Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 3

Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 3
131 (allt í öllu) eptir sem áður, og nefndin fjekk þegar til kastanna kom, engu til leiðar komið nema því einu, að fá ástœðulausar snuprur og ákúrur bæði frá stjóruinni og íslendingum, enda leið ekki á löngu, áður enn einn nefnd- armanna beiddi stjórnina vel að lifa, og þann kost kusu allir nefndarmenn skömmu seinna. í sambandi við þetta viljum vjer samt geta þess, að þessi svo kallaða kláða- nefnd í Reykjavík fjekk mestar og beztar ákúrurnar hjá stjórninni fyrir það, að hún ljet það afdráttarlaust í Ijósi, að lækningarnar, eður algjörð útrýming kláðans með þeim mundi aldrei vinnast, nema með einfaldari, vafningslausri og eindreginni stjórn á kláðamálinu, jafnframt og bún dróg alls ekkert úr því, að sú stjórn, sem þá var á mál- inn eigi hefði þessa kosti til að bera. það vita og allir að það var einmitt sú uppástunga þessarar nefndar, að sjálfir helztu og beztu bœndur í sveitunum sæji um lækn- ingarnar, mót sanngjarnri borgun, sem miklum mun heppn- ast betur, en þessi ímyndaða starfsemi dýralæknanna, sem hvergi sást nema á pappírnum! |>að liggur og í augum uppi að þessi kláðanefnd, þó Islendingar köstuðu á liana þungum steini mundi, eptir því sem nú sögðum vjer, og vjer vitum með vissu að ekki er ýkt, ekki hafa haldið fram árangurslausitm lœliningum til tengdar, þar sem hún ofurvel vissi, að það eiginlega var algjörð útrýming kláðans, sem átti að vera ætlunarverk hennar, með hverju helzt móti, sem bezt gegndi eptir kringumstœðunum, en stjórnin veitti henni aldrei það atkvæði í málinu, að hún gæti sýnt það, að skoðun hennar á kláðanum var miklum mun alþýðlegri en menn hjeldu. þegar þess er nú enn framar gætt, að engar almennar ráðstafanir frá stjórninni hafa verið birtar almenningi, eptir að þessi geypimikla íjárkláðahríð datt í dúna logn eptir svo sem liðugt ár, virðist það auðsætt, að stjórnin hefur ætlast til að stipt- amtmaðurinn ræki endahnútinn á kláðalækningarnar sem hún sjálf fjekk engan endaámeð öllu sínu valdi og nœgu fje, án þess hún hefði við að styðjast annað en hið vana- lega embættisvald sitt eður nokkurt fje sem nefnandi væri. Reyndin er nú ólýgnust um það, hvort þettavarekki nokkuð vanhugsað frá stjörnarinnar hálfu. það er óhætt að fullyrða, að stiptamtmaður hefur litlu sem engu getað áorkað í því að eyða kláðanum eptir að hann tók aptur við stjórn málsins, eins og raunin varð á byrjun kláðans. Samt sem áður lítur svo út, eins og stjórnin enn þann dag í dag, láti hann einan á vígvellinum, og samt sem áður beinast menn jafnvel í blöðum að stiptamtmanni, með óvægilegum orðum og þungum brigslum fyrir það, hvað honum verði lítið ágengt, og allt gangi öfugt og apturábak í málinu. Sá sem vel þekkir til þess, hvernig sambandið hefur verið millnm stiptamtmannsins á Islandi og stjórnarinnar í Danmörku frá öndverðu, getur þó ekki, ef hann sjálfur vill vera rjettsýnn og samvizkusamur mað- ur í dónnim sínum, álasað stiptamtmanninnm svo mjög fyrirþað, þó hann i skýrslum sínum til stjórnarinnar haldi því einkum fram, sem vera má honum og sjálfri stjórn- inni tii afsökunar, allrasízt þegar eins stendur á og hjer er, að hlutaðeigendur1 geta á lögmætan hátt sýnt og sann- að stjórninni ásigkomulagið frá öðru sjónarmiði3. |>að er gamalt og góður málshúttur, að sú stjórn sjái bezt sem heyri bezt. það er að skilja sjái og skynji bezt allar þarfir og skynsamlegar óskir almennings og veiti þeim áhevrn, Og það mætli þá virðast svo, sem það hefði ekki borast i eyrun ú stjórninni, að kláðinn er hjer enn þá til og að skaðinn, þar sem liann er, sje óbærilegur, og qeÍQurinn og óttinn af honum, þar sem hann væri, sje 1) Meb þessu orli evu túkuaíiir íslevulingar jiir iiíiful. 