Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 2
2
og hönd styrkir hönd. En umfram allt ósknm vjer þess,
að íslendingur geti orðið að nokkru liði, bent lands-
mönnum á rjelta stefnu í málefnum vorum, giætt og
örvað áhuga þeirra til allra framkvæmda, atorku og verk-
lægni, hvort heldur ræða er um bústjórn, hjeraðsstjórn
eða landstjórn.
í^járkláðinn.
J>eir sem sátu á alþingi seinast 1863, og þeir sem
með athygli hafa fylgt tillögum þess bæði gagnvart stjórn-
inni og Islendingum, — en það vonum vjer, að hver
nýtur maður á íslandi gjöri, bæði í þessu og öðrum
málefnum, svo framarlega sem hann eigi vill bera það
smánarlegasta ámæli Iífs og liðinn, að hann ei hirði um
framför fósturjarðar sinnar, — hafa vísl naumlega gjört,
eður jafnvel getað gjört ráð fyrir, að svo litið yrði á-
gengt og aðgjört til algjörlegrar útrýmingar fjárkláðan-
um, sem reynd er á orðin.
Aliir vita, að stjórnin lagði fyrir þingið fmmvarp
til laga um þetta mál, og að þingið fjellst á það í öll-
um aðalatriðum þess og sjer í lagi lækningastefnu þá,
er þar var eingöngu lögð til grundvallar, en bætti að
eins við nókkrum ákvörðnnum, sem vern öldungis 6-
missandi skilyrði fyrir því, að lækningnreglan yrði mögu-
leg eður hugsanleg hjer á landi í verkinu eður fram-
kvæmdinni, og þessi skilyrði eru, eins og allir sjá, það
tvennt, sem að vfsu er óaðgreinanlegt hvað frá öðru,
að hið sjúka og grunaSa fje sje að einu leytinu undir
strangri umsjón og aðhaldi, og að sjeð sje um á hinn
bóginn, að það nái eigi samgöngum við heiWrigt fje.
|>ví neitar nú víst enginn, að þessi tvö atriði sje sjálf-
sögð, enda er þeirra allsstaðar gætt um öll næm og hættu-
leg veikindi bæði á mönnum og skepnum um alla víða
veröld, þar sem lækningar eiga sjer stað, og á þessari
óumflýjanlegu skynsemiskröfu og grundvelli eru byggð
sjúkrahús, varúðar- eður heilbrigðisreglur, sóttvarnir og
ótal annað fleira. En það sem vjer hjer á þessum stað
vildum vekja atbygli á, er það, að þessi skilyrði fá sjer-
staklega þýðingu hvað fjárkláðalækningarnar snertir á
Islandi einmitt fyrir bið sjerstaklega ásighomulag lands-
ins, og því verður að leggja sjerstaklega áherzlu á það
í allri framkvæmd lækninganna, og þá einnig í þeim frum-
reglum, sem framkvæmdin hvílir á: lögunum. jþetta
sjerstaklega ásigkomulag er nú fólgið í því, sem allir
reyndar sjá og þreifa á, nœrfelt ótákmörkuðum sam-
göngum frá aldaöðli millum búsmala bœnda vorra.
f>að er grátlegt, að hagsmunir vor íslendinga skuli í
þessu efni vera svona samtvinnaðir, þar sem vjer því
miður í flestu ef eigi öllu öðru erum svo tvístraðir, að
við sjálft liggur, að vjer gleymum blóðskyldunni bæði
hvers við annan, við forfeðurna, við eptirkomendurna,
við vora elskuðu ættjörðu. J>essar samgöngur eru aptur
afleiðing þess búnuðarstigs, sem Island stendur á. Gæti
menn vel að því, að á Islandi gildir ekki í framlcvcemd-
inni setningin: Ilver hafi land sitt og not þess út af
fyrir sig (Hver paa sit). Já hún gildir ekki einu sinni
eptir lögum vorum á líkan hátt sem í öðrum löndum,
þar sem jarðyrkjan er búin að ná vexti og viðgangi, og
má færa til þess óræk rök úr landslögunnm, ef þurfa
þætti. Samgöngur þær sem þannig hafa verið átumein
það, er jafnótt hefir eytt árangrinum af lækningalilraun-
unum, eða má ske rjetlara sagt hefir gjört fjárkláðann,
og mun gjöra hann, meðan minmti vottur er einhvers-
staðar eptir af honum, að almennn drepvænu átumeini
í lífsbjörg og allri atvinnu Islendinga bæði fyrir sjálfa
þá og hið opinbera, sem við hana styðst (bóndi er bú-
stólpi, bú er landstólpi), er þess vegna ekki eingöngu
slóðaskap eður skeytingarleysi þeirra núlifandi fjáreig-
anda að kenna, heldur eru þær eðlileg afleiðing af al-
mennum landsháttum, en það sjer þó hver heilvita mað-
ur, að það er heldur en ekki kynlegt og óskynsamlegt,
ef menn skyldi ímynda sjer, að menn allt í einu mundi
geta sigrazt á þeim tálmunum og annmörkum sökum
fjárkláðans eins, sem ei hefir verið burtrýmt nú í meira
en 1000 ár, síðan land vort byggðist, enda ælluin vjer,
að búnaðarástand íslands og jarðarrækt mundi mega taka
langt um meiri framförum, en menn nú almennt munu
geta ímyndað sjer, lil þess að land hvers einstaks manns
og afnot þess eður þá heilla sveita yrði svo aðgreint,
að hver gæti verið óhultur á sínu landi fyrir skaðsemi
búsmala annara, ef í honum byggi slík næm og skaðleg
veiki sem fjárkláðinn er. |>essu samtvinnað er hitt at-
riðið, aögæzla og hirðing hvers fjáreiganda á sínu landi,
og helzt, eins og allir sjá, svo í hönd á því, að engrar
ítarlegri útlistunar þvkir þurfa um það mál. Meðferð
fjárins á vetrardegi, fóður, lnisakynni og öll aðldynning
og ótal fleira, sem að fjárrækt lýtur, er nú að vísu nokk-
uð annað, en þó býsna skylt þessu máli, einkum að því
Ieyti, sem allar kröfur til góðrar meðferðar og fóðurs á
fje margfaldast, langt fram yfir krapta og þekkingu margra
ef eigi allra búanda hjer á landi, þegar nm skynsam-
legar og gjörlegar lækningatilraunir er að ræða.
Vjer þykjumst nú hafa sagt nóg til þess að sýna, að
aðaibreyting þingsins 1863, eða rjettara sagt viðauki við
stjórijarfrumvarpið, var eigi gripin úr lausu lopti. Eins
ógjörlegt sem það var, að hugsa sjer að gjöra nokkra
verulega aðalbreytingu á landbúnaði vorum yfir höfuð,
með þessum lögum, um fjárkláða og önnur næm fjár-
veikindi, sem frumvarpið alls eigi heldur stefndi að, eins
ólmgsanda var það einnig, að lögin eigi sjálf girti fyrir
það, að þýðing þeirra og framkvæmd innan sinna sjer-