Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 6

Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 6
134 því bæði eru orð þau, sem hann fer um þetta mál, held- ur illgirnislega valin, og svo hefur hann þagað með þess- ar aðfinningar sínar í 11 ár, en kemur með þær nú, þeg- ar skólameistarinn, herra B. Johnsson, er veikur, og hann því, eptir eðli sjúkdóms síns, sízt þolir aðköst og ama, og sýnir þetta einhvers konar ódrenglyndi. Grein »j>jóðólfs» byrjar á því, að gjöra upp leiði spámannanna, eins og slíkum köppum er títt, og hœla kennurum Bessastaða-skóla, þeim hinum ágætu mönnum, sem vissulega eru hafðir upp yfir lof og last »j>jóðólfs»; en viti menn! þeir voru tímarnir, að sumir þeirra ekki voru hafðir upp til skýjanna, og þótt allt annað og ýmislegt sje nú látið liggja í þagnargildi, þá muna allir eptir því, hvílíkur heiður og virðing Dr. Sv. sál. Egilssyni var sýnd árið 1849 —50. Og þegar svo var farið með hann, þá rnunu kennarar þeir, sem nú eru, ekki taka sjer það nærri, þótt »j>jóð- óifur» drótti að þeim, að þeir muni h'tt fœrir, að semja nokkra þá ritgjörð, er takandi væri í boðsrit skólans; þeir eru það sem þeir eru, hvað sem »j>jóðólfur» segir um þá, og munu ekki láta slíkt á sjer festa, en hann ábyrgist sín orð og afleiðingar þær, er þau og önnur slík kynnu að geta haft fyrir skólann hjá landsmönnum, sem ekkert þekkja til, og fara eptir því, sem þeir heyra eða lesa, einkum sje það á prenti. Að rita boðsrit er engan veg- inn gjört kennurum að skyldu á síðari tímum, og getur hver maður getið nærri, sem einhver sanngirni og eitt- hvað skynsamlegt býr í og ekki ber allt blákalt fram, eins °S l>jóðólfi er títt, að það er ekki láandi kennurum hjer, sem liafa meiri störfum að gegna, en voru á Bessastöð- um, 0g sumir eiga við þröng kjör að búa (ekki getaþeir ávísað sjer 3 rd. um dag hvern á meðanl), þótt þeir ekki ótilkvaddir fari að verja tómstundum sínum til að semja boðsrit, sem þá að líkindum að eins mundu baka þeim nýjar aðfinningar og deilur, þótt viðunanlega tœkjust, að minnsta kosti geta menn ekki gjört sjer betri vonir, þar sem »þjóðólfur« á hlut að, væri það ekki eptir hans höfði; og það mun mega fullyrða, að kennarar Reykjavíkurskóla munu hjer eptir ekki verða fúsari til, að fást við boðsrit fyrir slíþar áskoranir og þessar eru. j>að lítur út, eins og »j>j)oðólfur« ætli, að þeir, sem rœða og rita mest, það sjeu mestu mennirnir; verði honum að góðu! En ekki fyrirþað, það hafa verið ritgjörðir meðþremur skólaskýrsl- um frá Reykjavíkurskóla, 2 eptir rektor og 1 eptir kenn- ara Jón j>orkelsson í fyrra um íslenzku; mun um þær mega segja með sanni, að þær ekki hafl verið skólanum til neins vansa; en það er hvorttveggja, að »j>jóðólfur« liefur hvorki lofað þær nje lastað, enda hafa og þeir kenn- arar, sem ritað hafa bœkur, ekki átt miklu lofi að fagna hjá honum fyrir þær, og væru þeir illa farnir, ef þeir ættu að láta sjer nœgja dóm »j>jóðólfs« eins og hans þjónustuanda. j>á kemur því næst orrahríð út af því, að þessar skólaskýrslur komi svo »óskiljanlega eptir tímanum, eðr cptir dúk og disk«. j>aðvarnú hreinn óþaríi fyrir »þjóð- ólf«, að hreifa þessu máli nú; því að rektor Bjarni hefur hæði sjálfur játað það, að þær kœmu nokkuð seint, og gjört grein fyrir, hverjar ástœður væru tilþess; sjá skóla- skýrsluna 18C0—61, hls. 2; enda sagt, að hann ætli sjer, að láta þær koma út fyr framvegis. þegar nú svona ligg- ur í þessu máli, þá mundi víst hafa nœgt, að láta hœg- ar; en þar sem rektor hjet þessu í fyrra, en skýrslan kom þó eigi í sumar þegar eptir vorprófið, þá veit á- hyrgðarmaður »þjóðólfs« það víst fyllilega, að rektor var veikur í allt sumar, og eigi fœr um, að snúast við nein- um störfum, og fór