Íslendingur - 09.02.1863, Side 6

Íslendingur - 09.02.1863, Side 6
142 sœkjandinn síðar, með frambaldsstefnu í sökinni, dags. 9. júlí þ. á., kraflzt til vara fyrst og fremst, að sœkjandan- um eða hans umboðsmanni verði veittur synjunareiður fyrir að hafa veitt móttöku nokkru af liinni innstefndu upphæð, samt loks til vara, að honum verði tildœmd skuld þessi gegn þvi, að hann fyrst hevi ómerkingar- eða mor- tiflcationsdóm á hinu umgetna skuldabrjefi með aðalupp- hæð 909 rd. 88 sk., af hverri 150rd. sje borgaðir. Svo hefur og sœkjandinn krafizt endurgjalds á málskostnaði frá hinum stefndu skaðlaust. Aptur á móti hafa hinir stefndu við hið fyrsta tilsvar þeirra í sökinni kraflzt frífinningar fyrir rjettarkröfum sœkj- andans og á síðara rjettardegi í sök þessari krafizt, að sökinni væri frá vísað, þar eð sœkjandinn ei hafi fram- lagt hið ofantjeða skuldabrjef, enn fremur hafa þeir og krafizt málskostnaðar af sœkjanda. Rjettarkrafa hinna stefndu, um að sök þessari verði frávísað, getur eigi tekizt til greina, þar eð þeir í byrjun á rekstri máls þessa hjer við rjettínn hafa krafizt frífinn- ingar, og ber enn fremur að athuga, að þessi rjettarkrafa þeirra á rjettardegi í sökinni þar á eptir ekki er byggð á öðrum ástœðum en þeim, er voru fyrir hendi við fyrstá tilsvar þeirra, enda ber og, þarsemhið umrædda skulda- brjef er nefnt í kæru soekandans til sáttanefndarinnar, gjörð sáttanefndarinnar í sökinni með sjer, að hún hefur vísað sökinni til lands laga og rjettar enda þótt hinir stefndu þá, þegar málið var síðast fyrir sáttanefndinni, hafi neitað sáttatilraun af því skuldabrjefið ei var fram lagt, og var kostur hinna stefndu því, eí þeir hefðu óskað sökinni frá vísað fyrir rjettinum, þess vegna að gjöra það við fyrstu vörn þeirra í sökinni, en ekki eptir að þeir höfðu rekið málið í aðalatriðum þess til frífinningardóms. Hvað þar næst málavöxtum við víkur, þá er á ýmsa vegu sannað og viðurkennt, að J. sál. Steingrímsson hafi staðið í talsverðum verzlunarviðskiptum við sœkandann, út af hverjum hann varð sœkjandanum talsvert skuldugur, og fyrir hverri skuld með tilgreindum vitundarvottum J. sál. Steingrímsson haustið 1858 gaf út skuldabrjef, sem, eptir framburði fyrsta vitnis, er fært er í sök þessari, var yfir 900 rd. eptir framburði annars vitnis eitthvað í kring- um 8 eða 900 rd. og, eptir framburði þriðja vitnis 8 til 900 rd. Aðalupphæð hinnar innstefndu skuldar er gegn mót- mælum hinna stefndu ekki greinilegar sönnuð, því þó að sœkjandinn hafi í rjettinum framlagt reikning, er sýnir hvernig og með hverri upphæð hin umgetna skuld hafi stofnast og enn fremur framfærð sje af hendi stefnda kvitt- un, dags. 18 júní 1860, í hverri skuldaheimtumaðurinn til tekur dagsetningu skuldabrjefs þess, er út var gefið, og skulda upphæðina, þá er það ekki nema einhliða út- talan frá hendi sœkjandans, sem skuldaheimtumanns, er ei gegn mótmælum getur skuldbundið skuldunautana. Að vísu er í sök þessari fram komin einhverskonar játning frá J. sál. Steingrímssyni i brjefi til stórkaupmanns Gade, dags. 7. maíl860 um, að liann skuldi sœkandanum nokk- uð út af fyrverandi verzlunarviðskiptum, en þessi upphæð er ótiltekin að öðru leyti en því, að þar er lofað 400 rd. af borgun. Úr því að álítast má sannað, að upprunaleg upphæð hinnar innstefndu skuldar að meðtöldum þeini afborguðu 150 rd. hafi verið 8 til 900 rd. eða þar um bil, verður að athuga, eð einnig er sannað, að Jón sál. Steingríms- son haustið 1858, hefur fyrir slíkri skuld útgefið skulda- brjef staðfest af vitundarvottum, og að þess vegna sam- kvæmt tilsk. 