2) N^fnilegu alþingi. orðinn hreint óþolandi. þessu tvennu varlýst mótmæla- laust yfir á alpingi seinast, þó það væri með öðrum orð- um, sjá ræðu framsögumanns í málinu, sem hefur verið talinn lækningamaður, og er það líka (en vel að merkja með því skilyrði, að lækningunum sje fram fylgt alstaðar undir eins svo öfluglega, að hann sje allæknaður á stutt- um tíma, eður með öðrum orðum, svo framarlega sem sjeð verður fram á það, að lækningarnar hafi minni skaða í för með sjer en niðurskurðurinn, eptir því sem á stend- ur þar og hjer), og jeg held, að það megi lesa það á milli línanna í ræðum allra þingmanna, sem um það mál töluðu, og jafnvel sjálfs konungsfulltrúa. Annað mál var það, að tvískiptar voru meiningar manna á þinginu um það, hvað víða kláðinn væri, en eins og sjálfur konungsfulltrúinn játaði, að hann þó væri á stöku stað, þannig benti framsögumaður Ijóslega á það, að menn gætu ekki sagt um það, livar kláðinn væri og hvar hann ekki væri með neinni áreiðanlegri vissu. því næst kom nú þingvallafundurinn í sumar, erleið, og þó hann eptir eðli sínu, ekki hafi neitt löglieimilað atkvæði í þessu nje öðrum málum, þá var hann sannar- lega fullnóg sönnun fyrir stjórnina um það, að kláðinn væri, eins og hann líka var, allvíða enn þá óupprættur. Taki maður nú skýrslu þá, sem stiptamtmaðurinn gaf um málið, sjer maður fljótt, að hún inniheldur í rauninni nær- hæfis hið sama, sem konungsfulltrúinn Ijet í ljósi í fyrra á þinginu, að kláðinn væri mjög óvíða en þó sumstaðar, og væri ekki hœttulegur. Nú var, eins og allir vita, stipt- amtmaður vor konungsfulltrúi á alþíngi 1861, og liggur það því í augum uppi, að skýrsla hans í sumar er leið við hliðina á bænarskrá þingvallafundarins er engin, já minna en engin afsökun fyrir stjórnina, að láta málið standa svona aðgjörðarlaust og gefa alls engan gaum ítrekuðum bænum íslendinga í slíku velferðarmáli sem þessu. Áhinn bóginn bíður það og varla svörum, að vjer getum vonast af stiptamtmanni, að hann leiði nokkurn tíma mál þetta til lykta, sem amtmaður eingöngu, eins og vjer því álítum það með öllu óviðurkvæmilegt, að kasta á hann þungum steini fyrir það, sem stjórnin sjálf bersýnilega hefur tekið upp á sig að framkvæma með alveg ónógum meðulum, og óhönduglegri aðferð. En um leið og vjer þannig þykjumst mega lá stjórn- inni, að hún í svo langan tíma hefur látið lenda við það, sem stiptamtmaðurinn hefur svona styrktarlaus og upp á sitt eindæmi getað aðgjört í málinu, getum vjer ekki leilt það hjá oss, að geta þess, að það eptir vorri ætlun var mjög svo ófyrirsynju og óviturlegt er alþingi 1861 beiddi konung vorn allraþegnsamlegast um það, að stipamtmað- urinn fengi sjerstaklegt vald til þess, að framfylgja þeim bráðabirgðarráðstöfunum sem þingið samþykti og sendi honum 27. júlí s. á, og lesa má í aiþingistíðindunum bls. 728.1, en hann þóttist ekki hafa vald til að framkvæma, því eins og slíkur konungúrskurður sem hjer var farið fram á og sem átti að ná að eins yfir lítinn hluta lands- ins, og eitt einstakt meðal einungis í vissa stefnu, hefði verið ærið óvanalegur og andstæðilegur rjettum og vana- legum grundvallarreglum fyrir löggjöf um slík mál, sem snerta allt landið, og hafa hin margbreyttustu og veruleg- ustu áhrif á eignarrjettindi manna, þannig uggir oss, að stjórnin hafi, sem eins og búast má við2 skilið þessa bæn þingsins þannig, að það, eins og út lítur fyrir að einlægt hafi verið skoðun stjórnarinnar sjálfrar, áliti að þetta mál, væri sjerstaklegs og eiginlegs umboðslegs 1) Sjá 1, nitnjrlagsatrf&i í bæaarskránni í fjárklábamálinu alþ.tít), 1861, bls. 1S12 efst. 2) Sjá einnig 2. nfturlagsatriíÆ á sómu bls.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.