Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Side 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Side 7
7 stæði, að hún biði sér þetta núna. En er hann fékk að vita það, komst hann svo við, að hann gat varla tára bundizt fyrir fögnuði. Ilann lét sem hann gengi að boði hennar, en fór ofan í vasa sinn, og tók úr buddu sinni peninga, er jafngiltu 6 rd., fékk henni þá, og sagði, að hún skyldi fara strax og hjálpa aumingj- unum með fé þessu, svo gæti hún kornið seinna, þeg- ar hún vildi, og gjört út um kaupin á hárlokkunum sínum. Stúlkan litla hljóp nú burtu, fékk sér körf eina, keypti matvæli í hana, og hélt svo til húss þess, er aumingjarnir bjuggu í. En á meðan brá hárskerarinn sér yfrum til foreldra hennar; voru þeir þá heim komn- ir, og sagði hann þeim frá því, hvað dóttir þeirrahefði fyrir stafni, svo að þegar hún kom heim aptur til þeirra tóku þeir móti henni tveim höndum, og hrósuðu henni með tárum í augunum fyrir það, er hún hafði gjört. En hárskerarinn lét sér eigi þetta nægja, heldur fór hann til lögreglustjórans, og sagði honum frá þeim atvikum í málefni þessu, er hann vissi af, svo að litla stúlkan fátæka fékk mjög litla refsingu fyrir það að hún tók brauðið. En saga þessi barst fljótt út um bæinn, og upp- vöktust þá margir til þess að senda fátæklingum þess- um mat og fé, og þegar iðnaðarmaðurinn fátæki var búinn að ná sér aptur, og var farinn að vinna, kepptust menn um að láta hann fá vinnu, svo að hann brast eptir það hvorki mat nö vinnu. Þegar barnakennarinn hafði lokið sögu þessari, sagði hann við börnin: »Hvað má læra af þessari sögu?

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.