Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 1

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 1
FJÓRÐA ÁR. 1864. 2. ágúst. Nr. 2. Blæs við býsna þungt bólgin hafalda, storðar við slröndu stynur upp fregn; lætur sú í eyrum láðbyggjanda þrem sinnum þyngra þórdiinu rödd. — Væntir mig, væntir mig, Yísis að fjandur heiðurstjón Iiði 0g hamingju þrot, falli þeir, falli þeir flokkunum saman, sem strá fyrir stormi, eða stökkvi á braut.— Iiorfinn er frægur Fylkir Dana Friðreknr hugprúði hásæti frá, fyrr komna feður farinn að hitta, alsæla Öldunga, í aldagramshöll. — Ei vitum Skjöldung Skjaldar hásæti honum neinn ástsælla hafa fyrr bygt, drúpir nú Danamörk, drúpir land ísa Buðlungs ens bezta, bana við fregn. — Fylkis rjeð framkvæmdum friður og mildi, ráðsnilli, rjettvísi; reistur mun þeim virðingarvarði virða með sonum, meðan að Garðarsey rnænir úr sæ. — Söknum nú siklings, en segjum_ vonglaðir: ekki fer ísaland enn góðs á mis, kjörinn í stað lians er kunnur að dygðum Krlstján hinn nínmli, konungur vor. — Biðjum nú Buðlunga Buðlung almáttkan, Öðlingi vorum tjá eljun og styrk, land sitt að verja, lögunum stýra, innbyrðis tryggja ástsemd og frið. — Lifðu nú, Lofðungur! lengi með sóma, friðar í faðmi, við firsælda kjöc; styðji þinn veldisstól, stöðugust gipta, ástsæld og blessun frá upphæða Gram. — G. Torfason. Um veguna á íslandi. Eitt af því, er hverju landi riður hvað mest á, er að hafa góða vegu. Ekkert eflir betur samgöngur manna á millum, og ekkert örvar því og lífgar rneir samlífi manna og allan fjelagskap, en góðir vegir; ferðalögin verða þægileg, kostnaðarlítil, og taka fljótt af. Hver þjóð, er nokkuð hugsar um almenningshagi sína og heillir, reynir því af fremsta megni að gjöra veguna sem bezta hjá sjer; þar liggja akbrautir aptur á bak og áfram um löndin, og menn þjóta þaráfram á járnbraut- um með sama hraða, sem fuglinn fljúgandi fer um loptið. Að hirða þar á móti alls ekki um veguna eður þá mjög svo lítið, er eitt af einkennum villuþjóðanna, þar sem enginn hugsar um almenningsheillir, og hver er að bofra sjer. |>ví er nú ver og miður, að vegirnir hjer á landi eru víðast hvar í hinu aumasta ástandi, er hugsazt get- ur, nema þar sem náttúran sjálf hefir gjört þá góða; annarsstaðar eru að eins mjóir stígir eður og með öllu vegleysur. j>að er því eigi að eins hinn mesti skaði fyrir oss Islendinga, hversu slæmir vegirnir eru hjer, heldur er það einhver hin mesta hneisa fyrir oss í aug- um útlendra manna. Að vísu erum ver enn þá eigi komnir svo langt á veg, að ætlanda sé, að vér getum lagt járnbrautir um landið; en það er líka mikill munur 9

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.