Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 5
5 fátæku stúlkuunnr verið að vonast eptir, að hún mundi bráðum koma með brauðið frá bakaranum, og talið bverja stundina; með innilegri bæn til Drottins hafði faðir hennar reynt til að styrkja krapta sína og konu sinnar til þolgæðis í raunum þe|sum, og seinast bað bann Drottinn að annast dóttur sína og varðveita bana frá öllum háska og öllu illu. Ilann hafði reynd- ar opt áður rennt huga sínum til Drottins, og beð- ið hann um að hjálpa sér til að fá vinnu, eða opna sér einlivern veg, svo hann gæti aílað sér brauðs handa sér og börnum sínum, en aldrei liafði hann beðið eins heitt og innilega til Drottins og í þetta skipti, enda virtist honum líka, að nú væri öll mannleg aðstoð þrotin, og Guð einn væri nú fær um að hjálpa, eða uppvekja einhvern sér og sínum til aðstoðar. Er hann hafði fyrir skömmu endað bæn sína, heyrði hann loksins, að einhver kom upp stigann. Nú lifnaði aptur von aumingjanna, þau æptu upp yflr sig af gleði, því þau héldu, að það væri hún María litla, því svo hét fá- tæka stúlkan, með brauðið frá bakaranum, en þegar lokið var upp hurðinni, varð sú von að engu, því þau sáu einhverja ríkmannlega stúlku í stað Maríu litlu. En þeim virtist þessi ókunnuga stúlka lík engli, og von þeirra lifnaði aptur. Kinnar hennar voru fagrar og blómlegar, og liún hafði mikið og Ijósleitt hár, sem liðaði sig niður um herðar hennar. Hún hafði með- ferðis handa þeim eitt brauð og litla körf fulla af öðr- um matvælum. «Hún dóttir ykkar» sagði hún «kemur máske ekki heim til ykkar í dag, en verið þið samt óhrædd um hana, sjáið þið, þetta hefir hún sent ykk- ur». Með þessum huggunarorðum lagði þessi litla stúlka í lófa fátæka mannsins pening, er var allt að því

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.