Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 4

Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 4
4 það alls ekki eiga við á þessum stað, að leggja þetta nákvœmar niður, með því það getur hver skynsamur maður, sem þekkir til hjerá landi, leiðbeiningarlaust, en hitt viljum vjer þar á móti taka fram með berum orð- um, að það virðist sæta undrum, að þessari tiliögu al- þingis ekki varð framgengt. Ráðherrabrjef það, sem suðuramtið birti í haust eð var, gat engan veginn, rjett skilið og skoðað, sett hik á alþýðu með að útrýma kláð- anum í Kjósar- og Gullbringusýslu, á þann hátt, sem bændur sjálfir almennt óskuðu og þingið rjeð til, því þó það óneitanlega rjeði frá niðurskurði, þá höfðu bæði em- bættismenn og alþýða sterkustu hvöt til þess, að leggja ekki meiri þýðingu í þessa ráðlegging, en brjefið sjálft gaf þeim tilefni til. Ráðleggingin, sem er alit annað en shipun, var nefnilega byggð eptir sjálfu brjefinu á því tvennu, að pingið hefði homizt í mótsögn við sjálft sig, með því að fallast á frumvarp stjórnarinnar um lœlm- ingar, en ráða þó til niðurshurðar í Kjósar- og Gull- bringusýslu, og að hinu ieytinu að þessi svo kallaði niðurskurður mundi valda almennu atvinnutjóni. En þetta tvennt var aptur byggt á misskilningi, enda sást það Ijóslega á brjefi ráðherrans, að hann ekki einu sinni var búinn að sjá alþingistíðindin, þegar hann gaf brjeíið út! Svo framarlega sem að kláðalækningarnar sjálfar ekki eru það, sem menn eru að rembast við að ná og hafa fram endalaust, eins og einskonar framfarastig til almenningsheilla, eins og landið geti eigi þrifizt nema með kláðalækningum, já svo framarlega sem þær eru ekki þessi aðalmergur málsins, heldur að eins meðal til þess, að ná aðaltilganginum: heilbrigði sauðfjárins á íslandi yfir höfuð, þannig að það eigi verði eilífur kláða- sjúklingur ár frá ári og öld eptir öld, þá blasir það beint við, að þær eru eptir rjettri hugsun snmrýmanlegar við hvert annað meðal, sem leiðir til sönni niðurstöðu fyrir land og lýð, og þá einnig niðurskurðinn, sem einmilt þess vegna er sjálfsagður, ekki einungis þegar lækn- ingar bresta, heldur undir eins og pœr lækningarbresta, sem síðar, eður seinna en hann, geti útrýmt kláð- anum, allt eptir hringumstœðunum. En nú höfum vjer að framan leitt rök að því, að þingið 1863 sá ekki einu sinni neinn veg til þess, að neinum þolanlega tryggj- andi lækningum yrði framfylgt í Kjósar- og Gullbringu- sýslu, þar sem jafnvel lagasltilyrðið fyrir allri skipun þess máls vantaði. Dver er þá þessi mótsögn þingsins 1863? En þá hitt atriðið, atvinnumissirinn. þeirri spurn- ingu er reyndar sjálf-svarað með því, sem nú var sagt, að hann gat enginn orðið, heldur lá einmitt atvinnu- missirinn í því, að láta veikt og grunað fje á litlu svæði aðgjörðalítið, eður aðgjörðalaust, vofa yfir og ógna með ósegjanlegu tjóni á sauðfjenu, aðalatvinnuvegi landsins. En þar við bætist það, sem vjer áður sögðum, að það var alls eigi spursmál um að fækka fjenu á íslandi yfir höfuð, og ekki heldur um það að fækka fjenu í Kjósar- og Gullbringusýslu, heldur hitl að láta veiltt og grunað fje deyja í annars óumflýjanlegar og sjálfsagðar parfir bœnda, í stað hins heilbrigða fjár, sem annars átti að skera og var skorið I þegar þingsins aðgjörðir eru þannig rjett skoðaðar, miða þær alls eigi til niðurskurðar og atvinnutjóns, heldur beinlínis til innanlands-verzlunar, til almenningsheilla, og mótbáran á móti þessu erþású, að þetta er kallað niðurskurður, og atvinnutjón, af því höfuðið er tekið af veiku og grunuðu fje, en látið sitja á því heitbrigða. Nei, það sem hjer gæti hugsazt sem atvinnumissir er það einmitt, að íslendingar skuli selja svo mikið og jafngott viðurværi, sem kjötið er, til út- landa, fyrir dýra útlenda vöru, jöfnum höndum til nauð- synja sinna og til óþarfa, en þessu atriði, sem þó er mergurinn málsins, hreyfir enginn, enda álítum vjer það hæpið fyrir ráðgjafastjórnina í Danmörku að blanda sjer inn í slíka verzlun, þó æskilegt væri, að á henni væri nokkurt hóf, því slíkur formyndaraháttur frá hálfu hins opinbera á penna hátt, mundi verða ósegjanlegum vand- kvæðum bundinn, og tekur, ef satt skal segja, engu tali. Beri maður nú þelta saman við ráðherrabrjefið, sjer maður strax, að til grundvallar fyrir því liggur umhyggja fyrir velmegun bænda vorra, og bending til alþingis, að það láti gjörðir sínar og tillögur vera sjálfum sjersam- kvæmar, eður með öðrum orðum, einmitt það sama sem vakti fyrir þinginu. En því kemur þá þessi mismunur fram á tillögum þingsins og ráðherrans? Vafalaust af því, að hann ei hefir þekkt, hvernig þessu máli var komið 1863, málið hefir eigi verið skýrt fyrir honum eins og með þurfti, þar sem hann að eins vissi um niðurstöðu þingsins, en alls eigi um ástæður þær, sem þessi nið- urítaða stóð og fjell með. Auk þessa er það auðsjeð, að ráðherrabrjefið erbyggt á þeirri rammskökku einstreng- ingslegu skoðun, að lækningar og niðurskurður geti eigi samrýmzt hvort öðru sem jafnhliða meðul til að útrýma kláðanum, eptir því sem á slendur og kringumstæðurn- ar bjóða. En þegar nú svona stóð á, og brjefið bar þetta með sjer, virðist það auðsætt, að það hefði verið talsvert meiri lagnaður (Conduite) fyrir yfirvöldin, og mun meiri skylda og skynsemi fyrir alþýðu, að ganga eptir yfir- lýstum aðaltilgangi ráðherrabrjefsins, og óskum sjáifs síns, að skerða eigi almenna velmegun íslendinga, en hitt, að hlaupa í blindni eptir sjálfri ráðleggingu ráð- gjafans, sem byggð var á misskilningi og ókunnugleika á málinu, enda gaf brjefið hlutaðeigandi embættismönn- um landsins fullkomlega heimild til þess að laga málið í hendi sjer eplir augnamiði þess, þar sem það í al- mennum orðum fyrirskipar »nauðsynlegar ráðstafanir*,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.