Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 1

Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 1
FJÓRÐA ÁR. 1864 2. desember. Nr. 6. Fjárkláðinn, fyrst skal frægan telja, ernúíblóma, vexti og viðgangi á binum fornu slöðvum sínum, Kjósar- og Gullbringusýslu. þetta er ekki ofhermt. Ljót en þó sönn er sagan. Að vísu væri það um of sagt, færu menn því á flot, að kláðinn væri nú sem stendur sjáan- legur og áþreifanlegur í hverri sveit og á hverjum bæ, eður jafnvel á fjölda eður meiri hluta bæja eður sveita á þessu svæði. Hitt mundi fara nærsanni, að þeir bæir og jafnvel sveitir mundu miklum mun færri, sem hann nú yrði höndum tekinn á og auga eygður, þó farið væri í nákvæma og grandgæfilega »kláðalúsaleitargjörð«. Samt sem áður erþað í alla staði sannmæli, að á öllum meg- inþorra fjárins í Kjósar- og Gullbringusýslu liggurmeiri og minni kláðagrunur, eins og líka megn kláði hefir í haust gjört vart við sig víða og mjög víða á hinu tiltekna svæði. |>etta segjum vjer liiklaust, og skorum vjer á hvern þann, er í móti því mælir, eður mæla treystist, að færa sönnur á, að jafnvel meginþorri þessa fjár sje heilbrigður og laus við allan kláðagrun eptir þeim regl- um, sem sjálft hið opinbera eður kláðastjórnin heör gefið um þetta efni. Fyrir ótal sakir segjum vjer þetta tvennt og iýsum því yfir: fyrst, að meginþorri fjárins í Kjósar- og Gullbringusýslu sje að minnsta kosti meira og minna grunaður fvrir kláða eptir reglum hinna kon- unglegu erindsreka, og í annan stað, að á peim liggi sönnunarbyrðin sem neitar þessu, eður þá fer því fram, að öðruvísi sje. Vjer viljum nú telja nokkur og næg rök til þessa, þó mörgu verði að sneiða hjá að sinni, svo aliir megi sjá, að vjer eigi tölum í blindni, kappi cðitr hlutdrægni, enda standa þeir einir að baki kláðans, eður rjettara hins kláðaveika og kláðagrunaða fjár, að eigi er þess von, að þeir láti sjer segjast af öðru en því, sem á rjettum rökum er byggt. Vjer tökum þá hið síðara atriðið, um sunnunar- hyrðina, viðvíkjandi heilbrigði fjárins yör höfuð í Iíjós- nr- og Gullbringusýslu, og viljum vjer nú biðja lesend- ur vora að liyggja að bugsun vorri og röksemdafærslu í þessu efni. Hinn fyrsti grundvöllur röksemda vorra er þá hin alkunna regla: að menn gjöri ráð fyrir því, að það sje eður eigi sjer stað, sem almennt er eður venjulegast heör við gengizt, eður: ordinarium præsu- mitur, eins og Rómverjar að orði kváðu. þetta er eigi svo að skilja, að hið almenna og venjulega sje full sönn- ttn, en það heör í för með sjer þær líkur, að eigi tjáir að ota á móti því blákaldri neitun, heldur verða menn að færa að minnsta kosti jafnsterkar gagnlíkur, ef sú sannfæring á að hverfa, sern jafnan er því samfara. Vjer tökum það fram, að þessi setning á við fleira en sett lög og rjettarfar, hún gildir um mannleg efni og mannlega hluti yfir höfuð, þar sem eigi er af sjálfu sjer gefln óhult vissa, náttúrulögmál, eður þá mannasetning. Nú viljum vjer spyrja: Heflr það verið venja, eður rjett- ara sagt, hefir það ekki almennt viðgengizt, að kláðinn hafl verið hjer í Kjósar- og Gullbringusýslu öll þessi undanfarin ár, síðan hann kom fyrst upp í Miðdal árið 1856? Er nokkur svo óskammfeilinn eður svo fram- andi í ísrael, að hann þori eður geti svarað öðru en já til þessarar spurningar? og í því trausti spyrjumvjer enn fremur, hvort nokkurt það ár, missiri, mánuður, vika, dagur eður stund hafl liðið á þessu tímabili, sem kláð- inn hvergi hafi verið í þessu lögsagnarumdæmi, og er- um vjer þess fullvissir,, að enginn er svo óhlutvandur, að hann fullvrði það, ef að því ræki, að hann eptir beztu samvizku ætti að bera sannlcikanum vitni. Af þessu megum vjer þá fyrst ráða, að sá, er fer því fram, að fjeð á þessu svæði sje nú heilbrigt yfir höfuð, hann er skvldur til þess, að leiða Hlcur að því, að svo sje gegn þeim, sem ber fyrir sig það, sem ein- lægt hefir gengizt við. [>á teljum vjer þá aðra ástæðu, sem fólgin er ( sjálfu eðli kláðans, og því er á náttúru- lögmáli byggð. Vjer erum að vísu enginn læknir, en vjer höfnm rit og sögusögn hinna beztu og nafnkennd- ustu lækna fyriross í því, að fjárfaraldrið er ein afþeim veikjum, sem eigi batnar eða hverfur af .sjálfu sjer, þ. e. lífsafl binnar veiku skepnu getur ekki yfirbugað hann eingöngu, heldur ber hún það í sjer til dauðadags, ör- magna^t af því og spillist, nema því að eins, að eitt- hvert það læknismeðal sje viðhaft innvortis eða útvortis, sem hjálpar lífsafli skepnunnar sjálfrar til að afmá hann. Af þessu leiðir, að í það fje, sem kláðinn hefir komið, Fjárkláðinn. Bændur. Yílrvöldin 41

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.