sje þetta rjett tilgáta, sem vjer þykjumst liafa mikið fvrir oss að svo sje, verður það aptur ofur skiljanlegt, að skýrsia stiptamtsins í sumar hefur máske haft meiri þýðingu hjá stjórninni, en rnargir hefðu óskað; en hverjum er það þá að kenna? Stjórninni og alþingi. svörum vjer. J>á nnin nú heldur ekki byrjunin á 3. at- riðinu1 hafa bætt úr skákinni. |>að var allt eius og þing- inu væri alveg ómissandi þessi alkunnu orð, sem alltaf hafa látið svo illa í eyrum stjórnarinnar, að prungoa idáða- sviðið, og að engar tillögur af þess hálfu væru að nokkru nýtar, nema þau væru með, og má lesa býsna kynlegar umræðurum þessi orð, í ályktarumræðunni í kláðamálinu2. Vjer þorum nú að fullyrða, að orð og spá framsögumanns í fjárkláðamálinu um atriðin 1—3 í bænarskrá þingsins til konungs hafi því miður rætzt allt of vel og að þau, í sambandi við þær umræður sem út úr þeim spunUust3, hafi eptír kringumstæðunum einmitt stutt að því, að árang- urinn af tillögum alþingis 1861 um fjárklúðamálið, er enn sem komiðeralls enginn uema kostnaðurinn fyrir þá, sem greiða alþingistollinn. En ekki veldur sá, sem varir, þó ver fari. En hvað um gildir, þó þinginu hafi skjátlazt í því, að fara sem liðlegast veröa mátti að stjórninni, og jafnvel hafi villt fyrir henni sjónir, eins og nú var bent á, þá getur þó engum dottið í hug, að hún ætti þar fyrir að leggja árar í bát, og allra sízt að hún ælti að hafna þeim til- lögum þingsins, sem voru ómótmælanlega rjettar og ein- mitt boettu úr því, sem hana sjálfa haföi áskort í þessu máli, að undanförnu, og vjer munum bráðum um geta. Eptir því sem nú er sagt um fjárkláðamálið og allir að öðru leyti ofur vel vita, nnin óhætt að fullyrða: 1. Að kláðinn er óupprœttur og geigvænlegur hingað og þangað um Kjósar- og Gullbringusýslu4. 2. Að þeipi, sem á kláðasvæðinu búa, er nauðugur einn kostur að eiga ekkert fje, eða þá kláðugt, því lækni menn kemur kláðinn að vor'um sjónum aptur úr ann- ara fje, sje hið veika fje skorib, og annað heilbrigt koini í staðinn, fer á sömu leið. 3. Að þeir, sem fyrir utan kláðasvæðið búa, mega sífelt búast við, að íje þeirra fái kláðann og á ný ef það er læknað fje. 4. Að stjórnin er nú hjer um bil í 2 ár búin að horfa á þennan sorgarleik þvert á móti ítrekiiðum, já marg- itrckuðum tillögum og ráðum þeirrar nefndar, sein hún setti sjálf eður ljet setja í rnálið, og þrátt fyr- ir bœnir og andvörp alþingis og beztu manna á íslandi, um það, að láta ekki þenna vogest kláð- ann, lengur eyðileggja hinn helzta bjargræðisstofn vorn Islendinga. o. Að þó vjer fúslega játum, að stiptamtið liafi haft vak- andi auga og athygli á fjárkláðanum eptir því sem föng voru á og gjarnan viljað gjöra allt hið bezta í þessu máli, þá hafi samt lítið sem ekkert, ef ekki minna heldur en ekki neitt, áunnizt, hvorki i þvi, að eyða og útrýma kláðanum fyrir alvöru með lækningum, nje heldur í því, að losa almenning á íslandi við þann ótta sem honum stendr af útbreiðslu hans jafnvel um allt Island, og það af þeirri ofur einföldu og skiljanlegu 1) Sjá sómii bla. og fyrr. 2) Sjá einkum bls. 3) Sauiaiiber t. a. m. rœíiu fulltrúa Dalasýslu bls. 1750, og rceibu konungsfulltrúa bis. 1742. 