Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 7

Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 7
7 lyrstu iniðnr gjörlegt, að stofnsetja hjer slíka skóla, og voru því undirtektir hennar undir þetta mál lengi fram eptir heldur daunegar; þó er nú svo komið fyrir iðulegar bænir alþingis, eins og allir vita, að farið er að kenua læknisfræði hér á landi, eptir tilhlutun stjórnarinnar, og í allrahæstri auglýsingu til alþingis árið 1863 lvsti Frið- rik konungr hinn sjöundi því yfir, að það væri ósk hans; að láta að þegnlegri beiðni alþingis um að stofna hjer á landi skóla handa þeim, er fá vildi hjer lagaembætti, ef fje fengist til þessa, {>að gleður oss nú innilega, að vjer þykjumst með fullri vissu geta frætt Ianda vora á því, að lagaskólinn muni hið fyrsta komast á, og geta menn sjeð af þessu, hversu stjórnin að lokunum lætur að bænum alþingis, þegar þær eru skynsamlegar og hóglega uppbornar, og þingið eigi þreytist í að frambera þær. ]>etta mál hefir og sýnt það fyllilega, hversu oss íslendingum ríður á því, að stjórnarherrarnir sjáifir kynni sjer sem bezt mál- efni vor, og vjer getum ekki dulizt þess, að vjer höld- um, að lagaskólinn hefði átt langt í land, ef ráðherra Monráð eigi hefði sjálfur kynnt sjer málið, en allir þeir, sem nokkuð þekkja til hans, vita, hversu lærður óg frjáls- lyndur þessi höfðingi er, og hefir hann með aðgjörð- um sínum í þessu máli eigi að eins áunnið sjer elsku og virðingu allra sannra Islendinga, heldur mun og nafn hans verða ódauðlegt meðal þeirra. Frjettir. ]>að má með sanni segja, að þeir tímar, sem nú standa yfir, sje næsta merkilegir og efnisríkir til frá- sagna. Hvar helzt sem litið er yfirlöndin, þar er starf- semi og framkvæmd; sumstaðar er friður, og þar fer öllu fram í kyrrð og spekt og bróðerní, en sumstaðar er ófriður, og þar gjöra menn hverir öðrum það illt er þeir geta, skógar eru felldir, akrar troðnir niður, veg- um spillt, borgir brenndar niður til grunna, og mann- fólkið hnígur blóðugt til jarðar, sumt til fulls og alls, en sumt lifir við örkuml og verða aldrei heilir menn síðan. Frjettaefnið er þannig mikið, en blaðarúmið er lítið hjer hjá oss, verður fyrir því mörgu að sleppa í þessu blaði, en hitt, sem frá er sagt, verður styttra og óskilmerkilegra en ella munði. {>að er nokkur bót í máli, að Skírnir er kominn til landsins, og segir frá öllum hinum helztu tíðindum. Vjer höfum eigi sjeð dönsk blöð lengra fram en til 24. maím. þ. á., er hingað komu með síðasta póst- skipi 7. þ. m. Blöðin geta þess, að vopnahlje hafi verið samið milli Dana og fjóðverja á fundi þeim, er seltur var í Lundúnum snemma í vor, en á þeim fundi sitja fulltrúar frá Englandi, Frakklandi, Austurríki, Preussen, f>jóðverska sambandinu, Rússlandi, Svíaríki og Dan- mörku. Vopnahljeð átti að standa frá 12. maí til 12. júnímán.; en á meðan skyldu hvorir (Danir og J>jóðverj- ar) halda því sem hefði: J>jóðverjar hertogadæmunum og Jótlandi öllu, en hætta þar hernámi og leyfa verzl- un og viðskipti, Danir skyldu halda kaupförum þeim, er þeir hafa tekið fyrir j>jóðverjum, en að öðru leyti leyfa siglingu alla og kanpferðir frá og til allra hafna, hafa því Danir síðan haldið herskipum sínum heim bæði úr Norðursjónum og Austursjónum. Sama daginn, sem vopnahljeð var samið (9. maí), hittust herskip Dana og J>jóðverja í nánd við eyna Ilelgóland. Ilún liggur í hafl norðtir og vestur af Ilamhorgarelfu-mynni og er eign Englendinga. Danir höfðu 3 skip (2 fregátur, Niels Juul og Jótland, 1 korvettn, Ileimdall, öll til samans með hér um bil 100 fallbyssum) en í móti voru Austurrikismenn á 2 fregátum (Svarzenberg og Radezký) og Prússar á 3 fallbyssuskútum. J>ar urðu ómjúkar kveðjur, og var barizt allt að 4 klukkustundum, en svo lauk, að eldur kom upp í Svarzenberg af skothríðinni og varð þá und- an að halda, lögðu þá hin önnur skip J>jóðverja á flótta, eiif Danir eltu þau og Ijetu skotin skella, til þess er komið var í skotheigi við eyna Ilelgóland. J>angað flýðu hin austurríksku ogprússnesku herskip, og varð þeim það til bjargar, en Danir lijeldu til hafs. |>að er sagt, að í orustu þessari hafi fallið af Dönum 14 manns en 54 verið særðir, en af J>jóðverjum 170 særðir og fallnir. Unnu Danir þar allgóðan sigur, ogvarð þeim það nokk- ur raunaljettir ofan á allar þær hörmungar, er þeir hafa liðið í vopnaviðskiptum við J>jóðverja síðan stríðið hófst. I vetur 17. marz hittust Danir og Prússar á sjó austur i Eyslrasalti og börðust þar litla hríð, báru Danir þar af Prússum, er flýðu til lands; þar varð lítið mannfall og litlar skemmdir á skipum. Dönum hefir þannig veitt betur á sjó lieldur en óvinum þeirra, enn sem komið er. En á landi hefir liðsmunur verið svo fjarska mikill, eins og auðvitað er, þar sem tvær stórþjóðir Austurríki og Preussen sækja að einni lítilli þjóð, að Danir hafa þar orðið undan að láta, hversu hraustlega sem þeir hafa barizt. J>að er mælt, að Prússaher hafi verið yfir 60 þúsundir manns, en Austurríkismanna undir 40þús- undir, og ágætlega búinn að vopnum. En allur her Dana hefir vart verið meiri en 40 þúsundir manns. J>að er nú orðið ktinnugt, að Danir settust fyrst í Danavirki, og ætluðu að verja hintim inngöngu í Sljesvík, en 6. febr. rjeðu hershöfðingjar Dana það af, eptir nokkur vopnaviðskipti við óvinaherinn, að Iáta Danavirki laust, og þoka herstöðvum sínum norður til Dybböl og norð- ur á Jólland, því að þeir þóttust sjá, að þeir hefði livergi nærri nógan liðsqfla til þess að verjast á Dana- virki, sem er nokkrar mílur á lengd yfirum þyert land-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.