Íslendingur - 25.06.1864, Blaðsíða 6
6
ræktin er einmitt hinn langhekti af þeim öllum, og heGr
þess vegna mest álirif á allt ástand vort, ogværi betnr,
að alþýða kynnti sjer rit vorra góðu og greinda forfeðra
t. a. m. amtmanns Olafs Stephánssonar um þetta sem
annað, fremur en að leggja hlustirnar við mörgu því
bernskulega hjali, sem nú er verið að bera á borð
fyrir hana.
Eins og það mundi nú torvelt, að sýna fram á það
nokkurn veginn nákvæmlega,hve ósegjanlega mikinn skaða
bændur og búendur í sveitum og við sjó nm gjörvallt
Island eru búnir að liða af fjárfaraldrinu, þannig verður
það heldur eigi reiknað með neinum tölum hvorki í bráð
nje lengd, hversu skaðleg áhrif það hefir haft í allar
aðraráttir, sem vjer höfum nefnt, enda er það eigi ætl-
unarverk vort, allrasízt að þessu sinni, að fara um það
fleirum orðum.
Hitt var þar á móti ællun vor, að sýna fram á,
hversu almenn og rík uppörvun og ástæða væri fyrir því,
að hið opinbera, verzlunarstjettin og bændur legðist nú
loksins á eitt hver með öðrum að útrýma kláðanum
með því móti, sem vissast væri og nllum hentaði bezt,
svo að framkvæmd málsins gæti sem fljótast og auðveld-
ast komizt í kring, án þess að vekja kapp það og tví-
drægni, sem liingað til hefir átt sjer stað í þessu máli.
Vjer viljum nu í þessu skyni yfirgefa með öllu gömlu
þrætlieplin, lœkningar Og niSurskurð, en gjöra þetla mál-
efni að verzlunarmálefni, Iíkt og vjer höfum bent á að
vakað hafi fyriralþingi 1863, eður í hið minnsta sumum af
þeim, cr sátu á þessu þingi. Fyrir því leyfum vjer oss
að gjöra eptirfylgjandi uppástungur:
1. Að kaupmenn vorir við Faxaflóa opni almennan og
sem aðgengilegastan markað í haust eð kemur fyrir
allt það fje, sem grunað er (veikt fje virðist sjálfsagt
að eigandi sjálfur lógi upp á sínar eigin spýtur) nú
og grunsemi verður á í haust komanda, og auglýsi
þetta sem fyrst í blöðunum.
2. Að öll hjeruð sýslur og sveitir, sem liggja svo nærri
kláðasvæðinu sem nú er, að fje verði þangað rekið
úr þeim nauðalaust að haustdegi, fargi til heima-
skurðar því fje, sauðum o. s. frv. í haust komanda,
sem þær ella ræki til kaupstaðar fyrir norðan og
sunnan, en taki sig saman um eptir fjármegríl, að
skipta við eigendur hins grunaða fjár, kind fyrir
kind af því lifsfje, ám oglömbum,sem ella er venja
til að lóga til heimilisþarfa, með svo jöfnum skipt-
um eptir aldri, vænleika o. s.frv., sem framastverð-
ur á komið.
3. Að hreppstjórar með aðstoð hinnabeztu manna semji
sem fyrst áreiðanlega lista yfir fjáreign hvers manns
í hinum grunuðu hjeruðum, en yfir það fje í hinum
heilbrigðu, sem fjáreigöndum er meinalaust að láta,
eptir þvi sem segir undir tölulið 2.
4. Að þegar þessir listar eru samdir, þá verði haldinn
fundur fyrirfram auglýstur í blöðunum á hentugum
stað, helzt á þingvöllum, af foringjum þessa máls í
hverri sveit, eptir því sem segir í næsta tölulið, og
öðrum góðum mönnum, er þann fund vilja sækja, til
þess að fullgjöra fjárskiptasamninginn samkvæmt hinum
nefndu listum og ákveða nákvæmar, hvernig fram-
kvæmd málsins skuli fyrirkomið sem bezt og hagan-
legast fyrir alla, sem hlut eiga að máli, og svo
snemma sem árstíminn útheimtir.
Vjer höfum nú enn farið nokkrum orðum um kláða-
málið, ekki til þess að vekja nýja sundrung og flokka-
drátt, sem hingað til hefir hamlað úrlausn þess, heldur
til hins, að sameina allagóða krapta, sem að henni eiga
að vinna. í þessu skyni höfum vjer sýnt fram á, að
hjer eigi stjórn, bændastjett og kaupmenn, já, embættis-
menn og allir Islendingar yfir höfuð ríkulega hlut að
máli. Iljer er í veði gagn hins opinbera, gagn Islands
og íslendinga og allra stjetta yfir höfuð og út af fyrir
sig. Hjer eiga því allir að vinna saman með samein-
uðum kröptum í þá stefnu og með þeim meðulum, sem
tíminn og reynslan, þessi sorglegi tími og reynsla í
kláðamálinu, erbúinn að benda oss á. Sleppum nú eigi
úr höndum oss árangri lækninganna og niðurskurðarins
með því, að láta kláðann enn á ný útbreiðast, yfirbug-
um kláðann á þessu Iitla svæði, sem hann er á, og
gjörum það með því móti, sem kröptum vorum sam-
býður bezt: fjelagslegum viðskiptum á þeim eyri, sem,
livort sem er, gengur úl úr landinu og í hráðar þarfir
vorar. Ef einhver æðri eða lægri kemur með betriráð
en vjer, og íljótari til framkvæmda, þá komi hann með
þau í tíma, vjer skulum fylgja góðum tillögum annara,
eins og vjer ætlumst til að aðrir gjöri vorum. Tíminn,
tírainn sem yfir stendur, hann bendir oss á, hann biður
oss,hann býður oss að vinna allir ásamt undir verndar-
skildi laganna og vors milda konungs með djörfung og
drengskap að gagnsmunum fósturjarðar vorrar.
Lagaskólinn.
Landsmenn hafa lengi fundið, hversu nauðsyniegt
væri, að menn gæti fengið kennslu hjer á landi í þeim
vísindagreinum, er læra þarf, til þess að geta fengið
embætti landsins. Iðulegar bænarskrár hafa því streymt
úr öllum áttum til alþingis um, að það vildi biðja kon-
unga vora, að stofnsetja hjcr á Iandi bæði læknaskóia
og lagaskóla, og hefir alþingið ætíð tekið þessum bæn-
um upp á hið bezta, að kalla má, þó einstaka þing-
menn hafi barizt móti því. Stjórnin áleit þetta og í