4) Sjerhver klábabúia er geigvœnleg. ástœðu, að stiptamtmanninn hefur bæði vantað vald og fje til að framlýlgja síniim vel meintu ráðstöfunum, seny því hafa dáið, jeg held nær því allar með tölu jafnskjótt sem þær hafa fœðst á pappírnum! Vjer ætluin því, að það sje ekkert ófyrirsynju orð, þó vjer segjum að stjórnin muni mega byrja á nýjan, já spánýjan leik. Yjer segjiim spánýjan leik, því ekki mundi það einhlýtt, þó jafn miklum kostnaði væri nú enn á ný varið á sama hátt og áöur var. þetta sýnist nú vera ofurhægt fyrir stjórnina, því al- þingi benti henni á þaö aðaiatriði, sem öll meðferð þessa máls átti auðsjáanlega frá öndverðti að byggjast á, það voru skýr og skorinorð lög sem náðu yfir alla, yfirvöld og undirgefna, og sem væru þannig löguð, að hinar ó- líku stefnur, sem fram hafa komið í málinu, frá hálfu stjórnarinnar og landsmanna, kæmust báðar í baráttu við lcláðann en ekki í bága hvor við aðra, og styddu jöfnum höndum að hinu sama, sem bæði stjórnin og landsmenn eiginlega vildu og hlutu að vilja, algjörlegri útrýming kláð- ans á stuttum tíma á öllu þvl svæði sem haun var á. Vjer leyfum oss hjer að vísa til álits nefndarinnar í fjár- kláðamálinu á alþiugi 1861, bls. 1538, til rœðu framsögu- manns t. a. m. bls. 1542 og sjálfs konungsfiilltr. bls. 1545. Ilver sem les frumvarp alþingis 1861 sjá (alþingis- tíðindin bls. 1812—1813) um þetta efni, getur víst ekki annað sagt, en að það miðli svo málum milli lækninga og niðurskurðar, sem frekast er unnt, ef menn eiga ekki hreint og beint að gjöra þetta mál að slíkti kappsmáli, sem hvorki getur borið stjórninni nje íslendingum heilla- ríkan ávöxt, og allra sízt getur orðið nú eður síðar meir til neins álits eður sœmdar auka fyrir hana eður þá, enda hafa þeir nú og sjálfir á lögmætu þjóðþingi sínu beðið stjórnina allraþegnsamlegast um að veita reglu og miðlun í málinu, sein óbrjáluð skynsemi, sanngirni, og rjettvís stjórnarhyggindi frekast geta óskað og af þeim heimtað, því endalaust kláðalceltningakák vonum vjer að Islending- ar láti aldrei við gangast. En hvað um þetta þá höfum vjer nú samt sem áður, eptir meira en heillt ár ekki fengiö þessi lög, og það þó allfjölmennur þingvallafundur í sumar er var, ítrekaði þessa bæn alþingis1. Gæti maður að því, að kláðamálið, eins og allir liljóta að geta sjeð, er alis ekki þesskonar mál, sem stjórnað verður með umboðslegu valdi og reglum eingöngu, nema því að eins að hinn einstaki fallist á skipanir yörvaldsins, rifji svo upp fyrir sjer þenna litla á- greining milli bænda og valdsmanna í þessu máli, og beri síðan saman frumvarp alþingis 1861 og hin splunkurnýju lög í Danmörku 29. des. 1857 (sjá og ástæðu fyrir l'rurn- varpi þingsins bls. 1813—1814), gjöri maður allt þetta rækilega, þykir oss þess öli von, að honum verði hið sama á og oss, að liann verði alveg í vandræðum með að gjöra sjer það á nokkurn hátt skiljanlegt, hversvegna oss ís- lendingum ekki hefur verið gjört það til geðs, að gefa þessu frumvarpi alþingis lagagildi: því hvað sem öðru líður, mun kláðamálið, eður rjettara algjörð útrýming kláðans aldrei vinnast frá stjórnarinnar hálfu nema með nýjum lögum, og verðum vjer alveg að efast um, að þau geti gengið nær stefnu stjórnarinnar, en þetta frumvarp alþingis gjörir. í aunan stað þykir oss það næsta miklum undrun sæta, að alþingi, sem þrisvar sinnum er búið að hafamál þetta til meðferðar hvað ofan í annað, og einlægt hefur heldur nálgazt skoðun stjórnarinnar á því, þangað tii það 1) Vjer vertum at> ó'&ru leyti, aí> álíta þab mjög úheppilegt, at> þessi þingvallafundur skyldi ekki, bva?) klá&amálií) snertir, láta sjer alveg nœgja þessa bœn til stjúrnarinnar byggba á áreibauleguin (aut- euthiskj skýrslum um þaí>, hve útbreiddur og megu klábinu þá vfan.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.