Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 7

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 7
15 stiptamtmannsembættinu, og að hann fordæmi sjálfan sis, segi bann þetta um ykkur assessorana; en álíti liann sig ekki komast til að gegna stiptamtmannsem- bættinu, því segir hann því þá ekki af sjer, og það þeim mun heldur, sem hann í þeirri stöðu sinni opt hlýt- ur víst að koma í bága við sjálfan sig sem háyfirdóm- ara? Og biskupinn, ef hann hefir nú þá skoðnn, að assessorarnir í yfirdóminum eigi geti annað því, að vera kennendur á lagaskólanum, hvernig gat hann þá lálið prófessor P. Pjetursson gegna embætti sínu veturinn, sem hann var núna seinast utanlands? Hann hefir þó auðsjáanlega álitið, að prófessorinn gæli aðstaðið að gegna báðum þessum embættum; en af þessu leiðir þá aptur beinlínis, að skyldi hann álíta, að assessor í yfir- dóminum eigi gæti aðstaðið það, að vera forstöðumaður lagaskólans, hlýtur hann að álíta, að það sje langtum örðugra að vera þar assessor, en biskup yfir öllu íslandi. En mun nú þetta vera hjartans meining hans? nei; jeg held fjarri. Ef stiptsyfirvöldin skyldu segja það, að þið asses- sorarnir í ytirdóminum eigi gætuð aðstaðið að sjá um kennsluna og kenna í lagaskólanum, þá lítur sannarlega svo út, sem þau með öllu sjeu búin að gleyma lækni sínum jústizráði Hjaltalfn. Allir vita, að hann hefir örð- ugu embætti að gegna, bæði sem landlœknir og þai að auki sem læknir í mannmörgu og víðlendu umdæmi, en auk þessa kennir hann einnig læknisfræði, eða heldur nokkurskonar læknaskóla, er hann aleinn kennir á. Get- ur nú nokkrum komið til hugar, að stiptsyfirvöldin álíti, að embætti ykkar yfirdómandanna sje svo miklu örðugra, en hans, að þið tveir eigi getið sökum tímaleysis aðstaðið kennsluna í lagaskólannm, þar sem hann þó hcfir tíma til frá embætti sínu að aðduga einn læknakennslunni? Enginn á alþinginu he.fir npkkru sinni, svo jeg hafi sjcð eða rnuni, hreyft þeirri mótbáru, að assessorarnir eigi mundu komast til að hafa kennsluna á hendi á laga- skólanum, og víst mun það, að háyfirdómari Jónassen hefir í hvorttgt skiptið gjört það, sem hann liefir verið þar konuugsfulltrúi, og einmitt þar hefði hann þó att að korna fram með hana, ef hann hetði nokkuð treyst henni, eður álitið, að nokkuð í hana væri varið. það virðist og augljóst, að hann hefijr ekki svo nnkið sem hið minnsta hreyft henni í álitsskjölum sínum til stjórn- arinnar um mál þetta, því stjórnin hefði þá nú ekki gengið út frá því sem vísu, að yfirdómendurnir mundu geta aðdugað kennslunni. Hvað gæti honum nú gengið til þess, að fara núna að finna upp á nýrri viðbáru, einungis til að spilla málinu, sem engum fyr hefir komið til hugar, hvorki honum sjálfum, nje öðrum, og sem þar að auk er gripin svona úr loptinu? Og loksins virðist mjcr, að alltsaman verði að vera komið undir því, hvort þið assessorarnir sjálfir álítið, að þið hafið tíma til þess frá öðrum embættisstörfum ykkar, að taka að ykkur kennsluna í lagaskólanum, því þið megið þó sjálfir þekkja bezt embætti ykkar, og hvað mikinn tíma þið hafið afgangs frá ykkar embættisönnum, ogj.egskal aldrei að óreyndu trúa, að stjórnin álíti stipts- yfirvöldin trúanlegri í þessu en ykkur sjálía, einsogjeg held líka, að hún ekki hafi ætlazt til, að þau skyldu segja álit sitt um þetta atriði, því inin er þó í sannleika of skynsöm til að átita, að biskupinn og jafnvel stiptamt- maðurinn sjeu svo inni í störfum yfirdómandanna, að þeir geti borið með nokkrum rélti brigður á það, sem þeir segja um þau; annað mál er það, að hinn núver- andi setti stiptamtmaður getur sem forseti í réttinum sagt, hvort hann treysti sjer lil þess, að taka að sjer forstöðumannsembættið á skólanum auk forseta embæltis- ins í réttinum; en þó hann nú neilaði því, að hann treysti sjer t.il að komast út af þessu — og hver gæti trúað honum til þess, að hann ekki treysti sjer til þessa, sem tekizt hefir í fang bæði að gegna stiptamtmanns- embættinu og konungsfulltrúastörfunum auk embættis síns í yfirdóminum ? — þá getur bann að eins sagt þetta um sjálfan sig,enáþar á móti hvorki með, nje er fær að dæma um, til hvers hinir, sem eru í rjettinum, treysti sjer, eður hverju þeir kunni að geta afkastað. Jeg þykist nú þannig hafa fært næg rök fyrir því, að engin hæfa muni vera i áðurnefndum orðasveim, að stiptsyfirvöldin muni nú vilja spilla þessu alþjóðlega máli, og sem nú er komið svo langt á Ieið, með áminnztri, mjer lá við að segja bernskulegu, viðbáru, og sem bágt er að sjá, <af hverjum rótum væri sprottin. En þó jeg nú fyrir mitt leyti leggi áþetta engantrúnað, þá sl^ora jeg samt fastlega á yður, að þjer, ef skólinn eigi skyldi geta ákomizt í haust, komizt eptir, hvað hafi hamlað því, og skýrið mönnum frá því apturíblaði yðar; því jcgget ekki vorkennt yður, að hafa brjefaskriptir við þá menn í Danmörkú, ef blað yðar annars er í nokkru nýtt, sem með nokkurn veginn áreiðanlegri vissu geti frætt yður um þetta. <!• J- Dáið Iieldra fólk. — Hingað hefir frjetzt, að konasjera Friðriksí Akur- eyjum Eggertssonar, Arndís Pjetursdóttir, hafi dáið fjórða í livítasunnu nú í vor; fuðir hennar var sjera Pjetur í Stafholti, son Pjeturs sýslumanns í Ilnappadalssýslu, er dó 1814, sonar sjera Pjeturs í Miklholti (-þ 1776) Einars- sonar í Ólafsvík, Halldórssonar í Mávabltð, Guðmundssonar í Eæ í Borgarfirði, Guðmundssonar í Norðtungu, Halls- sonar sýslumanns í Iljörsey fyrir Mýrum, Ólafssonar prests í Saurbæ á Hvalfjarðarslrönd, Iíolbeinssonar, Sigurðssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.