Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 4

Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 4
44 ’sjálfu hneigðist enn sem fyrr að niðurskurðinum, varð sú afleiðing lækninganna, að fjáreigendur eður bændur á íslandi gengu í tvær sveitir og hjeldust eigi í hönd, eins og þó þurfti nanðsynlcga að vera, ef vel hefði átt að fara. Menn gátu, ef til vill, ámælt bændum fyrir einstrengingsskap, að þeir eigi vildu láta sjer segjast, að lækningarnar væru hafandi hjer á landi, að minnsta kosti jafr\hliða niðurskurðinum, eptir því sem til hagaði ú hverjum stað, en þetta ámæli fellur nú um sjálft sig, þegar að reynslan og timinn er búinn að sýna mönn- um, hve hraparlega lækningunum hefir reitt af. En skyldi maður eigi miklu fremur geta álasað bændum, sem fjellust á lækningarnar að ráðum og ráðstöfun yfir- valdanna, þar sem þeir þó án alls el'a eigi gátu að lögum orðið neyddir til að láta kláðafje sitt lifa lengur en þeim líkaði, einmitt af þeirri ástæðu, að nógur heil- brigður fjárstofn bauðst í staðinn, svo að hið opinbera beið engan skaða við lógun fjárins, heldur hafði hag af því, er efnahagur almennings við þetta batnaði en rýrnaði ekki? þetta viljum vjer þó eigi lá bændum. |>að er jafnan eðlilegt, heillavænlegt og rjett í sjálfu sjer, að hinir undirgefnu hafi sem bezt traust á yfir- boðurum sínum, og sjeu sem ljúfastir á að hlíta ráðum þeirra, meðan þeir eigi glöggt sjá, að ráð þeirra eru röng eður óhyggileg, enda mundi löndum og lýð illa farnast, ef öðruvísi væri. |>að er ekki heldur neinum vafa undirorpið, að lækningarnar hefðu mátt takast bæði fljótt og vel, hefðu þeir menn, sem áttu að stjórna þeim og framfylgja, verið færir um, að ávinna þeim traust hjá almenningi með ströngu rjettlæti og öflugu aðhaldi, og eigi látið þetta mál verða að lilægilegu papp- írsmáli, ef vjer mættum svo að orði kveða. Niðurstaðan verður því, að það verður víst eigi rjettilega gefið bændum í fyrstu að sök, þó lækningarnar kæmu því þverviði, sundrung og baráttu á stað, sem reynd er á orðin, og sem einmitt hefir valdið því, að fjárkláðinn er eigi fyrir löngu útrýmdur fyrir samtök og tilstyrk bænda sjálfra og beztu manna í landinu. En jafnframt þessu tökum vjer það sterklega fram, að bænd- ur í öðru eíns máli og þessu, — þar sem bæði ráðin og efnin til að framkvæma þau liggja á sjálfs þeirra valdi, ef þeirfara rjett og hyggilega að,— geta alls eigi verið skyldir til að leggja árar í bát, og varpa allri sinni áhyggju upp á yfirvöidin, þegar þeir þó sjá, að atgjörðir þeirra og ráðstafanir eru alveg ónógar, og hvorki rekur nje gengur ár eptir ár. Vjer segjum, að þegar hvert árið af öðru tók að líða, án þess að kláð- anum yrði útrýmt með lækningunum, þá gafst bændum fullt færi á að sjá og viðurkenna, að eigi mátti við svo búið standa. Bændur sáu, að menn bæði í hinum heil- brigðu sveitum og hinum sýktu urðu að leggja á sig og líða þungbæra tolla til varðanna á takmörkum hinna heilbrigðu hjeraða, svo kláðinn eigi gengi sem logi yfir akur um allt land, og er það hægt að sjá á hinum op- inberu reikningum, að þetta gjald hefir að meðaltali skipt þúsundum ár hvert. þeirsáu, að þessir tollar voru lagðir á menn, hvort sem þeir áttu sauðfje eður eigi, á skip og báta, og yfir höfuð á öll lausafjárhundruð á iandinu út og austur, suður og norður. Bændur sáu, að bænarskrár streymdu inn á hvert alþingið á fætur öðru um að fá kláðanum útrýmt, og að meðferð máls- ins á þingi hlaut að auka alþingistollinn, sem einnig er lagður á fasteignina í landinu. Bændur sáu, að blööin, sem þeir kaupa og eiga að fræðast af um hagi lands- ins og almenn málefni þess, og uppörfast af til eflingar almenningsheilla, vörðu miklum hluta af rúmi sínu til að tala aptur á bak og áfram um kláðann, án þcss nokkuð yrði ágengt, og þetta þras aflaði almenningi eigi alllítils kostnaðar, sem ganga mátti til fróðleiks og uppörfunar um önnur áríðandi málefni. Bændur sáu og, að al- menningur í hinum sjúku og grunuðu hjeruðum höfðu þar að auki enn aðra byrði að bera. Skoðunargjörðir og meðul einmitt handa þeim, sem ólu kláðann ár frá ári, voru borgaðar af sekurn og saklausum, eins þeim, sem í þann og þann svipinn höfðu heilbrigt fje annað- hvort læknað eður þá aðfengið úr heilbrigðum eður ó- sýktum sveitum, eins og trössunum. Allir lausafjáreig- endur máttu og sæta þessari kvöð, já fátæklingurinn við sjóinn, sem reri út báti sínum, fór heldur eigi hlutlaus. Hver fisktir,.- sem hann dró á öngul sinn til að seðja með konu og börn, og lúka af lögmætar fjeiagsbyrðar, var og háður svo að segja þessu blóðtiga gjaldi, að hlúa að átumeininu í atvinnu landsins, hinti kláða- sjúka fje, hálflækna það og hálfskoða, rjett eptir því sem verkast vildi. Bændur sáu, að hið sjúlta fje inn- anum klaðasvæðið, gekk tálmunar- og aðhaldslaust sem logi yfir akur inn á land og innan um fje granna, sveit- unga, sýslubtia og landsmanna án allrar lagaheimildar, án þeirra vilja og vitundar. Bændur sáu og heyrðu um- kvartanir og andvörp þeirra, er lækna vildu samvizku- samlega, voru búnir að því, eður og höfðu fengið sjer ósýktan fjárstofn, bæði í ræðum og ritum, á mannfund- um og utan mannfunda, yfir þessu himinhrópandi rang- læti og miskunarlausa ófögnuði, enda er hægt að nafn- greina eigi allfáa, sem tvisvar sinnum, ef eigi optar, hafa neyðzt til að lóga gjörsamlega fjárstofni síntim fyrir þessar sakir. Bændur sátt þráttanir, klaganir og ósam- heldni millum embættismanna landsins á einn veg, og þeirra og alþýðunnar á annan veg, svo hver höndin var uppi á móti annari. Bændur horfðu í einu orði ár frá ári á kláðaferilinn, þar sem svitadropar sjálfra þeirra, og velsemd og velfarnan, heill og hamingja hinnar ís-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.