Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 3

Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 3
4 3 áður svo almennar og óákveðnar, að enginn getur sagt það yfir liöfuð grunlaust. Við þetta bætist nú það, að í liaust eð var, þá vita ailir, að kláðinn var með versta móti, sem liann lengi heflr verið á öllurn norðurhluta Álptaness, eins og líka eigi allfáar kindur fundust í haust útsteyptar í kláða á fjárstöðvum þeim, sem fjeðúrMos- fellssveit, Seltjarnarnes-og Álptaneshrepp, og sveitunum fyrir sunnan Hafnarfjörð, já meira að segja úr Ölvesi, gengur saman í ruglingi hvað innan um annað, svo eng- inn getur dregið takmörk fyrir þeim samgöngum sem kláðakindur- þessar kunna að hafa haft í sumar og í haust, og því síður fyrir þeim samgöngum sem fjeþað, er gengið hefir sarnan við þær á þessu tímabili, kann að hafa haft siðarmeir við annað fje, eptir að það korn úr söfnum og í vetrarátthaga sína, enda er nú og svo komið, að kláðinn er korninn upp bæði í Ölvesi og Sel- vog, hvort sem nú sá kláði er sprottinn afþessum sanr- göngum, eður þá er eptirleifar af þeirn kláða, sem aust- uryfirfjall barst í fyrrasumar með Mosfellssveitarfje og braust út í fyrra vetur á 2 bæjum í Ölvesi. Einnig er það heyrum kunnugt, að kláðinn hefir síðan í fyrra vet- ur verið í Njarðvíkum, og mun hann einnig hafa þang- að borizt með kindum úr Mosfellssveit í fyrra haust, eptirþví sem menn geta næst komizt. þó að núsvæðið milli Njarðvíka og Álptaness hefði áður veriö kláðalaust, þá dettur engum heilvita manni í hug, að álíta það grunlaust nú, þegar ldáðinn var svona á báða bóga sumarlangt og í haust, og enginn vörður eður vörn á milli. Svona líður þá kláðanum. Seinasta árið hefir hon- um áunnizt að komast aptur austur í Árnessýslu, sem áður var talin grunlas orðin, og sem er einhver hin fjárríkasta og fjölmennasta sýsla á landinu, en var bú- in að þola svo miklar þrengingar af kláðanum áður, að hún ekki bíður þess bætur um langan tíma. Yfir höfuð er fjárkláðinn sunnanfjalls sem falinn eldur í fje manna, atvinnu þeirra og lífsstofni. það er vafalaust, að allir óttast hann og stendur megn stuggur af hon- um. f>að er því vafalaust að öllum kemur saman um, að hann ætti fyrir löngu að vera gjöreyddur. f>að er og vafalaust, að það mætti fyrir löngu, langa Iöngu,vera búið að útrýma honum. þess vegna er það og líka vafalaust, að hjer er illa, of illa, á haldið, og viljum vjer nú leitast við, að gjöra mönnum það skiljanlegt, að þetta er ekki út í bláinn sagt. Bændur. Einsogvjer höfum áður látið í ljósi, voru bændur einmitt þeir, sem sinnar velferðar vegna voru þegar í öndverðu fyrst og fremst kvaddir til að eyða kláðanum jafnskjótt sem hann bryddi á sjer hjerna um árið. Til þessa höfðu þeir fullkomið vald, og þetta vald lá í eignarrjetli þeirra. Til þessa voru þeir og bein- línis skyldugir, og þessi skylda var óaðgreinanleg frá eignarrjetii þeirra yfir hinti sýkta fje, því eins og áður er sagt, má enginn láta eign sína gjöra öðrum skaða. Á hinn bóginn knúði vafaiaus skylda þá bændur eða rjettara sagt bændur á íslandi yfir höfuð, sem kláð- inn náði eigi til, að ganga þegar í öfiuga og ötula sam- vinnu og samtök með hinum, sem kiáðafjeð áttu, til að koma í veginn fyrir almenn vandræði og atvinnutj^ón í land- inu með því að miðla heilbrigðu fje og allri þeirri að- stoð, sem föng voru á, eins og líka eignarrjettur þeirra og hin almenna helgi á rjettindum fjelagsins yfir höfuð gaf þeim í hendur fullt vald á því, að verjast með oddi og egg, sem menn segja, hinu kláðasjúka fje, sem þegar í öndverðu var eptir óbrigðulu skynsemis- og rjettlætislögmáli óheilagt að lögum í heilbrigðum hjer- uðum. þannig var þetta mál í fyrstu og eplir eðli sínu einfalt og óbrotiií og. engri ráðgátu undirorpið. Yand- inn var allur að sjá fljótt hin rjettu úrræði, og þessi áttu að hafa þá tvo kosti: 1., að þau væru hið skjótasta og einhlítasta rneðal til að útrýma kláðanum, og 2., að allur meginþorri bænda í landinu vildu leggjast á eitt, að nota það. Endurminningin og reynslan frá fyrri kláðanum á 18. öld í sambandi við ásigkomulag og búnaðarástand landsins, sem enn er yfir höfuð hið sama og þá var, dýraiæknaleysi, skortur á lyfjum, stjórnleysi, fjelagsleysi, og í einu orði, gjörsamleg vöntun á öllum skilyrðnm fyrir fijótum og röggsamlegum lækningum og óbrigðulum sóttvörnum, benti hvert fyrir sig og allt til samans á þau einu urræðin, sem og eptir eðli sínu lágu bændum á sjálfs valdi: tafarlausa lógun hins sjúkafjár. þessi úrræði sáu nú og bændur á ísiandi, og þessi úr- ræði vildi allur meginþorri þeirra viðhafa. þessum úr- ræðum var og beitt með afii og atorku í þeim hluta Norður- og Vesturamtsins, sem kláðinn komst í fyrir dáðleysi bænda í Suðuramtinu og stjórnleysi og skeyt- ingarleysi yfirvaldanna. Auk þessa höfðu bæði þessi umdæmi nægta nóg fje á boðstólum handa Suðuramtinu í stað hins sjúka fjár með vægu verði. Enda er það og sannast sagt, að fjöldi sveita í Suðurumdæminu hefir fengið fje að norðan og vestan, en lógað kláðafjenu og hefir þar aldrei orðið kláðavart síðan. En hvað um gilti. Valdstjórnin i Suðuramtinu tók aðra stefnu, en norðan- og vestanlands, þar sem hún hjelzt í bönd með bændum, og hlaut samþykki ráðgjaf- ans í Banmörku, er fjallaði um íslands málefni, til að boða og bjóða 7œlcningar. Nú kom þá lækningaaðferð- in, brjef og boðanir, skýrslur og skoðanir, útlendir dýra- læknar, fje til framkvæmda, nefndir og ný stjórn. Nú voru þá orðin tvö úrræðin móti kláðanum, en með því að lækningunum var enginn gaumur gefinn fyrir vestan eða norðan, og allur meginþorri bænda í Suðuramtinu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.