Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 3

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 3
> meðal annars, stinga upp á við stjórnina í Danmörku þeim ráðstöfunum, er þeir mættu álíta nauðsynlegar til að koma vegunum í gott horf. j>að sem þar á móti konungsbrjefi þessu einkum var ábótavant, og þess vegna þurft hefði að víkja við með tímanum, er auðsjáanlega það, að I. var ekki ákveðið í því, í hverju hlutfalli bændur skyldu starla að vegabót- unum, heldur var sýslumönnum, sem áður er sagt, falið á hendur, eins og verið hafði frá því fyrsta Iög vor fóru að skipta sjeraf vegunum, að ákveða það, envenjanvar víðast sú, að allir bændur voru látnir starfa hjer um bil jafnt að vegabótum, livernig sem slóð á fyrir þeim; en af þessu gat aptur opt risið hinn mesti ójöfnuður. 2. skipti konungsbrjefið sjer ekki af því, eins og áður var á vikið, að vegabætur væru gjörðar á hinum lengri fjallvegum, er voru yfir þingmannaleið, er þó engan veginn mátti viðgangast, því eins ríður á því og engu síður, að þessir vegir sjeu gjörðir góðir og greiðir yfir- ferðar, sem hinir, er styttri eru. fessir gallar gjörðu vegalög þessi óvinsæl; samt munu amtmenn vorir litið hafa hirt um, að stinga upp á því við stjórnina í Dan- mörku, að ráðin yrði bót á þeim; þar á móti urðu nokkrir einstakir menn til þess, eins og alkunnugt er, að stofna fjelag nokkurttilað bæta fjallveguna; stóð fje- lag það nokkur ár og afkastaði miklu; en á fyrnefnda gallanum var engin bót ráðin, og hann var þó einkum það, er gjörði konungsbrjefið óvinsælt í augum alþýðu, og að alþýða hjelt áfram að skoða vegabæturnar sem byrði fyrir sig; álitu bændur almennt, af því þeim hug- kvæmdist eigi annað betra,að bezta ráðið til að bæta úr þessum galla væri, að burtnema skylduvinnuna við vega- bæturnar. Loksins varð stiptamtmaður Bardenfleth fyrstur til að stinga upp á því, að nokkrarbreytingar væru gjörðar á konungsbrjeflnu, og komst málið þannig f hreyfingu, er ændaði með því, að ný tiiskipun utn veguna hjer á landi kom út, dagsett 15. marz 1861. Frnmvarp til þessarar tilskipunar var tvisvar lagt fyrir alþingið, bæði árið 1857 og 1859, því tillögur þingsins voru svo í fyrra skiptið, að stjórnin þótlist ekki geta liaft tillit til þeirra; í seinna skiptið þar á móti fór hún í öllu hinu verulega eptir tillögum þess þá. þeim,sem vilja kynnasjer hinar ýmsu tillögur alþingismanna í þessu áríðanda máli, er vér ætlum margir muni vera, vísum vér til alþingistíð- indannna frá báðpm fyrtjeðum árum, en það er slæmt, að þar cru sumsstaðar svo miklar prentvillur, að mein- ingarleysa verður úr. Hvað nú tilskipun þessa snertir, þá ætlum vér, að fá lög á seinni árum hafi meir misheppnazt en hún; 1. eru að eins 3 ár liðin, síðan hún kom út, 'og þegar er risin megn almenn óánægja yfir því, í hið minnsta hjer syðra og vestanlands, hvernig þjóðvegirnir víðast hvar eru orðnir því nær ófærir, þar sem ekkert hefir verið við þá gjört þessi 3 árin; og hvernig munu þeir þá verða, er fram líða stundir, ef þeir nú þegar eru víða orðnir svo að kalla ófærir? Sje eigi hirðuleysi amt- mafinanna um þetta að kenna, er þetta eina atriði nóg til að sýna, að tilskipanin eigi er hafandi svona, eins og hún er, og að annaöhvort verður að fá meira fje til þjóðveganna, en sem hún ákveður að til þeirra skuli ganga, eður þá að öðrum kosti, að telja verður færri vegu til þjóðvega, sem bæta á með þessu fje, en tilskip- anin gjörir. það virðist og auðsætt, að 6000 rd. — en það var sýnt á alþinginu nægilega 1859, að svo mörg hálf dagsverk, sem verkfærir menn eru á landinu millum 20 og 60 ára, eigi næmi meira — sjeu eigi nóg fje lil að viðhalda öllum alfaravegum á landinu, sem er yfir 1800 ferhyrndar mílur, bæði niðri í byggðum og á fjöllum uppi, jafnvel þó amtmenn færu með það með hinni mestu hirtnissemi, því síður, að gjöra megi nýjar vegabætur, eður leggja nýja þjóðvegu, þó þess væri þörf, með ekki meira fje. 2. eykur það eigi lítið á óánægju bænda, sem von er, með tilskipunina, hversu gjaldið til þjóðveganna kemur misjafnt niðnr á menn, állt éptir því í hverjum hreppum þeir búa, svo þegar t. a. m. einn bóndi borgar 10 rd. til þjóðveganna, borgar annar bóndi í öðrum hrepp jafnríkur hinum, og ef til vill rík- ari, að eins 3 rd. til þeirra. Ef hver hreppur hefði nú að annast þjóðveguna hjá sjer, þá væri þetta ekki fremur tiltökumál, heldur en það, að sveitaþyngslin yfir höfuð opt eru misjöfn í hreppunum; en úr því tilskip- unin álitur nú, að þjóðvegirnir í hverju amti eigi að vera sameiginleg byrði fyrir amtsbúana þar, þá er það í sannleika óskiljanlegt, hvernig nokkur sanngirni eður jöfnuður geti talað fyrir því, að þessi sameiginlega byrði skuli hvíla langtum þyngra á mönnum í sumum hrepp- um en sumum. |>essi ósamkvæmni í tilskipaninni kemur öll til af því, að hún skiptir byrðinni millum hreppanna af handahófi, því það gjörir hún, er hún skiptir henni eptir tölu verkfærra manna á vissum aldri í hverjum hrepp, án þess þó að láta þá byrðina hvíla á þeim öll- um, eður þá á þeim, er njóta góðs af verkum þeirra; það virðist og auðsætt, að úr því tilskipunin leggur tölu verkfærra manna til grundvailar fyrir skiptunum á þjóð- vegabótaskyldunni millum hreppanna, þá hefði hún átt að sleppa þeim mönnum öllum úr tölunni, er eigi gætu borgað hálft dagsverk. 3. hefði það verið hyggilegra og vinsælla, að gjöra enga brcytingu eður þá mjög svo litla í því, er staðið hafði hjer á landi frá aldaöðli, að hver hreppur skyldi annast þjóðveguna hjá sjer; að gjöra þjóðveguna í hverju amti, eins og tilskipunin gjörir, að amtsmáli, er ekkert náttúrlegra, en að þjóðvegirnir í hverjum hrepp sjeuhreppamál; þvert á móti cr það eðli-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.