Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.08.1864, Blaðsíða 2
10 áþví, að koma vegunum í slíkt horf, og hinu, að gjöra lítið sem ekkert við þá, og þó efni vor og kraptar sjeu litlir, þá maetti þó mikið bæta veguna frá því, sem þeir eru nú, ef oss eigi brysti vilja og áhuga á því, Að vísu sjáumvjerán efa flestír, og finnum, hversu gott og gogn- legt og sómasamlegt það er að hafa góða vegu, en það er samt engan veginn nóg, að menn almennt sjái og íinni þetta; vcgirnir eru alþyðlegt málefni, og því verður að gjöra þiúh skynsama vilja þjóðarinnar urn þá að lögum, eður með öðrum orðum: gefa skynsamleg og hentug lög um það, hvernig koma skuli málefni þessu yfir höfuð í gott horf um allt landið, og að því, að slík lög komist á, eigum vér allir að stuðla eptir mætti. |>að er víst um það, að vegalögum vorum, bæði hinnm eldri og yngri, hefir verið og er enn þá mjög ábótavant, og þess er engin von, að vegirnir með ekki hentugri lögum sjeu í betra ástandi hjá oss, en þeir eru. í hinum elztu lögum vorura eru því nær sem engar ákvarðanir um veguna, þó má sjá af þeim, að þau gjöra ráð fyrir, að þjóðbrautir sjeu niðri í byggðum, og af Jónsbókinni er líka auðsætt, að svo hefir verið, er hún út kom, enda má og ganga að því vísu, að forfeður vorir, er voru svo hugsunarsamir um almenningsmálefni, og þar að auki liinir vitrustu menn og framkvæmdarsömustu, eitthvað hafi skipt sér af þessu mikilvæga málefni, þó þeir eng- an veginn hafi gjört það nægilega, eður lagt annan eins áhuga á það, sem menn nú gjöra víðast hvar erlendis. í>ví fremur mega menn halda þetta, sem auðsjeð er af lögum þeirra og öðru fleira, að þeir hafa viljað stuðla að því og látið sér annt um, að brýr væru lagðar yitr ár, og ferjur hafðar á þeim. En að þeir eigi liafa tekið úpp í lög sín ákvarðanir um veguna, kemur að öllum líkindum til af því, að þeir hafa álitið, að allt það, er snerti veguna niðri í byggðum, væri hreppamál, er eigi þyrfti að skipa nákvæmar með lögum,þar hrepps- búar þá hvervetna liafa haft áhuga á þessum málum, og ráðið þeim vel, en um veguna uppi á fjöllunum fyrir ofan byggðina hafa menn þá eigi hirt neitt. 1 Jónsbókinni var engin hreyting gjörð á þessu fyrirkomulagi um veguna, nema að éins ákveðið, að þeir skyldu vera 5 álnir á breidd; en eigi hefir liðið álöngu, fráþví landið kom undir konung, þangað til áhugi manna á vegunum, eins og öðrum altnennum málefnum, hefir farið að kólna og dofna, og bændúr viljað koma sjer undan að starfa að þeim, svo ákveða varð méð lögum 1294: að bœndum slajldi vera sTcyJt að gjöra vegu fœra urn pver lijeruð og endilöng, þar sem mestur vœri al- fnethnabegur, eptir ráði lögmanns og sýslumanns (þessi kafli úr rjettarbót Eiríks konungs er settur inn í Jóns- bókina, Llb. kap. XLIV). Með þessari réttarbót var bændum þannig gjört að lagasltyldu, að gjöra almenningsveguna færa í sveitum sínum, og lögmönnum og sýslumönnum falið á hendur, að sjá um, að þeir gerðu það, og halda þeim til þess. JVlenn kynnu nú af orðum rjettarbótarinnar lialda, að hún hefði gjört veguna að hjeraðamálum, þannig, aðábænd- um í hverju hjeraði, hvort sem i því væru fleiri eður færri hreppar, skyldi liggja sú sameiginleg skylda að hafa þjóðveguna, sem þar væri innanhjeraðs, færa;en af fleira má sjá, að menn hafa samt eigi skilið rjeltártjót- ina svo, heldur haldið áfram að skoða veguna nrðri í byggðurn sern hreppamál, og því álitið, að bændur íhverj- um hrepp að eins væru skyldir að annast þjóðveguna í sínum hreppi, án þess að þurfa að gjöra vegabætur í öðrum hreppum. J>ó rjettarbót þessi kunni nú að hafa gjört nokkurt gagn í bráðina, fyrst er hún út kom, befir það samt orðið skammvinnt. Áhugi bænda á vegunum hefiráeinn bóginn með tímanum gjörsamlega útdáið, og þeir farið að skoða þá að eins sem byrði, er lægi á sjer, og á hinn bóginn hafa lögmenn og sýslumenn kynokað sjer við að ganga í berhögg við bændur í þessu efni með að þrýsta þeim, sem skyldi, til vegabóta; með því og líka lengi má kalla vegu fcera, þó þeir eigi sjeu góðir. Rjettarbótin, sem í sjálfu sjer er í þessu efni næsta ó- nákvæm, og sízt löguð til að vekja áhuga alþýðu á veg- unum, hlaut því að verða, erfram liðu stundir, með öllu ónóg til að halda vegunum í góðú standi, er með þessu fyrirkomulagi og við afskiptaleysi þeirra, er áttu að vaka yfir og vinna að þeim, hlutu að trassast og níðast ein- lægt meir og meir, svo að hin fyllsta þörf hefir verið orðin á nýju lagaboði, er kippti þessu aptur í nokkurt lag, þegar konungsbrjefið 29. apríl 1776 um vegunahjer á landi út kom. Konungsbrjef þetta er í ýmsu tilliti vel samið, og hefði með nokkrum breytingum mátt leggjast til grund- vallar fyrir vegalögum vorum. þannig, 1., gefur það margar góðar reglur um það, hvernig bæta skuli veg- una, t. a. m. að þeir skuli vera 6 álna breiðir, þar sem því verði við komið; krókalausir, að því leyti unnt er, o. s. frv. 2., skiptir það sjer eigi að eins af vegunum niðri í byggðinni, er hin eldri lög einungis höfðu haldið sjer við, heldur og af smáfjallvegum millum byggðanna, ef þeir eigi væru yíir þingmannaleið á lengd, og loksins skipaði það og að láta varða hina fengri fjallvegu, og setja sæluhús á þeim á hentugum stöðum, þó það eigi fyndi sjer fært, að láta gjöra þar vegabætur. 3., sýslu- menn áttu að bafa umsjón yfir vegunum, bver i sinni sýslu, sjá um, að almenningúr hjeidí þeim við og ár- lega gerði nauðsynlegar vegabætur, og bvetja bændur til þessa á manntalsþingunum. Amtmennirnir skyldu og hafa yfirumsjón yfir vegunum, hver í sínu umdæmi, og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.