Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 3
3
-
itáklegu talcmarlia ónýttist, og yrði dauður bókstafur,
sökum þess að þau eigi girti fyrir það vandkvæði, sem
gegn þeim stóð í eldri lögum og landsvenju, hvað sam-
göngur búsmala manna á Islandi snertir. Lögin máttu
hvorki nje gatu farið lengra nje heldur sltemmra en þetta.
Vjer getum þannig með rökum sagt, að alþingi
1863 fjellst eigi að eins á slji'.rnarfrumvarpið, heldur
hratt pví einmitt í það horf, sem þess eiginn tilgang-
ur krafði, svo það gœti Icomið landi voru að nntum.
Að þessu Ievti held jeg því enginn geti álasað alþingi
i meðferð þessa máls.
En þetta er nú ekki nema önnur hliðin af aðgjörð-
um alþingis 1863 í fjárkláðamálinu.
Eins og alþingi af öllum mætti vildi styðja stjórn-
ina í því að koma hjer á góðum lækningalögum fvrir
alda og óborna hvað fjárkláðann og aðrar næmar fjár-
veikjur snerti, eins gat það heldur eigi kastað fyrir fæluf
sjer jafn-almennum og alvarlegum bænarskrám sem frá
landsmönnnm komu einmitt úr þeim hjeruðum, þarsem
kláðinn enn var óupprættur, um níðurskurð í haust eð
var á því fje, sem pá var sjúkt eður grunað.
|>að lá reyndar i augum uppi, að þingið eigi gat,
án þess að víkja um of frá því, sem likindi voru til að
stjórnin mundi fallast á, eptir því sem undirtektir henn-
ar voru undir frumvarp þingsins 1861, tekið niðurskurð-
arregluna inn í lögin, enda hefði henni með því móti
má ske verið gefin meiri þyðing en strangt tekið gat í
henni legið, eptir bænarskranum úr Iíjósar- og Gull-
bringusýslu, þar sem þær að eins miðuðu sig við litið
svæði, og ekki meira en 1 sýslu afþeim 5, sem kláðinn
hefir komið í, en í lögunum ræddi þar á móti um al-
menna reglu fyrir allt landið, með allt öðrum grund-
vallarreglum, en hingað til hafa verið viðhafðar um lækn-
ingarnar. En þingið sá það á hinn bóginn glöggt fyrir,
að hinnýju lög, og þær reglur, sem í þeim lágu, ómögu-
lega gæti ráðið bót á þeim voða, sem íbúum þessarar
sýslu og jafnframt öllu landinu stóð af kláða þeim, sem
þar var. Til þessa má færa mörg og Ijós rök, en það
virðistnægja að laka að einsþáóræku ástæðu fram hjer,
að þingið sá það í hendi sjer, sem nú er reynd á orðin
að frumvarpið ómögulega gæti fengið lagagildi svo fljótt
og allrasízt það skipulag og stjórn, sem það ráðgjörði,
komizt í kring svo bráðhendis, að trygging eptir þeirn
gæti fengizt fyrir lækningu þess kláða sem þá var. það
var því auðsjeð, að hjer þurfti bráðabirgðarráðslafana
við. En í hvaða stefnu gátu og áttu þær að ganga, ef
eigi einmitt þá, sem hlutaðeigandi fjáreigendur sjálfir
helzt kusu? Vjer spyrjum, hvaða stefna önnur en þessi
var möguleg fyrir þingið, úr því lögin vantaði, og þá
einmittundir eins skilyrðið fyrirþví valdi, sem nauðsyn-
legt var að beita, ef málinu átti að skipa á annan hátt,
en hlntaðeigendur vildu helzt fyrir sig kjósa? Vjer er-
um og höfum frá því fyrsta verið á þeirri skoðun í þessu
máli, að úr því hið opinbera eigi hafði eptir ljósum og
skýrum lögum að ganga, sern alþýðu manna, væri kunn
og sem með öflngri og haganlegri framkvæmdarstjórn
girti óhull fyrir þá hættu og almenna hræðslu, sem stend-
ur af útbreiðslu kláðans, og því óbærilega atvinnutjóni,
sem flýtur af því, að hann til lengdar svo árum skiptir
viðhelzt þar sem hann kemur upp, þá hefði það verið
viturlegast, haganlegast og hagkvæmast í alla staði, að
hið opinbera heföi stefnt þessu máli einmitt í þá átt,
sem búöndum á Islandi var geðfelldast, þannig að hver
sveit fengi sem mest atkvæði og ráð í rnálinu, en að
hið opinbera jafnframt hefði komið fram sem leiðbein-
anda og slyrkjanda, svo að öll framkvæmd málsins færi
sem skipulegast og greiðast fram. Hvort sem maður
lítur á hið lagalega eðli þessa máls, ásigkomulags ís-
lands, eður stjórnarfyrirkomulags þess, sem nú er, eður
stefnu þeirrar yfir höfuð, sem hinir nýju tímar svoljós-
lega bera í skauti sjer, þá mun þessi skoðun vera full-
komlega á rökum byggð, enda er það ætlun vor, að
liún verði það, sem allt lendir við á endanum eptir eðli-
legri rás hlutanna. Gangandi út frá þessu sjónarmiði,
gat þingið eigi gjört annað gagnvart niðurskurðar bæn-
arskránnm úr Iíjósar- og Gullbringusýslu 1863, enhvatt
hlutaðeigandi bændur til að fara eptir sínum eigin svo
bátíðlega og almennt yfirlýsta vilja, enda eru þess dæmi
frá undangangandi alþingum, að þingið gegnum forseta
sinn hefir gefið almenningi ráðleggingar og upphvatn-
ingar í almennum og áríðandi málefnum, t. a. m. um
skynsamlegar ásetningar, svo þingið 1863 gjörði ekkert
nýmæli að þessu levti. En jafnframt og þingið gjörði
þetta, þá sá það við þeim lekantim, að niðurskurðurinn
á þessu litla svæði ekki yrði skaðlegur á nokkurn hátt
hvorki fyrir einstaka menn nje almenning yfir höfuð.
lláðið til þessa lá beint við. f>að vita allir, að fjölda
fjár hjer á landi er fargað að haustdegi bæði í verzlun-
ina, og eins til sjávarsíðunnar, og það svo þúsundum
skiptir. þettaá sjer nú einkum stað úr norðurlandi, þar
sem fjeð er flest, og miklu verður þar að farga bæði
af heyjum og af öðrum ástæðum. Aptur vita menn það
á hinn bóginn, að peningaekla er á þessu landi mjög
tilfinnanleg. ,
Förgun eður lógun á hinu sjúka og grunaða fje í
Kjósar- og Gullbringusýslu þurfti því ekki að valda neinni
hinni minnstu rýrnun í aðalatvinnustofni landsmanna,
sauðfjenu, því eigi þurfti annað en láta það fje til lífs í
hið sjúka og grunaða pláss, sem annars átti að lóga og
var lógað úr hinum heilbrigðu hjeruðum, fyrir fjeð í
Kjósar- og GullbringusýsLu, þannig, að andvirði þess
gengi til borgunar hins ógrunaða fjár. Vjer álítum