Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 2

Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 2
42 í því hinu sama er hann enn, nema því að eins, að það sje annaðhvort dautt eður þá læknað alveg til lilít- ar, en þá liggur það og aptur beint við, að sá sem ot- ar fram heilbrigði þess fjár, sem hann verður að játa, eður og næg Sönnun er fyrir, að faraldrið hafi fengið, hann verður að sanna með fullum rökum og áreiðan- legri vissu, að það sje annaðhvort dautt eður þá allækn- að, en um þetta efni er engin önnnr óræk sönnun en sú, að fjeð hafi reynzt heiWrigt i svo langan tíma, að menjar eður eptirleifar sjúkdómsins, sem vera kynnu, og dulizt geta fyrir öllum rannsóknarmeöulum, sem menn hafa völ áenn sem komið er, hefðu oi'ðið að látaásjer bera, og er á þessu byggt tímatakmark það, sem t. a. m. hinir konunglegu erindsrekar settu fyrir því, hvenær kláðaveikt fje skyldi álitið heilbrigl og gruniaust', sumsje eptir eitt ár. Hin þriðja röksemd er sú, að eignarrjettur hvers einstaks manns yfir höfuð er undirorpínn þeirri takmörk- un, sem nauðsynlega flýtur af því, að hann er í fjelagi með þeim, sem hafa jafnhelg rjetlindi og hanu sjálfur. þetta lögmál er fólgið í þeirri reglu: enginn má gjöra öðrum skaða, eða rjettara, enginn má skerða annara rjettindi. þó menn því eigi sauðfje, og hafi fyllsta eign- arrjett yfir því, þá mega þeir ekki láta það gjöra annara manna fje tjón á neinn veg, og þá eigi heldur með því að komaí það sóttnæmri veiki, eins og kláðinn er. Sá sem nú heldur því fram, að fje, sem kláða hefir fengið, sje heilbrigt orðið, hlýtur eptir óbrigðnlu rjettlætislög- máli—, með því liann játar, að sóttnæm og hættnleg veiki fyrir aðra •— því heilir þnrfa eigi læknis við — hafi einu sinni í því verið, — að sýna og sanna, að nú sje það ó- saknæmt. þessi skylda verður eptir ásigkomulagi lands vors svo bersýnileg og sjálfsögð í augum livers ærlegs og heilvita manns, þar sem búsmali manna gengur svo takmarkalaust saman, án þess ætíð sje hægt við því að gjöra. Samanber grein vora í 4. árg. ísl., 1. bl. |>á er og enn hin fjórða ástæða til sönnunar máli voru. Eins og allir vita, tók hið opinbera hjerna í Suð- uramtinu í þann strenginn, að láta lækna hið kláðaveika fje, í stað þess að snúa eþtirliti sínu, aðstoð og stjórn að lógun þess, að skapi fjáreigandanna og allra Islend- inga yfir höfuð, sem svo kappsamlega og drengilega vildu styðja og styrkja þessa aðferð til að útrýma kláð- anum og hamla útbreiðslu hans. Ilið opinbera hefir þannig tekizt á hendur framkvæmd þess, að eyða kláð- anum með iækningum. Sönnunin fyrir þessari fram- kvæmd vontim vjer að enginn láti sjer detta í hug að megi vanta, og ætlum, að hvorki geti hið opinbera sjálft, nje heldur neinn annar, sem ber fyrir sig framkvæmd þess, skorazt undan því, að láta hana í tje, því undir henni er það komið, hvort hið opinbera hefir sligazt undir sinni eigin byrði eður þá uppfyllt þá köllun og skvldu, sem það af sjálfsdáðum lagði sjer á herðar, en það liggur í sjerstöku eðli þessa máls, að hið opinbera getur engan veginn verið einsamalt vitni og dómari um gjörðir sínar í því, það væri að sínu levti eins fráleitt, að hið opinbera segði: trúið mjer! kláðinn er nú lækn- aður og á förnm, og hið gainla kláðafje alheilbrigt, ef þetta væri ekki satt og rjett, eins og ef það gæfi út reikn- ingsbók, þar sem stæði: trúið mjer! 1 er sama sem 0. Nú þykjumst vjer hafa talið nóg tii að sýna mönn- um, hve fráhverft það er öllum sanni, sanngirni og rjettlæti, að berja það bfákalt áfram, að kláðinn sje al- læknaður og sauðfjeð heilbrigt orðið, en færa þó ann- aðlivort alls enga sönnun fvrir máli sínu, eða þá svo ónóga, að enginn getur ætlazt til, að sá, er til þekkir, byggi á henni sannfæringu sína, er menn í svo mörg ár hvert á fætur öðru, hafa svo mjög hvekkzt á vitnis- burðum og sögusögn þeirra allfiestra, sem borið hafa um þetta mál. ílvort sem hjer hefir mestu ráðið eig- ingirni, vanþekking, skeytingarlevsi, eður illvilji og til- fiuningarloysi fyrir almenningsgagni, skiptir engu; því hættan af kláðanum, skaðinn og atvinnutjónið í landinu verður æ hið sama, og jafnframt hinn almenni ótti og geigur, sem af þessum ófögnuði stendur. En að vjer eigi segjtim þetta ámæii út í bláinn, viljum vjer hverfa að því, er vjer áður sögðum, að megnið af fjenu í Kjósar- og Gullbringusýslu, er enn þann dag í dag eptir 10 ár að minnsta kosti kláða- grnnað einmitt eptir reglu hinna konunglegu erindsreka sjálfca, sem vjer vonutn að enginn vefengi eður treyst- ist til að vefengja, ríieð þvi hún og er læknisfræðisleg, og reynslan hefir þar að auki sýnt, að hún teknr alls eigi of mikið til. þetta verður Ijósastur volturinn í sambandi við sögusögn og skýrslur þeirra manna, er menn sjá að ferðast um kláðasvæðið, til að bera sann- leikanum vitni nm kláðann og lækna hann. Eptir reglu þeirri, er vjer nú nefndum, liggur kláðagrunurion, eins og áður erá vikið, á því fje, sem veikzt hefir, eður og samgöngtir haft við veikt og grunað fje árlangt. Og þarf þá ekki lengi að sökum að spyrja, eða eyða mörg- um orðum til að sanna sögu vora. Hvort sem tekin er Kjós, Mosfellssveít, Seltjarnarnes- eða Álptaneshreppur, þá er enn eigi liðið ár, síðan að þar var kláði, og það vill svo vel til, að fyrir þessu þarf eigi að færa aðra sönnttn en þá, sem allir hafa hjá sjer sjálfir í þessum byggðarlögum, því það er alkunnugt (notorisk), og þó maður nú cigi geti með vissu tilgreint nerna stöku bæi í 3 hinum fyrstnefndu sveitum, og þó sumir í þessum sveitum á hinn bóginn höfuðsitji svo fje sitt, að öll líkindi eru til þess, að það hafi eigi náð samgöngum við annara fje, þá eru þær (samgöngurnar) samt sem

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.