Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 7

Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 7
47 Upprunalega er mál þetta þannig til orðið, að liinn innstefndi, sem þá var verzlunarfulltrúi á Grafarós, hermdi upp á áfrýjandann loforð um 1 Skpnd. af tólk, sem hinn stefndi, eptir að loforðið áíti að hafa gjörzt, skrif- aði inn í reikning áfrýjandans við verzlnnina á Grafarós, en þegar áfrýjandinn ekki borgaði tólkinn, kallaði hinn stefndi áfrýjandann fyrir sáttanefnd, og er sættir eigi konnist á, höfðaði hann mál á hendnr honum, til þess annaðhvort að borga fólkinn eður andvirði hans 80 rd., og þessa kröfu hans tók hjeraðsrjetturinn til greina i dómi sínum 14. okt. 186!, en áfrýjandinn stefndi mál- inu fyrir landsvfirrjettinn, sem með dómi 8. Des. 1862 dærndi hjeraðsdóminn ómerkan, söktim þess, að frd. 15. ágúst 1832 g 10 eigi hefði verið fullnægt, og höfðaði hinn innstefndi málið þess vegna að nýjti gegn áfrýj- andanum, og iauk því í hjeraði á þann hátt, sem áður er sagt. Eptir því, sem mál þetta nú er lagað í heikl sinni lil dóms úrslita, þá hefir hinn stefndi, til að sanna kröfu sína lil hinna 80 rd. skuldar hjá áfrýjandanum, framlagt tvö sóknargögn, og er það fyrst og fremst skjal frá J. Blöndai, verzlunarfulitrúa í Grafarós, þar sem hann lýsir yfir því, að hirm stefndi hafi ritað borgaða (crediterað) af áfrýjandanum 80 rd. í höfuðbók verziunarinnar vorið 1860, áður en hann tók við Grafarósverziun, ogaðhann því að eins hafi átt að ganga eptir 25 rd. 3 mrk. lOsk. hjá áfrýjandanum, og að þessi 80 rd. skuld, sem mál þetta eiginlega ræðir um og þannig var borguð af hinum innstefnda inn í reikning áfrýjanda — sje sjer og Principal sínum, eður húsbónda, alveg óviðkomandi, en eign hins stefnda. I annan máta hefir hinn stefndi og framiagt staðfestan útdrátt úr verzlunarbókinni í Grafarós, er fer því fram, að verzlunin hafi, er reikningur áfrýjandans varsaminn í apríl 1860, átt hjáhonum 105 rd. 58 sk., og að því að eins hafi verið eptir 25 rd. 58 sk., eptir að liinn stefndi var búinn að rita greiðslu hinna umgetnu 80 rd. inn í reikning áfrýjandans. Á hinn bóginn heör áfrýjandinn framfært neitun gegn verzlunarreikningi þeim, er nú var nefndur, og í sambandi við það komið fram með ýmsar gagnkröfur gegn verzluninni í Grafarós. Hvaö nú þessu síðara málsvarnáratriði áfrýjandans viðvíkur, þá getur það eigi til greina tekizt í þessu máli, þnr sem hinn stefndi hefir rnótrnælt gagnkröfunum, án þess áfrýjandinn hafi frekar framfylgt þeim, eður fært sönnun fyrir gildi þeirra. f>ar sem nú hinn stefndi þannig eptir því fyrrtjeða er genginn inn í rjett verzlunarinnar í Grafarós, hvað þessa fyrirhlíttu 80 rd. skuld til hennar snertir, og hann enn fremur henni til sönnunar hefir framlagt staðfestan útdrátt úr verzlunarbókinni, þá virðist rjettast — með sjerlegri hliðsjón af því atriöi, að áfrýjandinn eigi hefir neitað, að hann hafi fengið viðskiptabækur frá verzlun- inni nema seinasta árið 1859—1860, en þó eigi lagt þær fram eptir ítrekaðri áskorun hins stefnda, sem og því, að nokkrar líkur eru framkomnar fyrir því, að hann liafi lofað hinnm stefnda 1 Skpnd. tólkar, að mjnnsta kosti að nokkru leyti upp í verzlnnarviðskipti í Grafarós — að mál þetta verði látið vera komið undir eiði áfrýj- anda samkvæmt NL. 1 —14—6 þannig, að hann verði dæmdur til að borga hinum stefnda þá umtöluðu 80 rd. skuld með 4 % leio» frá 17. ág. 1860, unz borgun skeður, nema hann með eiði sínum synji fyrir hana. Eptir þessum úrslitum málsins ber áfrýjandanum að borga hinum stefnda málskostnað með 50 rd., ef hann •eigi vinnur fyrrtjeðan eið, en vinni hann eiðinn, berhin- um stefnda að borga honum hann með 50 rd. {>ví dæmist rjett að vera: Vinni áfrýjandinn stúdent A. Arasen rnnandóms- eið að því að lögum, að hann eigi skuldi hina um- þráttuðu 80 rd. eptir hinurn framlagða útdrœtti úr verzlunarftók Grafaróss, ber honum að vera sýkn af kærum og kröfum hins stefnda, kaupmanns Chr. Möllers, í pessu máli, og hinum stefnda pá að greiða honum 50 rd. í málskostnað, en treystist hann eigi til að vinna eið penna, ber lionum að greiða hinum stefnda 80 rd. með vöxtum 4 af 100 frá 17. ág. 1860, unz borg- un skeður, og sömuleiðis í mátslcostnað 50 rd. Dóminum ber að fullnægja innan 8 vikna frá lögbirtingu hans undir aðför að lögum. — í sumar dó norðnr á Silfrastöðnm i Skagaflrði gamalmennið Jónatan þorfinnsson; faðir hans þorfinnur bjó á Brenniborg þar i firðinum og álti þá jörð, var hann lögrjettumaður og velmetinn bóndi; hans faðfrhjet Jón1 ættaður utan úr Olafstirði eður þeim sveitum þar út frá; var kona hans og móðir þorfinns lögrjettumanns Sesseija Jónsdóttir, systir Ólafs bryta. Móðir Jónatans og kvinna þorfinns lögrjettumauns var Sigríður Símon- ardóttir Bechs frá. Bakka í Yxnadal, Sigurðarsonar prests á liviabekk, Bjarnasonar prests á Grænavatni við Mv- vatð, Ormssonar, Bjarnasouar prests á Ilelgastöðum, Jónssonar á Draflastöðum í þingeyjarþingi, Ormssonar, Jónssonar Kolls, er báðir bjuggu þar og, Oddssonar á Stórbolti í Saurbæ vestur, Pjeturssonar, er lifað hefir um 1400. Jón Oddsson var bróðir Einars Oddssonar, föður Jóns Einarssonar, er átti Kristínu dóttur Gottskálks 1) I árbókumim er þorflnnur nefndur Signríisson, en Jjetta er víst prentvilla, því bæí)t kaliar Espólín hami í ættartöiubókum síuum Jónsson, og líka nefnir Olafur Snógdalín hann svo; auk þessa minnir mig ekki betur, en Jónatan sjáifur segþi rujer, aþ fabir sinn hefbi veriþ Jónsson. J. P.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.