Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 6

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 6
14 stiptsyfirvaldanna frumvarp frá stjórninni um fyrirkomu- lag skólans, og að þau og yfirdómendurnir hafi verið beðnir að segja álit sitt um það. f>að má nú fulltreysta því, að frumvarp þetta hafi verið vel og viturlega hugsað og samið, þar sem slíkur vitringur og frelsisvínur hefir átt hlut að máli, sem ráð- herra Monráð er. Líka geta menn gengið að því vísu, eins og lika mælt er, að þið assessorarnir í yfirdómin- um hafið fallizt á frumvarpið, og boðizt til að taka að ykkur kennsluna við skólann, því þið hafið bæði á al- þingi og eins endrarnær fyllilega íátið í Ijósi, að þið væruð máli þessu mjög meðmæltir og vilduð styrkja það að því leyti, sem stæði í ykkar valdi. Og loksins hlýt jeg að ímynda mjer, — þegar jeg gæti að því, að það er almenn og innileg ósk manna hjer á landi, að mega fá skólann; að alþingi aptur og aptur hefir óskað hans og beðið um liann; að hinn hásæli konungur vor, Friðrik hinn 7., yfirlýsti því, að það væri ósk sín, að hann gæti komizt á, ef fje fengist til hans; að vjer megum treysta því, að vor allramildasti konungur, Kristján hinn 9., muni láta sjer annt um, að þessari ósk síns hásæla fyrirrenn- ara geti orðið framkvæmt; að menn mega álíta, að nú sje búið að fá fje til skólans, sem nægi til að gcta komið honum á fót, þó hann fyrst verði í litlum stýl* fyrir þann frábæra velvilja og framkvæmdarsemi, sem ráðherra Mon- ráð hefir sýnt í máli þessu—þá hlýt jeg að ímynda mjer, segi jeg, að stiptsyfirvöldin, sem eptir stöðu sinni eiga að láta sjer vera annt um alla uppfræðingu hjerálandi, eigi geti verið þekkt að því, að mótsetja sig því, að skólinn ijomist sem fyrst á, nje að þau gjöri það, og það hversu mótfallinn sem hinn núverandi stiptamtmaður vor Jónassen áður hefir verið skólanum. En hvað utn þetta, þá eru tungurnar lengi skæðar, og jeg get ekki neitað því, að jeg hefi heyrtþví fieygt, að stiptsyfirvöldin þykist álíta, að ef skólinn eigi að geta komizt á, þá verði forstöðumannsembættið við liann að vera sjerskilt embætli, þar yfirdómendurnir eigi geti annað því, að hafa á hendi auk embættis síns kennsluna við skólann. f>að er nú auðsætt, að þessi splundurnýja viðbára, ef sönn skyldi, er ekkí annað en tómir útúrdúrar og vífilengjur, sem enga aðra afleiðingu gætu haft, en að eyða málinu, ef unnt væri; því það liggur þó í augum uppi, að ef forstöðumannsembættið við lagaskólann á að vera sjerskilt embætti, þá hlýtur að ganga langtum meirafjetil hans, en stjórnin eða alþingið nokkru sinni hefir gjört ráð fyrir; það er því hægt að sjá, að auk þess, sem viðbára þessi er ágæta vel löguð, yrði henni gaumurgefinn af sljórninni, til þess enn þá í nokkur ár þvert á móti vilja landsmanna að draga það, að skólinn geti komizt á — því það liggur þó í augtim uppi, að um þclta nýja atriði, sein stiptsyfirvöldin nú hefðu fundið í málinu, yrði fara að skrifa aptur á bak og áfram og leggja það fyrir alþingið og á meðan gæti þó skóiinn ekki ákomizt — þá hlýtur það að vera kröptugt ráð til að gjöra stjórnina leiða á málinu að fara að krefja hana um meira fje til skólans, en menn nokkurn tíma fyr hafa gjört, einmitt nú, þegar allir vita, að hún hlýtur að vera í miklum fjárkröggum og menn með mesta þakk- lætimegataka við öllu því fje, erhúní þessum kringum^ stæðum sínum veitir oss til nýrra stofnana og fyrirtækja lijer á landi. Mönnum dygði nú samt eigi að fást um það, þó viðbáran hefði þessa afleiðingu, að skólinn gæti eigi kom- izt upp, efhún annars væri á rökum byggð, helduryrðu inenn að gjöra sig ánægða með það, hvernig sem þeim svo fjelli það. En það er svo fjarri því, að viðbára þessi hafi nokkur rök að styðjast við, að jeg skal aldrei ímynda mjer, að stiptsyfirvöldin bjóði sjer að bera hana á borð fyrir stjórnina, því þess ber vel að minnast, að hjer er ekki verið að ræða um það, hvernig lagaskólinn ætti að vera úr garði gjörður, til þess hann gæti sagzt vera fullkominn, heldur að eins um það, hvort yfirdóm- endurnir hafi tíma til að taka að sjer kennsluna í skól- anum sökum cmbættisstarfa sinna, sem er allt annað mál. J>að hefir mátt heyra það, þegar talað hefir verið um, að veita yður í yfirdóminum lík laun, sem þeir hafa í yfirdómunum í Danmörku, að það væri óviðurkvæmi- legt og óeðlilegt, þar sem þjer hefðuð svo iílið að gjöra; hvernig gætu menn þá nú sagt, að það sje ó- kljúfanda fyrir yður, að kenna og sjá um kennshma í lagaskólanum, af því þjer hefðuð svo mikið að gjöra? þetta get jeg ekki skilið, og jeg veit í sannleika ekki, hvað cr að tala hvað ofan í annað, ef það væri ekki þetta. Ilvernig getur enn fremur háyfirdómari Jónassen, sem í fleiri ár var settur sýslumaður í Gullbringu og Kjósarsýslum,meðan hann var assessor í yfirdöminum, og nú, síðan hann varð forseti í ylirdóminum, líka í mörg ár liefir gegnt stiptamtmannsembættinu, og þar að auk annaðhvort ár verið konúngsfulllrúi á alþinginu, sagt, að þið assessorarnir í yfirdóminum eigi getið annað því, að hafa á hendi auk embættis ykkar kennsluna við laga- skólann? Hann getur þó ekki álitið, að það sje örðtigra embætti að vera kennari á lagaskólanum eða þá á presta- skólanum, — því þessi embætti yrðu lík — heldur en að vera sýslumaður í örðugri sýslu, svo sem Gullbringu og Ivjósarsýsla er, eður þá örðugra en að vera stiptamt- maður yfir öllu íslandi og þar að auki annaðhvort ár konung£fulItrúi á alþinginu. Nei! Iíomist eigi assessor- arnir til að vera kennendur á lagaskólanum, virðist mjer það Ijóst, að hávfirdómari Jónassen geti eigi heldur gegnt

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.