Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 8

Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 8
8 ið. Dönum tókst allvel að komast undan og norður, sem þeir aitluðu sjer, en þó náðu Austurríkismenn apt- asta hluta Danahers, þar sem heitir Sankelmörk; veittu Danir þar hina hörðustu viðtöku, og varð talsvert mann- fall áf hvorumtveggja, en meginher Dana komst klaklaust til Dybböl, — þótti þar öruggt vígi — og settist liðið þar að, en sumt fór út á Alsey, en sumt til Friðriciu kastala, eða annan veg norður á Jótland. þegar þessi tíðindi spurðust til Kaupmannahafnar, likaði stjórninni og lýðnum það stórilla, að herinn hefði þannig orustulaust hopað af Danavirki, og yfirforingi Danahers de Meza var settur frá völdum og í hans stað settur Gerlach hers- höfðingi. Nú settust Prússar um Dybbölvígin og tóku að skjóta á þau, en Danir vörðust hreyslilega, þó þeir væri liðfáir og hefði skotvopn lakari en Prússar, liarðn- aði bæði sókn og vörn eptir því sem áleið, og margt manna fjell eða særðist; skothríðin dundi nætur sem daga, víggarðarnir áDybböl biluðu og liðið, sem litla hvíld hafði, þreyttist og týndi tölunni. Loksins 18. apríl náðu Prússar Dybböl, eptir hin hörðustu og mannskæðustu viðskipti. Er svo sagt, að varnargarðar Dana hafi verið líkari rjúkandi rústum en víggirðingum. J>ar misstu Danir yfir 4 þúsundir manna, eri meiri hlutinn var handtekinn, en þó fjellu margir, þar á meðal nokkrir af foringjum þeirra. Prússar settust í Dybböl-virki, en Danir hjeldu yfrá Als, og tóku af brýrnar, er legið hafa yfir sundið milli Dybböl og eyjarinnar. Eptir þetta óð óvina- t herinn norður um allt Jótland, settist þar að í borgun- um og lagði óbærilegar kvaðir á landsfólkið ; tóku 'Prússar jafnan helztu menn (amtmenn, hjeraðsfógeta, bæjarstjóra) sem gisla fyrir gjaldi, ef nokkur tregða varð á því, og fluttu þá suður í land. Austurríkismenn settust um Friðricíu, og áttu þar vopnaviðskipti við Dani, þangað til Danir 28. apríl fóru burt úr kastalanum og út á eyjar. Var þannig allt Jótland í hershöndum. þá kom vopna- hljeð og við það stóð, þegar síðast frjettist. Nú erallt undir þvíkomið, hver úrslitverða á þessu máli með fulltrúunum á Lundúna-samkomunni. f>að er haft eptir ensku blaði frá 1. júní þ. á. (sjá þjóðólf, nr. 31), að á fundinum 28. maí hafi Bernstorf greifi, fulltrúí Prússa, lýst yfir því, í nafni þjóðversku veldanna, að þari hlyti að krefjast algjörðs aðskilnaðar allra þriggja her- togadæmanna, Sljesvíkur, Holsetalands, og Láenborgar, frá Danmörku. Fulltrúar Dana kváðu þá erindi sínu lokið á fundinum. En fundarforsetinn Russel lávarður reyndi þá að miðla máium og stakk upp á því, að IIol- setaland og hinn þýzki hluti Sljesvíkur yrði skilinn frá Danmörk, eptir landamerkjum, er fundurinn ákvæði, og sameinaður þýzkalandi. Fulltrúar Frakka og Rússa studdu þessa uppástungu. En af því að fulltrúar þjóðverja og Dana voru eigi undir þetta búnir, þá varð niðurstaðan sú, að fresta fundarhaldi til 9. júní, en leita á meðan andsvars frá stjórnöndum Dana og þjóðverja. Margir hafa nú hugsað, að Svíar og Norðmenn, Frakkar og Englendingar nnmdi skerast í leikinn, og ekki láta Prússa og Austurríkismenn veita Dönum allan þann yfirgang og ofríki, sem þeir hafa sýnt þeim í stríði þessu, og ekki vantar það, að allar þessar þjóðir hafa látið í ljósi velvild sína til Dana, og sumar þeirra sent þeim talsverðar gjafir, og sömuleiðis hafa nokkrir menn af Noregi og Svíþjóð gengið í lið með Dönum og barizt með þeim ; en hvernig sem því er varið, þá hafa þó Danir staðið einir uppi allt til þessa. Menn segja, og það þykir eigi ólíklegt, að ef þessar þjóðir gengi í stríðið með Dön- um, þá nnindi víða kvikna upp ófriður í Norðurálfunni, og verða allsherjar stríð, en hjá því vilji menn komast til lengstra laga. því það má telja víst, að nóg er efnið til ófriðarkveikjunnar bæði í Pólen, á Úngarn og á Ítalíu. Uppreistin i Pólen liggur nú í dái um stundarsakir, en vart mun þurfa að efast um það, að þar sje beðið eptir almennum ófriði í Norðurálfunni, til þess að hefja nýjan ófrið. Keisarinn hefir fyrir skemmstu gefið út lög, sem leysa bændalýðinn í Pólen að miklu leyti undan yfirdrottnan aðalsins, og þannig tvískiptist landsfólkið, og verður svo tilraun Pólverja að brjótast undan Rússum, ekki nema hálfverk og endaleysa. — Ilinn 22. þessa mánaðar vildi það slys til í Hafn- arfirði, að stýrimaðurinn á fiskiskútu þeirri, er þeir Voga- menn fyrir nokkru siðan keyptu af kaupmanni Duus í Keflavík, og einn af hásetunum á skútunni drukknuðu, er þeir ætluðu út í skipið; höfðu þeir farið í land, dval- izt þar nokkuð, og ekki gætt sín, fyr on skipið var farið að vinda upp segl, brugðu þeirþá við í skyndi, og vildu ekki verða eptir af skipinu, en er þeir voru komnir út að því, hvolfdi bátnum undir þeim, er þeir voru á; og kenna menn slys þetta því, að þeir báðir muni hafa verið drukknir; stýrimaðurinn hét Jónas Jónsson að norð- an, en hásetinn Rergsteinn Bergsteinsson. þelta er eitt meðal ótal annara dæma, er sýnir, hversu það sé áríð- anda, að menn gæti sín við því að vera drukknir á sjó. — ííerra Páll Johnsen, kauprn. á Akureyri, hefir tekið af mjer í aprílm. 1864 til útsölu: lærdómsbækur, sálma- bækur, nýjan viðbætir, passíusálma og Hallgrímskver með ÍL; og geta því þeir, sem til hans ná, fengið þessar bækttr hjá honum. Keykjavík, 22. júní 1864. E. Pórðarson. Útgefendur og ábyrgðarmenn: Benidikt Sveinsson, Jón Pjetursson, Jón Pórðarson Thoroddsen. KrentaW f prentsmitjju íslands, 1864. Einar þórííarsou.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.