Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 4

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 4
12 legt, þó bændum þyki það óviðkunnanlegt, að verða að leggja á ári hverju út fje til vegabóta einhversstaðar í amtinu, þar sem þeir, ef til vili, aldrei fara um, og því aldrei sjá arðinn af því fje sínu nje njóta gagnsins af því; sje þessu fje þar á móti varið* til vegabóta í hreppum þeirra, þá bæði sjá þeir arð þess og njóta hans sjálfir, og þeir telja þá síður eptir sjer, þó þeir eigi að gefa skildingnum meira til vegabóta; við þetta getur og hæglega kviknað kapp millum hrepp- anna, og hver farið að keppa við annan með að hafa veguna sem bezta hjá sjer, en það er með öllu fyrir- byggt, að þvílíkt kapp getikviknað, með hinu fyrirkomu- laginu. |>að er og eðlilegt, að úr því tilskipanin gjörir allar þjóðvegabætur að amtamálum, verður gjaldið til þeirra að vera tómt peningagjald; en hversu örðugt hlýtur það eigi að verða mörgum fátæklingi að greiða það, sem varla á einn skilding í eigu sinni, en þó hæg- lega gæti unnið einn eður tvo daga sjer með öllu að skaðlausu að þjóðvegabótum í hrepp sínum, ef hann mætti það? Að vísu játum vjer fyllilega, að í sumum hreppum getur verið svo illt að gjöra við þjóðveguna; að það því nær sje ofvaxið kröptum hreppsbænda þar, en þá mætti, líkt og Norðmenn gjöra, er svo stendur á, leggja næsta hrepp við, ef minna er þar að gjöra við veguna — einkum eigi menn þar veg um hinn hrepp- inn, er þeir fara í kaupstað eður til annara nauðsynja sinna, — og láta svo báða hreppana vera sem einn hrepp, hvað vegabætur snertir. 4. virðist sú breyting að hafa verið til hins lakara eins, að svipta sýslumenn og hrepp- stjóra öllum ráðum yíir þjóðvegunum, og fá þau öli í hendtir amtmönnum. Amtmönnum getur atdrei orðið unnt að vita, hvar mest þörf sje á ári hverju að gjört sje við þjóðvegtina í umdæmi sínu; en það vekpr óá- nægju manna, ef vegabæturnar eigi eru gjörðar, þar sem helzt þarf að gjöra þær, heldur annarsstaðar, þar sem þeirra síður er þörf; og því óhappasamari og verri er þessi breyting, sem amtmenn eiga eptir tilskipuninni ár hvert að vera búnir, hið seinasta innan loka apríl- mánaðar að ákveða, og kunngjöra sýslumönniim, livar gjöra skuli þjóðvegabætur í umdæmi sínu á því ári, cn einmitt á vorin bæði um þetta bil og eins nokkru eptir það spillast mest þjóðvegir víða af vötnum, skriðum og árennsli, og verða stundum með öllu ófærir; við þetta verða menn þá að búa í hið minnsta árlangt eptir til- skipuninni, því engin bót fæst á því fyr, þar hvorki sýslumenn nje hreppstjórar hafa vald nje fje. til að láta gjöra við þetta, og amtmenn eru búnir að ákveða, að þjóðvegagjaldinu það ár skuli verja annarsstaðar. Auk þess, sem þetta fyrirkomulag þannig er óbærilegt, er það og alkunnugt, að þegar vegir fara að spillast, má opt gjöra við þá með litlum kostnaði, ef undir eins er undið að því; en sje það dregið ílengra tíma, getr að- gjörðin verið orðin þvi nær ómöguleg, hvað mikið sem til hennar er kostað, og er þar þá kastað út miklu fjc við tilskipunina til einskis. Yér sleppum með öllu að tala um fleiri galla, sem eru á tilskipun þessari; þvi bæði gjörum vér ráð fyrir, að hún muni aldrei eiga sjer langan aldur, og líka eru þessir gallar, sem vjer liöftim nefnt, án efa þeir, sem helzt gjöra liana óliafandi, og menn því ættu að vara sig helzt við í nýjum vegalögum. J>að hefði vissulega verið affarasadla, hefði tilskipunin lagt til grundvallar konungsbrjenð 1776, og að eins reynt til að laga það, en einkum þó bæta úr þeim tveim aðalgöllum, er á því voru og vjer fyrr höfum nefnt, og því leitazt við að finna ráð til þess, 1., hvernig lagflir ynht góðir pjóS- vegir yfir fjallgarða þá, er menn fara byggða á mill- um, en lengri eru en þeir, sem honungsbrjejið slciptir sjer af. |>etta málefni finnst oss fyllilega vera eptir eðli sínu amtamál, og að kostnaður sá, sem til slíkra fjall- vega gengi, ætti þvi, eins og stungið var upp á í frum- varpi stjórnarinnar til alþingis, að berast á sama hátt, sem annar kostnaður, er greiddur er í sameiginlegar þarfir hvers amts, eður úr jafnaðarsjóði þess. Eins finnst oss það í eðli sinu, eins og stóð í nefndu stjórnarfrum- varpi, að sett væri viss takmörk fyrir því, hvað miklu fje jafna mætti á menn í þessu skyni, og að það eigi mætti vera meira, en 2 skildingar af hverju lausafjár- hundraði; nnin siimur kostnaður, sem amtmenn nújafna niður á latisafjeð, eigi vera fremur þarfur, eður meira í sannar þarfir umdæmisins, en þessi kostnaður væri; líka mætti auka tekjur jafnaðarsjóðanna á annan hátt, en nú er gjört, ef þörf þætti, með að gefa þeim nýjar tekjur, t. a. m. láta allar sektir falla til þeirra, þær er nú kall- að er að falli til fátækra, en sem i rauninni falla til hreppanna, eðtir þeirra, sem hina fátæku eiga að ann- ast, o. s. frv. 2., hvernig jafnað yrði bezt niður og eptir föst.um reglum vegabótaslcyldunni niðri í byggðum á hreppsbœndur; þetta ímyndum vjer oss að gjöra mætti á marga vegu, en oss geðjast að engu betur af því, sem vjer höfum heyrt umtalað í því tillili, en að jafna skyldunni niður, áþekkt því sem Norðmenn gjöra, og ef til vill fleiri þjóðir, eptir dýrleika jarðanna, sem í hreppnum eru, t. a. m. eins og ef hver legði til 1 dags verk fyrir hver 20 hndr., sem hann býr á, og eins 1 dagsverk, þó hann búi á minna en 20 hndr., ef hann samt býr á meira en 10 hndr., og loksins hálft dags- verk, ef liann býr á 10 hndr. eður minna. Af því vjer álítum það svo áríðanda fyrirlandið, að vegirnir geti orðið sem beztir, og þykjumst, eins og svo margir aðrir, sjá fram á, að þeir aldrei geti orðið hjer góðir með þessum lögum, sem nú eru, vonum vjer, að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.