af landi burt í ágústmánuði; allt fyr- ir það var þó þessi skýrsla fullprentuð í októbermánuði, og því talsvert fyr en áður; enda er eigi áhugí lands- manna svo mikill á skólanum, sem »þjóðólfur« einatt læt- ur, ef skýrslurnar verða með öllu þýðingarlausar fvrirþað, þótt þær komi eigi út fyr en á haustin. þá fer »þjóðólfur» að þjösnast yfir því, að dönsk út- legging skuli vera með þessum skólaskýrslum; sýnir sú klausa líka fáfrœði »þjóðólfs« og skeytingarleysi um það, sem satt er í þessu efni; því að það hefði mátt búast við því af hverjum einum, sem ritað hefði um þetta mál, nema það skyldi vera áhyrgðarmanni »þjóðólfs«, að hann hefði kynnt rjer reglugjörðir skólans, og var það víst eigi ofætlun fyrir liann að vita, að reglugjörð var samin handa skólanum 1846, er hann var fluttur til Reykjavíkur, ogað reglugjörð sú er prentuð í Reykjavíkurpóstinum 1. ári, hls. 9, 25, 41, 56; þar erí 9. gr. (Rvíkp. bls. 27) kveðið svo að orði: „slcal það (boðsritið) samið vera á íslenzku, en fylgja dönsk útlegging (med vedföiet dansk Overscel- telse)“. Er þetta ekki skýrtboð? eða skilur ekki ábyrgðar- maður »þjóðólfs,» eða vill hann ekki skilja þessi lagaorð, lögfrœðingurinn 1? eða er það lastvert, þótt embættismenn fylgi því, sem fyrir þá er lagt af hendi stjórnarinnar? Ætli ábyrgðarmaðurinn verði ekki miklu fremur að athlœgi fyrir slíkar greinir og aðrar eins? Menn vilja reyndar ekki geta neins til um það, hversu löndum vorum er annl um, livað rjett er, eða hvort þeirlátasjer á sarna slanda, hversu menntastofnunum þeirra er hniörað og þeim, sem að þeim standa, að ófyrirsynju, en hitt þykjumst vjer geta sagt með sanni, að þeir láta það eigi ásannast í verkinu, ef þeir taka slíkum greinum með þökkum. þar sem vitn- isburðir skólapilta eru ritaðir á dönsku, þá kann svo að vera, að það fari betur að þeir væru á íslenzku; en víst er um það, að skólinn getur verið fullgóður fyrir það, þótt þeir sjeu á dönsku; enda stóð það ekki Bessastaðaskóla fyrir, sem »þjóðólfur« telur gullöld skóla vors, þótt svo væri {{jört þar. í annan stað má víst fullyrða, að þeir, sem ekki skilja, hvað þetta danska: ug., mg., g., o. s. frv., þýðir, að þeir hinir sömu fari jafnnær frá íslenzku orðunum: ág., dáv., v., Iakl., illa, afarilla; þvi að þessi orð eru þó að eins útleggingar-tilraunir hinna dönsku ein- kunna, en ekki sprottin úr íslenzkunni í fyrstu; því að ekki er kunnugt, að á íslenzku hafi enn verið greind stig i þekkingu með innlendum óútlögðum orðatiltœkjum allt til þessa. Auk þessa eru margir óánœgðir með útlegg- ingu þessa, og þykir einkum hinar þrjár lægstu einkunnir óheppilega orðaðar. Spyrji »þjóðóifur« almúgamanninn, sem hjelt skólaskýrsluna vera rímur, hvað þessar íslenzku ein- kunnir eigi að tákna, ætli hann verði getspakari þar? En hvað hefur »þjóðólfur« verið að hugsa nú svo mörg ár, að koma ekki fyr fram og œskja breytingar á þessu, og segja mönnum, hvað geðjast betur, nei, en nú kemur hann aptur á móti, og altjend sjálfum sjer líkur. þá koma enn allmiklar ávítur fyrir prentvillur og ó- nákvæmni í skýrslunni þeirri í haust, og er tekið til dœm- is þar sem sagt er á 18. bls.: »auk þessa yflr fór rektor með öllum bekknum BA í sameiningu: Titus, Nero og Cæsar 1 —15 eptir Sve- tonius«. en á 19. bls. er þetta þannig útlagt: »Desuden gennemgaaet af Rektor med 3. Klasse AB i Forening af Svetonius: Titus, Nero og 15 Kap. af Cœsar«, í bverju er þá ósambljóðunin fólgin í þessum orð- um? Vjer finnum hana eigi? »þjóðólfur« skyldi þó ekki hafa fundið hana af því, að hann kann livorki íslenzku nje dunsku? eða er ósamhljóðunin sprottin af því í buga ábyrgðarmanns »þjóðólfs«, að hann er svo ófróður, eins

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.