Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 1
FJÓRÐA ÁR. 1864. 25. júní. Nr. 1. Landsmenn góðir! Öllu sem til er á jörðunni og skaparinn hefir skap- að, er svo háttað, að það þarf hvildar við. Ekkert afi, nema kraptur hins alvalda, sem aldrei sofnar, getur verk- að hvíldarlaust. Grösin grúfa sig niður á næturnar, og og þau, sem ekki eru upprætt að rótum á haustin, fölna og verða að hvílast. Sumarfuglinn, sem erfiðar óþreyt- andi liðlangan daginn, fellir loks flugið, og leitar hvíldar um miðnættið, í sama mund sem ákafamaðurinn hnígur aflvana frá orfinu og hvílist. Mannlegur andi, sem er iðjusamastur alls þess, ervjer þekkjum á jörðunni, verð- ur að sofa um hríð, þar til hann ervakinn af þeim, sem ætíð vakir. Svo reynist það um hvern mann sjerstak- lega og sjerhverja þjóð, allan heiminn, og allt'sem er til. Eitt af því, sem án efa fjekk tilveru í heiminum, er »íslendingur«; mörgum þótti hann efnilegur og álit- legur unglingur. Ilann vann um hríð, og vildi, að vinna sín yrði nöfnum sínum að sóma og gagni, en hann þreyttist og varð að hvílast sem aðrir, og voru til þess eðlilegar orsakir, er vjer þurfum ekki eöa hirðum um hjer að greina. Sumir menn hafa sagt hann sálaðan, cn það eru þeir einir, sem ekki þekkja einkenni sofanda eða þeirra manna, er í ómegin falla, eneru lífgandi. En nú er «hlendingur« vakinn, og vill hann sem áður reyna til, eptir því sem hormm endist líf og kraptar til, að vinna yður, Islendingar! og fósturjörðu vorri sóma og gagn. Og vjer, sem nú gjörum hann úr garði, skulum í fám orðum gjöra yður, Iandsmenn vorir! grein fyrir útbúnaði hans og stefnu þeirri, er vjer viljum að hann hafi. það er þá fyrst að segja, að vjer viljum vanda svo pappír, prentun og orðfæri á ritinu, sem oss er unnt og sómasarnlegt sje. Vjer viljum selja yður »/s- 1ending« með svo hæfilegu verði, sem oss er unnt að verða skaðlausum af, en ekki ætlumst vjer til neins gróða; höfum vjer því ákveðið, að hvert ár íslendings, eður 12 arkir, svo sem svari 1 örk í hverjummánuði, kosti 1 rd., en að þeir, sem selja hann fyrir oss, fái hvert sjöunda exemplar ókeypis, ef þeir standa í skilum um borgunina. Vjer tökum á móti öllum auglýsingum, er menn vilja birta láta, hvort lieldur þær snerta sölu á jörðum, húsum og öðrum hlutum, og öllu öðru, er menn vilja birta1, og tökum vjer þær í »íslending« ókeypis af kaupöndum hans, ef þær eru ekki lengri, ensemnemur 6 til 8 línum í dálki. En aðrir menn, sem ekki kaupa »íslending«, geta birt auglýsingar sínar i honum, ef þeir bofga 2 skildinga fyrir línu, eður helmingi minna en ritstjóri þjóðólfs tekur fyrir samkynja auglýsingar. |>á er að ræða um stefnu »íslendings«, og hún er sú, að vjer viljum, að hann ræði um landsins gagn og nauðsýnjar, og eru þær margar. Vjer viljum með stilli, en einurð ræða um samband Islendinga við Dani og stjórnarskipun Ýora. Um alþingi viljurn vjer ræða, fram- ferði þess og fyrirkomulag, Á livers kyns innanlands- stjórn viljum vjer minnast, ekki til þess eingöngu, að rífa allt það niður, sem er, heldur til hins, að leita ráða, hvernig byggja má betur. Sjerhvað, sem er gamalt og gott, höfum vjer í heiðri, og þjóðerni vort metum vjer mest. Ekki viljum vjer skjalla alþýðu af ábatavon. »Sá er vinur, sem til vamms segir«, og því ætlum vjer að láta eitt ganga yfir alla almenna galla, án þess að skerða siðsemi og velsæmi, og meiða nokkurn sjerstakan rnann. Ágrip af útlendum og innlendum frjettum ætlum vjer að láta kaupendur fá, en »Islendingur« á að segja það eina í því efni, sem er áreiðanlegt; viljum vjer eiga oss góða menn að til þess, og veita þeim þakkir fyriróg þóknan. Jafnfraint þessu viljum vjer, að íslendingur, fái hann vöxt og viðgang, hafi meðferðis kvæði og vísur, gamlar og nýjar, mansögur, frumritaðar og snúnar úr útlendum málum. Vjer höfum hreinskilinn vilja, en vjertreystum ekki að 'óllu eigin hyggjuviti. Vjer viljum því biðjaalla góða, skynsama og menntaða íslendinga, sem að vísu eru margir til, þó þeir hingað lil ekki hafi allir neytt sín, að styrkja fyrirtæki vort, sem bróðir styrkir bróður 1) Til leiibeiningar alþýbumömmm látum vjer þess getife, ab þa¥) er eiiíungis vissar tegundir af auglýsiugnm, sem hií) opin- bera samkvæmt gildandi lögum er skyldugt at) láta birta í blöíium, sem stjórnin beflr ákveíiií) aí) auglýstar skuli í þjiíbólfl, svo sem skiptarjettar iimkalianir, auglýsingar um opinber söluþing eptirdómi e%ur rjettarákvörímn, almennar stofnnr og annab því um líkt, en þar á möti eru aliar atirar auglýsingar bæ?)i fráþví opinbera og einstökum inönnum, eigi bundnar vib neitt víst blaí), heldur miklu fremur öll blöí), svo þær nái til sem flestra. 1

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.