Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 5

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 5
1 13 menn beiðist þess sem fyrst, a5 vegabótatilskipanin verði tekin fyrir til endnrskoðunar og breytl þannig, sem vjer höfum bent á, eður þá á annan líkan hátt, og höldum vjer, að ágætt væri að laga vegalög vor sem mest yrði eptir vegalögum*Norðmanna, þvi þar er landslagið mjög líkt því, sem það er hjer á landi, og víða, ef til vill, langtum örðugra að gjöra þar góða vegu, heldur en hjer, en þó eru vegirnir þar, að margra sögn, orðnir mjög ágætir, síðan Norðmenn fóru að eiga með sig sjálfir, og einkum síðan þeir fengu hin nvjustu vegalög sín. Loksins viljum vjer geta þess, að það er engan veg- inn tilskipuninni að kenna, svoleiðis sem sumir halda, að almenningur ennþáeigier farinn að sjá nein skil frá amtmönnum fyrir því, hvað þjóðvegagjaldið hafi verið þessi árin, síðan hún út kom, og hvernig því hafi verið varið, heldur er það víst þeim sjálfum að kenna. Að fá að vita þetta, ættu menn þó að hafa fulla heimting á; auk þess væri það bæði fróðlegt, og nauðsynlegt til að geta sem fyrst sjeð og fengið glöggva þekkingu á því, hvað unnið hefir verið að þjóðvegabótunum þessi árin, og hvers menn geti vænzt af tilskipuninni, ef hún skyldi eiga að standa iengur og eiga sjer nokkurn aldur enn þá, er fáir munu óska, sem nokkuð umhugað er um vegu vora. sinni, og vona menn, að enn kynni að fást viðbót eptir þörfum. 3. Jafnvel þó fundarmenn allir voni, að hið opinbera fáist til, með góðu fylgi yfirvaldanna, að láta kostn- aðinn af þessum verði lenda á öllum ömtum lands- ins, hafa menn þó til vara ákveðið, að sjerhver sveit og byggðarlag skyldi ábyrgjast skil á kaupgjaldi þeirra manna, sem útvegaðir eru í vörðinn, þó eptir sann- sýnilegri innbyrðis niðurjöfnun eptir stærð og efna- liag sveitanna, þó með von um sameiginlegan styrk frá norður- og vesturamtinu, auk þess tilgreinda. 4. Samþykkt var sern höfuðregla, þó með nokkru breyt- ingarfrelsi fyrir varðnefndina, að dagkaup fyrir varð- mann hvern skyldi vera 1 rd. 32 sk., en 1 rd. 64 fyrir yfirmenn. 5. Fundurinn áleit nauðsynlegt að kjósa menn til að stjórna verðinum, og voru i þá nefnd kosnir hrepp- stjóri Magnús Jónsson á Yilmundarstöðum, þórður þorsteinsson á Sturlureykjum, hreppstjóri Jón |>órðar- son á Stafholtsey, Pjetur |>orsteinsson á Grund, Guð- mundur Oddsson á Litlasandi, Bjarni Helgason á Stórabotni. 6. Enn fremur var ákveðið, að vörðurinn skyldi byrja þegar, en vera alsettur í seinasta lagi 9 vikur af sumri. 7. Loksins var til tekið, að varðnefndin skyldi fá lítil- fjörlega en sanngjárna þóknun fyrir sína fyrirhöfn í varðarins þarfir, og leggst það fje við varðkostnaðinn. Fundarályktanir þessar voru upplesnar í heyranda hljóði og undirskrifaðar af fundarstjóra og öllum hrepp- sljórum, sem á fundinum voru. Ár og dag sem áður greinir. J. Thoroddsen. J. jþorvarðsson. Hjálmur Pjetursson. H. Bjarnason. Jón þórarinsson. Magnús Jónsson. G. ísaksson. Tómás Jónsson. J. Bjarnason. Jón Helgason. Daniel Jóns- son. Jón þórðarson. J>orv. Ólafsson. St. Grimsson. Sigurður Vigfússon. (Aðsent). Jeg leyíi mjer, heiðruðu útgefendur, að biðja yður að Ijá iínum þessum rúm i blaði yðar, og treysti jeg þvi fremur, að þjer gjörið það, sem málefni það, erjeg ætla að tala um, að uokkru leyti getur sagzt snerta suma af yður sjálfum. Með hinni mestu gleði og ánægju, og eins munu margir aðrir bafa gjört, las jeg það í yðar heiðraða blaði, að þess mundi eigi verða langt að bíða hjeðan af, að vjer íslendingar fengjum lagaskóla hjer á landi; einnig hefir það frjetzt og er altalað — eins og líka mátti lesa millum linanna hjá yður — að komið hofi í vor til Sýslufundurinn i Þingnesi. Ár 18G4 hinn 8. júní var haldinn almennur sýslu- fundur að þingnesi, til þess að ráðgast um varðstofnan í ár, til að verjast útbreiðslu kláðasýkinnar, sem sjer í lagi þykir bættuleg frá Iíjósar og Guilbringusýslum. Fund- inn sóktu hjer um bil alls 50 manns, þar á meðal nokkrir hreppstjórar úr Mýrasýslu. |>egar fundurinn var settur, var Jón sýslumaður Thoroddsen kosinn til að stjórna fund- inum. Eptir ýmislegar uppástungur og umræður komst fundurinn til sameiginlegrar ályktunar um þessi atriði: 1. Að setja skyidi vörð á hinni fornu Skorradalsvarðlínu og að auki 5 til 6 menn, til að verja kláðafjenu úr Kjósarsýslu, að komast inn í syðra hluta Borgar- fjarðarsýslu, sem menn vona að nú hafi heilbrigt fje. Varðmenn þessir skyldu standa í beinu sambandi við aðalvörðinn, á því svæði, sem varðnefndin álítur hentugast. 2. þessu til framkvæmdar var ákveðið, að hver sveit í efra hluta sýslunnar skyldi leggja til einn mann að sínu leyti, og hrepparnir í ytra partinum allir samt 3 menn; þar að auk lofuðu fundarmenn úr Mýrasýslu að ieggja 5 menn til, og enn framar lofaði hreppstjóri Jón þórðarson að útvega 3 menn í nafni Norðlend- inga. |>annig eru ákveðnir 16 menn í vörðinn að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.