Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 5

Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 5
45 lenzku þjóðar yíirhöfuð var fótum troðin. Kláðamálinu ogmeðferð þess verðuraldrei uógsamlega lýst frá þessu sjónarmiði. [>að er sannarlega sá bezti spegili til að virða fyrir sjer í ástand landsins og það stig, sem þeir standaá, sem fjelag, sem þjóð. Göngum, kæru landar! fyrir þann spegil og spyrjum sjálfa oss, hvort vjer meg- um ekki með kinnroða frá honum ganga. Sjáum vjer oss þar saman í óslítanlegri fjelagsheild hver við ann- ars hlið boðna og búna til þess, að varna böli og baga hver frá öðrum og landi voru, og til að efla hver ann- ars velmegun og hagsæld, oss sjálfum, föðurlandinu og niðjum vorum til viðreisnar, blessunar og blómgunar, frelsis og frama. jþetta lesum vjer og heyrum um aðrar þjóðir, og faðir þjóðanna lítur í mildi og með velþókn- un á þær og blessar þær með andlegum og líkamleg- um gæðum, en vjer stöndum í stað ár eptir ár og látum ranglæti og eigingirni tvístra oss. Ætlumst eigi til og látum oss eigi til hugar koma, að forsjónin hafi áskap- að þeirri- þjóð vöxt og viðgang sem sjálf eigi hirðir tim þau öfl, sem tengja hana saman: rjettlátt hlutfall milli rjettinda hvers einstaks manns og fjelagsskyldunnar, bróðurlegur og fjelagslegur kærleiki, áhugi og atorka og sönn föðurlandsást. Nú látum oss það sízt henda, að lá bændum, þó þeir eigi vilji liorfa agndofa og aðgjörðalausir á fjár- kláðann. Láum þeim heldur hitt, ef þeir sýna nú ekki bráðhendis þann dug og dáð, að þeir gjörsamlega rými kláðanum burtu, og það með því móti, að þeir ails eigi komi í neinn bága við þá reglu og góða stjórn, sem yfirvöldin eður valdstjórnin er kvödd til að vernda og viðhalda í landinu, heldur miklu fremur eigi fulia heimt- ingu á fulltingi hennar og aðstoð. I 1. blaði Islendings 4. árg. gjörðum vjer uppá- stungu, sem vjer enn ætlum að sje þau beztu úrræði, þegar á allt er litið, til að koma málinu í þetta horf. þessi uppástunga fór því fram, að bændur í hinum heil- brigðu hjeruðum skiptu fje við fjáreigendurna í hinum sýktu og grunuðu, eður að þeir ljetu kind fyrir kind eplir tölu og tegund, aldri ogvænleika með svo jöfnum skiptum sem unnt væri. þar var og stungið upp á, að sá undirbúningur væri gjörður fyrir þingvallfandinn, er haldinn var 15. ágústmán. í sumar, að fulltrúar kæmu á fundinn, sem ættu ráð á því að lofa fjenu til skiptanna, og að menn ættu markað vísan fyrir fje það, sem lóga átti í stað hins heilbrigða. þessi undirbúningur málsins var nú eigi kominn í kring, þegar til fundarins kom, og uppástungan var á ný fram borin, enda geta menn, ef til vill, eigi ætlazt til, að bændur tækju sig saman um þetta, af því tíminn var naumur, og heyannir. Á fundinum varð þessari uppá- stungu um fjárskipf.in heldur eigi að öllu leyti fram- gengt, þar sem fulltrúar Norðlendinga skoruðust undan þeim, en buðust að eins^ til að sjá um, að fje skyldi fást í Norðurlandi með vægu verði, sjá ísl. 4. árg. þessi undantekning varð það skerið, sem allt strandaði á í þetta sinn. Eins og búast mátti við, áskildu þeir, sem fje vildu fá að norðan, fjárskipti, og þóttust sæta verri kostum en þeir, sem eptir samþyktum fundarins áttu að geta átt kost á fjárskiptum úr nærsveitunum. Á hinn bóginn rnun það hafa sett töluvert hik á heil- brigðu nærsveitirnar, að Norðlendingar, sem jafnan hafa að undanförnu verið fyrirmynd annara í því, að leggja allt kapp á að eyða Idáðanum, skyldu nú ganga frá þeim kostum, sem þeir ætluðust til að aðrir hefðu á boðstól- um. það var og auðsjeð, að Norðlendingur stóðu eigi verr að vígi með að skipta fjenu að neinu öðru leyti en því, að þeir þurftu að reka fjeð lengra til skiptanna, en þetta voru smámunir einir, sem eigi má láta sjer fyrir brjósti brenna í öðru eins velferðarmáli eins og þessu. Ilöfuðatriði málsins var það tvennt, að Kjós, Mosfells- sveit og Seltjarnarneshreppur hjetu að skipta fjenu, ef þærfengjutil samans hjer um bil frá 3500 til 4000 fjár, ær og lömb, og þessi fjártala nemur alls eigi meira en því, sem þær sveitir allar, sem taka hefðu átt hlut í fjárskiptunum, lógnðu hvort eð var í ýmsar þarfir, og svo hitt, að selja mátti hið grunaða fje í Reykjavík og við sjúvarsíðuna við fullu verði, svo fjárskipti þessi voru í raun rjettri ekkerl annað en innanlandsverzlun, sem öllum var meinalaus, en hafði þann kost til að bera, að heilar 3 sveitir voru hrifnar úr klóm fjárfaraldursins. það er árangurslítið að dvelja lengur við þessa umhugs- un. Misskilningur, metningur, smámunasemi og sam- takaleysi allra yfir höfuð rjeð hjer málsúrslitum. En þó nú svona tækist til í þetta sinn, álítum vjer það ómaksins vert, að leitast við að sýna fram á, að fjárskiptin muni vera eptir öllum málavöxtum hið eina tiltækilega úrræði til að eyða kláðanum framvegis. Vjer viljum þá fyrst skoða málið frá sjónarmiði þeirra, sem búa á kláðasvæðinu. Að vísu má ganga að því vakandi, að allur þorri þeirraóskar einkis fremur en að kláðafjeð væri með öllu útdautt, en það er líka sannast sagt, að einstöku menn, gjöra sjer það til gildis, að aptra mönn- um frá því að gjöra nokkra breylingu frá því sem nú er. þessir einstöku menn fá því valdið, að spilla og tvístra allri almennri viðleitni, og þykjast að því skapi meiri höfðingjar í sveit sinni, sem þeir fá meira áorkað í þessu. Meðalið til þcssa liggur á hraðbergi. Ef einn eður tveir menn í sveitinni hóta því, að halda kláðafje sínu, livað sem aðrir gjöri, þá er allt búið, og verður þetta skiljanlegt af því, sem áður er sagt, að enginn hirðir um, þó hann gjöri öðrum skaða með fje sínu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.