9. febr. 1798 getur því að eins orðið spurs- mál um greiðslu skuldarinnar, að skuldabrjef það er út hefur verið gefið framkomi, og með kvittan, eptir að greiðsla hefur átt sjer stað, verði afhent skuldanautunum, hinum stefndu, sem eru, erfingjar J. sál. Steingrímssonar. Að skuldabrjef þetta nú ei er til getur ei gefið sœkjandanum eða hans umboðsmanni rjett til að sanna upphæð skuld- arinnar með eiði, svo að hann þar á eptir fái það, sem ávantar í greiðslu af allri skuldaupphæðinni, því úr þvíað skuldabrjefið er til þá hafa skuidunautarnir rjett til að fá skuldabrjefið afsalað gegn greiðslu þess og verða ei skild- aðir til að greiða upphæð skuldabrjefsins nema þessurn skilmála sje fullnœgt, en sœkandinn telur sem víst, að skuldabrjef það er hjer ræðir um sje glatað. Sœkandinn hefur því og til vara krafizt þess, að hon- um verði tildœmd hin innstefnda skuld með því skilyrði, að hann útvegi mortifications- eða ómerkingardóm skulda- brjefsins, sem komi í stað þess, að hann við greiðsluna á að afhenda skuidunautunum sjálft skuldabrjefið, og þar sem þetta er sá eini vegur sem til þess er, að afmá gildi skuldabrjefsins sem handskriptar, þá er þó þar við að at- huga, að gegn neitan hinna stefndu, eða, þar sem þeir ekki geta kannast við og því mótmæla skuldinni, er upp- hæð skuldabrjefs þess, er umræðir ekki, beinlínis upylýst með nákvæmri upphæð, að dagsetnjng þess er óliltekin eða ekki nœgilega sönnuð, þó að af því framkomna megi ráða, að það hafi verið út gefið af J. sál. Steingrímssyni haustið 1858, að í stuttu máli »tdentitet» eða einkenni og ásigkomulag skuldabrjefsins ekki er svo upplýst, að ó- merkingar, eða mortifications — dómur á því verði háður og skuidunautarnir trygðir fyrir eptirkröfum ef að hið um- rædda skuldabrjef öðruvísi orðað eða háttað, en til yrði tekið í ómerkingardómnum, eptir því sem nú er upplýst um tilveru skuldabrjefsins, kynni fram að koma. Rjetturinn getur því ekki fundið nœga ástæðu til þess að tildœma sœkjandanum hina innstefndu skuld 759 rd. 88sk.eða hluta hennar, heldur ber hina innstefndu að frí- finna fyrir rjettarkröfum sœkandans í sök þessari og hvað málskostnaði viðvíkur virðist eptir kringumstæðunum rjettast að hann falli niður. f>ví dœmist rjett að vera. IJinir stefndu, myndvgir erfingjar Jóns sál. Stein- grímssonar, Jakob Stejngrímsson, Ulafur Steingrímsson og Sigurðvr Steingrímsson allir til heimilis á Litlaseli, eiga fyrir rjettarlcröfum seehjandans i sölt þessari fríir að vera. Málskostnaður falli niður. JSanmalát Jón Arnason á Leyrá í Borgarfjarðarsýslu. Ilann fæddist að Kalmaunstungu 7. febr. 1797. Foreldrar hans voru Árni þorleifsson og Haldóra Kolbeinsdóttir prests að Miðdal í Árnessýslu, þess, er snjeri píningarsálmum Hall- gríms Pjeturssonar á latínu undir sömu lögum, sem eru við hina frumkveðnu. Jón missti ungur foreldra sína; byrjaði skólalærdóm hjá sjera Hirti Jónssyni á 'Gilsbakka ; komst í Bessastaðaskóla, og var þaðan útskrifaður með góðum vitn- isburði árið 1820. Sama ár kvongaðist liann og gekk að eiga Ilöllu Jónsdóttur prests frá Gilsbakka; reisti bú að Kalmannstungu og bjó þar þangað til hann fiutli að Leyrá 1839. Iíonu sína missti hann þar 24. jún. 1847 ; varð þeim 13 barna auðið og lifa 7 af þeim. Árið 1848 kvong- aðist hann í annaðsinni Ragnhildi Ólafsdóttur frá Lundum, með henni átti hann 7 börn og lifa 5. IJann var sátta- maður í Ilvítársíðuhreppi tvö síðustu árin sem hann bjó þar; hreppstjóri um 14 ár í Leyrár- og Melahreppi, og 8 sinnum' var hann settur til að gegna sýslumannsembætti. Árið 1854 sœmdi konungurhann heiðursmerki dannebrogs-

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.