Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Síða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.02.1866, Síða 5
5 ekki eiga langt eptir; eg hafði þó enn rænu á því að biðja guð bæði fyrir sjálfum mer og vinum mínum. í'að voru hér um bil tvær stundir til kvelds, og sólin vermdi mig ennþá nokkuð ; eg sneri mér að henni og þakkaði guði fyrir sólarylinn innilegar en eg nokkurn tíma áður hafði þakkað honum fyrir nokkurn tímanlegan vel- gjörning. Bráðum varð eg þó aptur yfirkominn afkulda og þreytu, og datt mér þá í liug að leysa bjarglinda minn og þannig enda þjáningar rnínar; en sú hugsun aptraði mér frá því, að það væri skylda mín að um- bera þetta og að eg aunars réði sjálfum mér bana; líka fann eg lil náttúrlegs kvíða fyrir dauðastríðinu og löng- unar til, að móðir mín fengi að vita, að eg hefði dáið kristilega. í þessum svifum var mér lypt upp af öldu, og sá eg hvítt segl álengdar. En hvað stoðaði það? Eg gat ekki búizt við að ná því; eg gat hvorki hreift legg né lið og lá nokkur augnablik grafkyrr. Allt í einu kom hryllingur í mig allan og blóðið streymdi út í alla limi, svo eg gat aplur hreift mig, og tók lil að synda að skipinu. Aldrei hafði eg áður fundið til eins mikils friðar og fagnaðar eins og nú bjó í hjarta mínu, og eg get ekki sagt, að mig langaði til, að mér yrði bjargað. Þegar eg nálgaðist skipið, reyndi eg til að kalla, en gat ekki lokið upp munniuum. Þáfannstmér það aptur sárl að hafa barizt svo lengi til ónýtis, og það var nærri komið að mér að sleppa öllum tökum. Samt synti eg enn fáein augnablik, og rak allt í einu upp svo ógurlegt hljóð, að mig sjálfan liryliti við að heyra það ; síðan hélt eg áfram að kalla í hvert sinn sem cg var niðri í bylgjudalnum, svo eg gæti sést af skipinu þegar eg kæmi upp á öldubrúnina. Skipverjar komu fijótt auga á mig, sendu út bát sinn og lögðu

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.