Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 8

Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 8
48 biskups grimma. Allir þessir langfeðgar voru gildir og fjáðir menn, og hinir elztu þeirra höfðingjar miklir. Jóna- tan var sjerlega vel að sjer af bændum til, var það og von, því hann hafði af náttúru liprustu gáfur, og liafði þar að auki gengið í skóla, fyrst Hólaskóla, og síðan, er skólinn var fluttur þaðan, Reykjavíkurskóla, en hætti þó seinast við lærdóm, þegar hann átti eptir svo sem 1 ár til að geta orðið útskrifaður. Hann var mjög nett- ur í allri umgengni, og hirm nettasti smiður á allt. Fyrri kona hans hjet Helga Sigurðardóttir frá Bakka í Yxnadal, og voru þau systkina börn, en seinni kona hans Rósa Jónasdóttir frá Ilrauni, þar í dalnitm. Með fyrri konu sinni átti hann þessi börn: 1. Sigurð bónda á Yíðivöllum í Blönduhlið, og h'eflr hann keypt þá jörð; kona hans er Sigurlaug Gísladóttir frá Iíálfstöðum í Hjaltadal Ásgrímssonar; 2. Krislínu,gipta Guðmundi Ei- ríkssyni frá Kúskerpi; en með seinni konu sinni þessi: a, þorfinn verzlunarstjóra í I’lensborg hjá Hafnarfirði, heitir kona hans þóra Einarsdóttir trjásmiðs Bannesson- ar; b, Jónas bónda á Silfrastöðum; konahansRósa Eg- ilsdóttir 'frá Bakka í Yxnadal; c, Jónatan trjásmið; hans kona hjet Rósa Jónsdóttir; d, Eggert; hann drukknaði í Hjeraðsvötnunum uppkominn, en ókvamtur og barnlaus. Jónatan bjó á Neðstalandi og-Gili í Yxnadal, flutti síðan vestur að Silfrastöðum, og þaðan að Uppsölum, er hann keypti, en seldi þó aptur í elli sinni. Hann var mörg ár hreppstjóri bæði í Yxnadal og síðan í Blönduhlíð, og kallaður góður hreppstjóri; seinast brá hann búi, og fór til Jónasar sonar síns, og dó hjá honum á 83. ári. Sömuleiðis dó í haustBjörn hreppstjóri Guðmunds- son í Efranesi í Borgarfirði; faðir hans var Guðmundur hreppstjóri á Brennistöðum, velmelinn bóndi, sonur Jóns i Hólmakoti, Jónssonar á Stórahrauni, þorgilssonar úr Árnabúð á Stapa, Árnasonar, sem búðin tók nafn af, Úlfssonar, GuðmundssonarprestsfráGilsbakka,erdó 1587, Einarssonar. Fyrri kona Guðmundar Jónssonar og móðir Bjarnar hreppstjóra hjet Ilósa Sigurðardóttir frá Ilof- stöðum, þorvaldssonar úrSkutu!sey,Einarssonar fráLax- holti, Bjarnasonar. Gróa Jónsdóttir frá Grísatungu var fyrri kona Bjarnar, og voru börnþeirra: l.Guðmundur, er á dóttur Brands, sem var á Lundi í jþverárhlíð;. 2. Ilósa, dáin, kvinna Gísla Eyjólfssonar prests, Gíslasonar; 3. Guðrún kvinna Jóns Sigurðssonar frá Kvíum, og 4. þuríður ógipt. Seinni kona hans var Guðbjörg dóttir Halldóru á Hvítárvöllum Sigurðardóttur, systur Lárusar candidats Sigurðssonar, og lifðu þau að eins saman hjer um bil hálfa aðra viku. Iljábarn átti Björn með Björgu Jónsdóttur frá Efranesi, sem Elín heitir, er hún ógipt nnglingsstúlka. Björn hreppstjóri var dável greindur maður, heldur glaðlyndur og skemmtinn í tali, mjög hæg- látur í dagfari, en ýtinn og sjerlega leinpinn; hann var fjáður maður, og hafði keypt Hjarðarholt í Stafholtstung- um, og bjó þar lengi, Hreppstjóri var hann um 20 ár, og stundaði hreppstjórnina af inestu prýði og sóma, og vann hreppntim hið mesta gagn í heuni; eins var hann lengi sáttamaður í sveit sinni. f>að er hálfvegis undar- legt, þegar stjórnin sýnir slíkum mönnum engan sóma. Iíosningar í Borgarfjarðarsýslu. Eins og kjörstjórnin hafði ákveðið, framfóru kosn- ingar í Borgarfjarðarsýslu að Leirá 7. Nóvemb. þ. árs. Veður og færð voru um það leyti mjög góð; var því fundurinn, að því sem gjöra er, allvel sóttur, því lítið brast á að þriðjungur allra kjósanda ka'mi á kjörfund- inn; 68 menn greiddu atkvæði, og var prestur sjera Arnljótur Ólafsson þegar við fyrstu kosningu kosinn þingmaður með 45 atkvæðum, en þeir hreppstjóri H. Jónsson í Guðrúnarkoti og jarðyrkjumaður G. Ólafsson í Gröf hlutu ekki hvor fyrir sig helming atkvæða sem varaþingmenn; var því kosið á ný, ogvarð þá Guðmund- ur Ólafsson varaþingmaður með 41 atkvæði. Enn fremur eru þessir kosnir fyrir alþingismenn og varaþingmenn: í Árnessýslu Benidikt yfirdómari Sveins- son fyrir alþingismann; hlaut hann 89 atkvæði, en 92 greiddu atkvæði á kjörþínginu; og þorlákur hreppstjóri Guðmundsson á Miðfelli fyrir varaþingmann. í Kjósar- og Gullbringusýslum er organisti Pjetur Guðjónsson kos- inn fyrir alþingismann, en Helgi prestur Hálfdánarson í Görðum fyrir varaþingmann. I Rangárvallasýslu: Sig- hvatur hreppstjóri Árnason í Eyvindarholti fyrir alþing- ismann, og Runólfur hreppstjóri Nikolásson á Bergvaði fyrir varaþingmann. í Mýra- og Ilnappadalssýslum Hjálm- ur hreppstjóri Pjeturssou í Norðtungu fyrir alþingismann og Halldór bóndi Bjarnason á Litlugröf fyrir varaþing- mann. í Norður-Múlasýslu: Halldór prófastur Jónsson á Ilofi fyrir alþingismann og Páll bóndi Ólafsson á Eyj- ólfsstöðum fyrir varaþingmann. Síðanseinasthefir það og frjetzt, að fyrir varaþingmenn hafi verið kosnir, í Norð- nr-þingeyjarsýslu Erlendur hreppstjóri Gottskálksson í Garði, og í Suður-þingeyjarsýslu Einar hreppsljóri Ás- mundsson í Nesi. Líka frjettist nú með austanpóstin- um, að málaflutningsmaður Jón Guðmundsson væri kos- inn fyrir alþingismann í Yestur-Skaptafellssýslu. Útgetendur og ábyrgðarmenn: Benidikt Sveimson, Jón Pjetursson, Jón Þórðarson Thoroddsen. l’rentaW í prentsmftju íslands, 1864. Einar pórfearson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.