Íslendingur - 02.12.1864, Blaðsíða 6
|>að er nú næsta skiljanlegt, þó þessir og þvílíkir
menn setji þunga kosti og komi öðrnm til aðgjöraþað.
Og niðurstaðan verður sii, að þeirra á að heita öll þág-
an, sem evða vilja kláðanum, en hinir vilja ekkert til
leggja. Annað er það, að allur fjöldi þeirra, sem á
kláðasvæðinu búa og af fje lifa, eru fátækir menn, og
einyrkjar, sem verða að láta sjer allt muna í svipinn, þó
það aldrei nema með tímanum gjöri þeim og almenn-
ingi mikinn hag. ]>að er og það þriðja atriðið, sem í
sjálfu sjer er mest í varið, að peningaekla er svo mikil
í landi voru, að þó bændur fegnir vildu, geta þeir ekki
í svipinn og allt í einu fengið þann gjaldeyri, sem þeir
geta notað til flutnings út um Inndið fyrir fje. Úr öll-
um þessum vandkvæðum ráða fjárskiptin. Engum má
ætla svo illt, að hann eigi vilji tnka skiptum á heilbrigðu
fje honum kostnaðarlaust fyrir það fje, sem honum og
öðrum er búið óbætanlegt tjón af, og þegar fjeð, sem
fyrir er, er gjaldeyririnn fyrir hið heilbrigða, fellur vand-
inn af fátækt og peningaleysi burtu af sjálfu sjer.
(Framhald síðar).
Dóniar yíirdómsins:
1. í máli þeirra Jóns Jónssonar og Björns Björnssonar.
Kveðinn upp 7. nóv. 1864.
Áfrýjandinn Jón Jónsson hefir skotið til landsyflr-
rjettarins útburðarúrskurði fógetans í Kjósar- og Guil-
bringusýslu, kveðnum upp 7. dag júnímánaðar, er næst
leið, sem eptir beiðni liins stefnda Björns Björnssonar
ákveður, að áfrýjandinn skuli, ef nauðsyn gjörist, þegar
í stað berast út með valdi af hálílendunni Breiðabólstað
á Álptanesi, eignarjörð iiins stefnda. |>ess ber að geta,
að hinn stefndi, sem áður hefir verið lijer og hvar í
grashúsmennsku, en nú vildi sjálfur komast að nefndri
jörð sinni, hafði, áður en hann oskaði úlburðarins, kall-
að áfrýjandann fyrir sáttanefnd til að fá hann með góðu
til að standa upp frá sjer, og síðan, er þetta ekki tókst,
byggt honum skriflega út á reglulegan hátt fyrir nóttina
helgu 1863. Einnig ber að geta j>ess, að áfrýjandinn
hafði fengið byggingarbrjef hjá hinum stefnda fyrir hálf-
lendunni, dags. 9. janúar 1859, sem framlagt er í mál-
inu, og hlýtur það að leggjast til grundvallar fyrir úr-
slitum þess, þar sem áfrýjandannm eigi getur borið önn-
ur eða meiri heimild til ábúðar á jörðinni, en af því
ílýtur og lögin yfirhöfuð gefa leigaliðum, sjá J. LL. B.
Cap. 1. Nú stendur í byrjun byggingarbrjefsins þannig:
að hinn stefndi byggi áfrýjandanum hálfienduna frá næstu
fardögum og svo lengi sem þeim semdi og áfrýjandinn
hjeldi skilmála þá, sem síðar eru taldir upp í bygging-
arbrjefinu: en af þessu virðist beinlínis að leiða, að á-
frýjandanum, þó liann hjeldi byggingarskilmálana, eigi hafi
verið veittur ábúðarrjettur á hálfiendunni í fleiri ár, en
þeim semdi um, og að hann því hafi verið skyldur til
að standa npp af jörðinni, er hinn stefndi af einhverri
ástæðu eigi viidi hafa hann þar lengur. j>essum skiln-
ingi á hinum skýlausu orðum byggingarbrjefsins getur
það alls eigi haggað, að hinn stefndi í 6. gr. bygging-
arbrjefsins hefir áskilið sjer, að hann mætti byggja sjer
sjálfum hæli á hálflendunni, ef hann yrði húsvjfitur, og
vildi fara að þessum ábýlisparti sínum, því þ'essi orð
geta í sambandi við það, sem áður er sagt, eigi skilizt
öðruvísi en svo, að hinn stefndi með þeim hafi áskilið
sjer sjerstaldegan rjett til að mega byggja sjer tómthús
á jörðinni og fiytja sig þangað, án þess að hagga að
neinu ábúðarrjetti áfrýjandans, og það var með öllu
nauðsynlegt fyrir liann, að taka þetta atriöi fram í bvgg-
ingarbrjefinu, ef tii þess hefði komið, að hann hefði viljað
fara í tómthús þangað, án þess að víkja ábúandanum burtu
um leið af jörðinni, þar ábúaridinn annars hefði getað
sett sig á móti því, að hann færi í tómtþús bjá sjer
þangað. IJinn áfrýjaða fógetaúrskurð ber þannig að
staðfesta. Eptir þessum málavöxtum hlýtur áfrýjandinn
að greiða hinum stefnda málskostnað með 6 rd. Hin-
um skipaða svaramanni hins stefnda greiðist í máls-
færzlulaun 15 rd. úr opinberum sjóði. Að þvílevtimál-
ið hefir verið gjafsóknarmál, vitnast, að málsfærslan hefir
verið lögmæt.
því dæmist rjett að vera:
Hinn áfrýjaði fógetaúrsliurSur á órasítaSur aS
standa. Afrýjandinn Jón Jónsson greiSi Ixinum stefnda
Birni Björnssyni 6 rd. í málsliöstnaS. Hinum setla
taJsmanni Jiins stefnda, málaflutningsmanni Jóni GuS-
mundssyni, bera fyrir flutning málsins viS yfirdóm-
inn 15 rd. r. m., er greiöist úr opinberum sjóSi.
Dóminum ber að fullnœgja innan 3 viJtna frá Jög-
birtingu Jians undir aöför að lögum.
2. í máli þeirra stúdents A. Arasens og kaupmanns Chr.
Möllers.
I máli þessu áfrýjar stúdent A. Arasen á Flugu-
mýri í Skagafjarðarsýslu hjeraðsdómi Ilegranesþings frá
27. ágúst f. á., sem skyldar hann til að borga hinum inn-
stefnda 80 rd. með leigu 4 af 100 frá 17. ágúst 1800,
unz borgun skeður, og 50 rd. í málskostnað, og hefir
hann skotið þessum dómi til landsyfirrjettarins og þar
gjört þá rjettarkröfu, að bjeraðsdómurinn verði felldurúr
gildí, og hann, áfrýjandi, frídæmdur af öllum kærum og
kröfum hins innstefnda, og hann skyldaður til að borga
honum 60 rd. í málskostnað; liinn innstefndi hefir þar á
móti krafizt, að hjeraðsdómurinn yrði staðfestur og á-
frýjandinn dæmdur til að borga málskostnað fyrir báðum
rjettum skaðlaust.