Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 7

Íslendingur - 28.01.1863, Blaðsíða 7
135 og sumir hafa gizkað á, að hann veit eigi, að hinn róm- verski rithöfundur Svetonius hefur ritað æfi Juliusar Cæ- sars, og að það er þessi æfisaga Cœsars, er rektor las með lærisveinum í 3. bekk, en ekkert af ritum Cœsars sjálfs, eins og sumir ætla hann hafi ímyndað sjer; en ef »hitt ótalmargt fleira, bæði í íslenzku og dönsku, er ber vott um ónákvæmni og hirðuleysi«, sem vjer eigi getum fundið, er eins á sig komið og þessi villan, þá virðist svo, sem höfundurinn hefði betur látið óritaðan þennan aðfinningakafia. Eins er það, að það er mönnum ó- kunnugt, að breyting hafi orðið á kennslubókum og lestr- arbókum hið síðasta skóla-ár frá þvi árinu á undan, nema ef höfundurinn á við það, að annað var lesið í íslenzku í fyrra, heldur en árið áður; en það er hvorttveggja, að í ísienzku hafa aldrei verið neinar ákveðnar kennslubœkur nje lestrarbœkur, og éngin ákvörðun um það, hvað eða liversu mikið eigi að lesa í íslenzku, enda hefur það allt af við gengizt, síðan skólinn var fiuttur hingað til lleykja- víkur, að sín bókin hefur verið lesin hvert árið og sín í hverjum bekk, eins og skólaskýrslurnar sýna; hafa verið teknar til þess íslenzkar fornsögur, sem fáanlegar hafa verið, helzt hinar smærri þeirra, er fornritafjelagið í Ivaup- mannahöfn hefur gefið út, og svo Njála og Egilssaga; en í 4. bekk hefur ávallt verið lesin Snorra-Edda. |>að get- ur heldur ekki taiizt talsverð breyting, þótt málfrœði H. Ivr. Friðrikssonar, sem bókmenntafjelagið gaf út í fyrra, væri í tveimur neðstu bekkjunum lögð til grundvallar fyrir kennslunni í málmyndalýsingu íslenzkunnar, þar sem áður var notuð sú málmyndalýsing, er sami maður gaf út 1846. f>ar sem liöfundurinn segir, að lestrartaflan á bls. 8 ag 9 sje ógreinileg og skökk, þá kann það að vera, að rektor hafi yfirsjezt í tilhögun hennar, en það er þá sök- um þess, að honum hefur ekki dottið í hug, að neinn sá mundi lesa skólaskýrsluna, sem væri eins skilningslaus og höfundur þjóðólfsgreinarinnar; því hver maður með heilli skynsemi, eins og að orði er kveðið, hlýtur að skilja, að »summur« þær, sem höfundurinn segir að eigi að koma alveg heim, eiga ekki að vera jafnstórar, því að það skilja allir, að kennslustundirnar samanlagðar á viku hverri, sem aptast standa, er tala þeirra stunda, sem kennarar hafa samtals, og hefði höfundurinn litið á 10. og 12. bls., þá hefði hann líklega sjeð það. En taflau á 8. og 9. bls. ber það sjálf með sjer, að í sumu njóta tveir og í sumu þrír bekkir tiisagnar saman; en það sjer hver heilvita maður, að tímafjöldinn fyrir hvern bekk verðnr hinn sami, hvort sem hann nýtur tilsagnarninar í sameiningu við ein- hvern annan bekk eða einn sjer; þannig fá lærisveinar í 3. bekk A kennslu í trúarfrœði 2 stundir í viku eins fyrir það, þótt þeir fái hana í sameiningu við 3. bekk B; en fyrir kennarann verður það ekki sama; því lesi kennari 2 stundir með báðum bekkjum í sameiningu, þá les hann ekki nema 2 stundir, en lesi hann 2 stundir í hvorum bekkn- um fyrir sig, þá kennir hann 4 stundir í báðum bekkjun- um til samans. Svo sem dœmi þess, að allt muni vera til tínt í þess- ari þjóðólfsgrein, sem lýta mætti skýrsluna, og jafnframt upp á viðleitni höfundarins, að lasta, má vissulega taka það tvennt, er hann segir að skakkt muni vera: 1. það er sagt er, að bókasafni lærisveina hafi engar bœkur bœtzt hið síðasta skóla-ár, eða frá því hin síðasta skýrsla kom út- því það er rjett, eptir sögn þeirra pilta, er þá höfðu umsjón bókasafnsins á hendi, og munu þeir bezt hafa vitað það. 2. það er »þjóðólfur« segir, að röðin á skóla- sveinum sje skökk í 2.bekk og 3. bekk A, eptir því sem hún varð eplir aðalprófið í júnímán. 