Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 5

Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 5
5 sjálfsagt til að ná aðalaugnamiðinu, útrýmingu kláðans og heilbrigði sauðfjárins, en ekki til hins, að láta veikt og grunað fje lifa, en heilbrigt fje falla fyrir hnífnum, af því ráðherrann hvorki heflr vitað um kláðann, hve víða og hve magnaður hann var, nje heldur hvernig lógun hins grunaða og sjúka fjár varð þann veg fyrir komið, að iífsstofn bænda vorra sauðfjeð, eigi fækkaði að mun. En hvað um þetta, þá áleit valdstjórnin sjer skylt að hamla því, að fjenu væri lógað á hinu umtalaða svæði, og þetta kom aptur dugnum í einstaka menn, sem svo drengilega hafa gengið fram í því, að ala og viðhalda kláðanum, til að spilla almennum samtökum í því að eyða hinum kláðagrunaða fjárstofni og fá annan heil- brigðan í staðinn, sem hvervetna var á boðstólum. Mál- tækið: eigi þarf nema einn gikkinn í hverja veiðistöð- una, rættist hjer sem optar, Að vísu fengu bændur sjer heiibrigðan stofn á gjörvöllu Kjalarnesi með svo góðri stjórn og reglu fyrir meðalgöngu sveitarstjórans og beztu manna, að vjer vitum eigi til, að valdstjórninni hafikomið til hugar að skerast í þann leik eptir ráðherrabrjefinu, og sama átti sjer stað í öllum efra hluta Mosfellssveitar og mestum hluta Seltjarnarneshrepps. f>ar á móti ljet Kjósin, suðurhluti Mosfellssveitar og sjávarsíðan öll fyrir sunnan Seltjarnarneshrepp standa við svo búið, — ogsvona dó þá haustið 1863 einhver hin helzta og mest um- varðandi, sjálfráðasta og saklausasta ósk íslendinga, og alþingis: að aðalatvinnuvegi landsins sauðfjenu mætti verða borgið, á vörum nokkurra þrákálfa meðal bænda, sem hvorki sjá sinn eður landsins hag, og í höndum valdstjórnarinnar í Kjósar- og Gullbringusýslu. |>ess konar dauða gráta sumir menn eigi á þessum dögum, bara ef kláðamaurinn er eigi um skör fram af döguin ráðinn I En hver var afleiðingin af þessu! Sú, að kláðinn kom upp á öllutn þeim 3 svæðum, sem vjer nefndum, auk þess sem kláðinn útbreiddist austur í Ölves úr fje Mosfellssveitarmanna, og að þeir sem nú hafa fengið heilbrigðan stofn, eru umsetnir eins og tóur í greni, ogsamakosti mega öll þauhjeruð, sem umhverfis kláða- svæðið eru, ef ekki allt ísland, sæta, nema því að eins, að nú sje nógu öflugir verðir settir umhverfis allt kláða- svæðið, svo menn þó geti keypt á sig frið kláðadyrling- anna með peningagjaldi í jafnaðarsjóðinn, enda ætlum vjer, að skipun stjórnarinnar um veröina í fyrra og á- sigkomulag málsins, sem nú er, sje næg hvöt og heimild fyrir valdstjórnina til að skipa nú öfluga verði sumarlangt, eins og bændur líka almennt hafa óskað. En vjer treyst- um líka hinu, að ef hið opinbera ekki vill skerast í að setja tryggjandi verði, þá muni bændur, sem eiga lönd sín umhverfis kláðagrunað fje, sjálfkrafa og afsjálfsdáð- um verja með alefli lönd sín, svo að kláðinn nái eigi útbreiðslu sumarlangt. J>að er reyndar jafnan þungur kostur, þegar einstakir menn neyðast til að verja fje og fyrirhöfn til að forðast tjón og skaða hver af öðrum; en svona gengur það i þeim fjelögum, þar sem hag- kvæm og harðfylgin stjórn og strangt rjettlæti ekki held- ur sterkara hlífðarskyldi yfir rjettindum þeirra, en átt hefur sjer stað í þessu máli fram á þenna dag, enda er það sannast sagt, að lögheimiluð rjettindi hins ein- staka eru ofur vel löguð til þess að opna augun á hinu opinbera og almenningi yfir höfuð fyrir því, sem miður má fara í stjórnarathöfn lands og lýða. En hvað á þetta lengi að ganga með fjárkláðann? Vjer spánm, að hann helzt ár frá ári þrátt fyrir alla vora viðleitni, vjer höldum honum að eins í skefjum, en vjer útrýmum honum ekki, hann er sem falinn eldur, sem ekki að eins eyðir því litla, sem vjer öflum, heldur einnig eyðir sjálfu vinnumagni voru, áhuga og samdrægni á ó- segjanlega marga vegu. Lítum fyrst á sjáifa stjórn landsins. Stjórn hvers lands nýtur og styðst við nokkurn hluta þess, sem það gefur af sjer, þess, sem aflað er eður framleitt af skauti náttúrunnar, í vissu hlutfalli, og þessi hluti hins opinbera nefnist tollar og tekjur o. s. fr.; af þessu sjest það nú ljóst, að sjerhver rýrnun í framfærslu bænda leiðir í för með sjer eigi að eins skaða fyrir sjálfaþá, heldur einnig tjón fyrir hið opinbera, og þetta tjón lendir aptur bæði á því opinbera sjálfu, skoðuðu sem heiid, og eins á þeim, er í þess þjónustu standa, þó þessu sje ólíkt háttað, já á hinum fátæku og guðsvoluðu, sem hið opin- bera og almenningur sjer um, og er þess meðal annars ljóst dæmi tíundin vor. f»ví er ei ofsagt: bóndi er bú- stólpi, bú er landstólpi. f>að mega og allir vita, að verzlun landsins og verzl- unarágóðinn byggist á og fer eptir því, hve öflugir og ávaxtarsamir atvinnuvegirnir eru, verzluninni ferþví óum- flýjanlega aptur við rýrnun þeirra, og þar sem hið opin- bera einnig nýtur viss hluta af verzlunarágóðanum, verður tjón þess tvöfalt, þegar á hann er lilið. Af framfara og framkvæmdarmagni því, sem af blómg- un og blessun atvinnuveganna leiðir, lifir og einnig hver líkamleg og andleg iðn, því hvervetna verður það ofan á: auðurinn er afl þeirra hluta, er gjöra skal. En nú er enn eitt atriði, að hinir ýmsu atvinnu- vegir lands vors standa í svo nánu sambandi hverir við aðra, að einn hlýtur að bera annars böl1, og að sauðfjár- 1) paib er þamiig t. a. m. liart, en þó satt, aí> kostnaþur og hætta, sem flýtur beinlínis og óbeinlínis af kláþaroilu á Suímr- nesjum, hann fellur ár frá ári eigi aí) eins á kindur, kýr og hesta bóndans á aiistur- og vestfjiirþum, heldur einuig á báta og skip, sjá varþkostnabinn og alþingiskostnaþinn, orsökhans og niþurjöfnun, m.m.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.