Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 8

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 8
16 Sjera Ólal'ur Kolbeinsson lifði um siðaskiptin og var merkisklerkur í sinni tíð, og voru allir þessir langfeðgar merkismenn. Móðir Arndísar og kona sjera Pjetnrs í Stafliolti, lijet Sigþrúður, dóttir sjera Bjarna á Mælifelli Jónssonar ,en móðir Sigþrúðar var Sigríður Jóliansdóttir, systir sjera Iíristjáns í Stafholti; um Jón fóður sjera Bjarna vita menn ekki, en móðir sjera Bjarna vár Sig- þrúður, dóttir sjera Jóns á Staðastað bróður Skúlafógeta Magnússonar; var faðir þeirra bræðra, Skúla og sjera Jóns, Magnús prestur í Húsavík, son Einars prests í Garði norður, Skúlasonar prests í Goðdölum,Magnússonar prests á Mælifelli (-þ 1662) Jónssonar, en móðir sjera Skúla í Goðdölum og kona sjera Magnúsar á Mælifelli varlngunn Skúladóttir, systir þorláks biskups Skúlasonar; bennar móðir var Steinunn dóttir Guðbrands biskups jþorlákssonar. Ilúsfrú Arndís Pjetursdóttir mun hafa verið litið yfir sextugt, hún var merk kona mjög, guðbrædd, stillt, brein- skilin, síglöð í umgengni, vel að sjer til munns og handa, meðaumkunarsöm við alla er bágt áttu og góðgjörðasöm; þettamun engum þeim finnast ofiof, ernokkuðþekktuhana. |>au sjera Friðrik áttu 4 börn, er upp komust, og lifa þau enn. 1. Pjetur kaupmann á Borðeyri, kona hans er Jakobína dóttir Páls amtmanns Melsteðs þórðarsonar. 2. Sigþrúði seinni konu Jóns yfirdómara Pjeturssonar. 3. Guðrúnu seinni konu Rögnvaldar gullsmiðs í Fagra- dal Sigmundssonar frá Akureyjum. 4. Elinborgu konu Páls Vídalíns í Viðidalstungu. Jónssonar. Líka hefir frjetzt, að fyrir skömmu væri dáin Gy- ríður kona sjera Pjeturs á Ólafsvöllum Stefánssonar; hafði hún gott orð, á sjer og þótti merkiskona. Faðir hennar var hinn nafnfrægi og lærði prestur, þorvaldur, seinast prestur að Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarsson, prests á Mosfelli, Ilögnasonar prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðarsonar, Högnasonar, Guðinundssonar; voru þessir þrír langfeðgar, hver fram af öðrum, prestar i Einboltum, en sjera Guðmundur var son Ólafs prests á Sauðanesi Guðmundssonar; sjera Ólafur var á dögum Guðbrandar bisknps þorlákssonar, og var einhver hinn lærðasti klerkur á sinni tíð; orti hann marga sálmá, og var því kallaður »Ólafur prestur sálmaská!d«. Faðir hans, Guðmundur, var bóndi á Svalbarðsströnd. Móðir Gyríðar, konu sjera Pjeturs, var Guðrún Einarsdóttir, miðkona sjera þorvaldar; var Einar faðir hennar lög- rjettumaður og bjó á þrándarholti, en faðir hans var Haíliði prestur hinn gamli Bergsveinsson lögrjettumanns, Sölmundarsonar í Sandgerði, ívarssonar. Kona Söl- mundar og móðir Bergsveins lögrjettumanns bjet |>óra Bergsveinsdóttir prests á Utskálum, Einarssonar, er þar var og prestur, Ilallgrímssonar á Egilsstöðum í Vopna- firði, Sveinbjarnarsonar officialis á Múla norður, þórðar- sonar; sjera Sveinbjörn var binn mesti merkisklerkur í sinni tíð, var hann fæddur skömmu eptir 1400, og kall- aður barna-Sveinbjörn, af því hann átti svo mörg börn. Gtiðrún Einarsdóttir var föðursystir herra Árna biskups í Görðum Helgasonar. Synir sjera Pjelurs og Gyríðar eru þeir: Stefán prófastur í Holti í Önundarfirði, er á Guðrúnu dóttur Páls amtmanns Melsteðs þórðarsonar, og Magnús læknir í Vestmannaeyjnm ; enn var son þeirra þorvaldur prestur, , er átti Guðrúnu dóttur Magnúsar jústizráðs í Vatnsdal, dó hann nýlega orðinn prestur, og á ekki afkvæmi eptir sig. í bvrjun fyrra mánaðnr dó og fraukan Anna, dóttir þórðar justitiarii Jónassonar; var hún um tvítugsaldur og hin efnilegasta stúlka. Einnig er fyrir fám dögum dáin Guðrún kona Ein- ars prentara þórðarsonar, merkiskona, stillt og geðprúð ; faðir hennar hjet iMarteinn Vigfússon, en móðir Guðrún Guðmundsdóttir frá Keldum Pálssonar; var bróðir Guð- rúnar Guðmundsdóttur Steinn faðir Torfa söðlasmiðs, föður Steins prests á Hjaltabakka. þau Einar og Guð- rún eiga tvo sonu á Iífi, Magnús og J>órð. í Mýrdalnum fórst skip í fyrra mánuði, kom það utan úr Vestmannaeyjum ogvoru á 27 manns; varð 13 bjargað, en 14 týndust. (Aðsent). Mig furðar á, að blöðin hafa ekki sjerstaklega getið um hina ensku verzlun Hendersons, sem hjer í Rcykjavík er nú með talsverðum krapti að komast á fót. Fyrst og fremst hefir hún veitt mörgum innlendum manni tals- verða vinnu og borgað hana vel, þar að auki gefur hún nú einhverja hina beztu prísa sem yfir höfuð gerastum allt land, þegar á allt er litið; og fari þessu svonafram, þá líturút fyrir, að hún verði einhver hin bezta verzlun þessa lands. Nú hefi jeg heyrt eptir factor hennar haft,að hann gæfi 24 — 25 rd. fyrir góðan saltfisk og 14 rd. 48 sk. fyrir gotutunnuna með trje, 15 —16 sk. fyrir 1 pnd. sund- maga, 50—52 sk. f. hvíta ull, pundið, 7 rd. f. dúnpundið. En á móti hafi hann aptur látið korntunnuna á 8 rd., bánkabygg 10 rd., baunir 8'/2—9 rd., kaffi 36sk. pnd., sikur, rauðan 22—24 sk., hvítan 22 sk. J>ar að auki hefir hann selt timbur með betra verði en flestir kaup- menn hjer. Jeg mun siðar tala um þessa verzlun frekar. Ileylivilíingur. Utanlandsfrjettum sleppum vjer í þetta sinn, og þangað til vjer fáum áreiðanlegri fregnir þaðan. Útgefendur og ábyrgðarmenn: Benidikt, Sveinsson, Jón Pjetursson, Jón Pórðarson Thoroddsen. l’rentahur ! prentsmftju íslands, 1364. Einar þúrharson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.