1861, þá er það í fyrsta lagi, að ekkertí skvrslunni gefur það í skyn, aðpiltar sjeutaldir upp í ákveðinni röð í hverjum bekk fyrirsig, því það stendur: »og var þeim skipt niður ábekkina þannig«, og því næst er það, að röð þeirra breytist á hverjum mánuði, og getur því engiu ein mánaðarröð gilt fyrir allt skólaárið; það má því á sama standa, eptir hverri röðinni þeir eru taldir upp, enda muuu þeir sjaldnast hafa verið taldir upp eptir röðinni við vorprófið. þar sem höfund. fer að gjöra sig digran yflr því, hversu bæði íslenzka og danska á skýrslunni sje klasturs- leg og tekur til dœmis greinina á 6. bls. um herra yfir- kennara Björn Gunnlaugsson, þá ætla menn, að bæði ís- lenzka og danska á grein þessari sje viðunanleg, og að íslenzkan sje engu verri, heldur en við gengst yfir liöfuð að tala í þeim bókum, sem samdar hafa vérið á síðari tímum, og hvað sem því líður, þá "er íslenzka þessi betri en víða á »þjóðólfi«, og það er í sannleika athloégisvert, að ábyrgðarmaður »þjóðólfs« skuli vera að finnaað íslenzkú, sem aldrei hefur kunnað og aldrei mun læra að rita það mál, svo íslenzka megi heita, því að allt, sem hann ritar á íslenzku, er það klastur, að víða verður varla skilið. Vjer látum nú prenta hjer greinina um yfirkennara Björn Gunnlaugsson í skólaskýrslunni og aðra grein úr alþingis- tíðindunum 1855, bls. 918, eptir ábyrgðarmann »þjóðólfs« sjálfan, og það úr álitsskjali til konungsins, sem hann sjálfsagt liefur vandað sig á, og biðjum hvern þann, sem nokkurt vit hefur á íslenzku, að bera saman greinarnar, og gæta að, hver klasturslegri er eða óíslenzkulegri. Grein- in í skólaskýrslunni er svo: »Á kennendum skólans hefur þetta skólaár orðið sú »breyting, að yfirkennari Björn Gunnlaugsson, fjekk »samkvæmt beiðni sinni allramildilegast lausn frá em- »bættinu með konungsúrskurði dagsettum 10. d. febrú- »arm. 1862 frá 1. d. aprílm. í vor, en gegndi þó em- »bættinu til skólaársins enda; hafði hann þá þjónað við ■ skólann í 40 ár, fyrst við Bessastaðaskóla frá 1822— »1846, og síðan við þennan skóla frá 1846 —1862. »Með þessum manni kveður þá skólann sá síðastibinna »merku kennara, er áður voru við Bessastaðaskóla, og »hverra lof að verðugleikum er í almanna-rómi; gjör- »ist því síður þörf á, að ljúka hjer lofsorði á herra »yfirkennara Björn Gunnlaugsson, sem hann bæði hjer »á landi og erlendis er svo nafnkunnur orðinn sem »stakur lærdómsmaður í sinni grein, og sem hann auk »þess er öllum bæði utan skóla og innan svo kunnur »að svo miklu ágæti, virðugleik persónunnar, ljúfmennsku »og allri góðfýsi, með hverju hann hefur prýtt skólann »og verið heiður hans um langan aldur«. I r alþingistíðindunum er greinin svona : »þinginu bæði var og varð það enn fremur ljóst með »því að yfirfara afgjaldaskýrslurnar tíl alþingistollsins, »að gjaldgreiðslan á einu og sama ákveðnu álnatali »eða vættatali jarða - afgjaldanna er með tilliti til verð- »hæðarinnar í daiatali ekki að eins töluvert mismun- »andi og ólik lijer og hvar um landið, eptir því sem »nákvæmar voru fœrð rök fyrir í álitsskjali nefndarinn- »ar til þingsins, svo og, að þessi vægari gjaldgreiðsla »á sjer stað í meginhlutanum í einstöku sýslum, t. a. »m. í Snæfellsnessýslu, þar sem mikill hluti Arnarstapa »og Skógarstrandar umboðsjarða er, og í Vestur-Skapta- »fellssýslu, þarsem mestur liluti fasteignanna eru klaust- »rajarðir, heldur þekldr þingið einnig svo vel til hins »algenga leigumála í hinum ýmsu sýslum landsins, að »það hefur treyst sjer til að benda á einstöku sýslur, »þar sem jarðaafgjöldin, í samanburöi við fjenaðarfratn- nfœrslu og önnur jarðagœði, eru töluvert laégri en í »öðrum bjeruðum«.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.