Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Side 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Side 13
13 í slíku félagi búið, séuð mörgum óþekktir, þó að lieim- urinn kannist ekki við yður, megið þér þó vera glaðir og ánægðir, því Guð þekkir yður, kannast við yður, og elskar yður, og þegar hann er meö, hver getur þáver- ið á móti? Látið yður því nægja hans náð, og yerið fullvissir um, að hann mun ekki sleppa sinni hendi af yður, heldur blessa yður og farsæla tínmnlega og eilif- lega. tér sem vitið þetta, sælir eruð þér, ef þér breytið samkvæmt því. Allir, sem sjá framferði yðar, allir sem venjast siðum yðar, munu uppskera af því blessunar- ríkan ávöxt; en þó er það engum betra en börnumyð- ar. Það eru víst þau, setn þér elskið mest og sem yð- ur er annast um. IJau blómgast eins og nýtt ungviði á morgni æfinnar, þegar lifsdagur yðar tekur að hníga að kvöldi; þau byrja að feta í fótspor yðar, þegar þér eruð komnir á skeiðs endann; þau taka við dagsverki yðar, þar setn þér hættið við það. Hvað er þá viður- kvæmilegra, en að þér etlið heiil og farsæld þeirra af öllum mætti? En þér getið það með engu móti frem- ur, en að innræta þeim strax á unga aldri sannan guðs- ólta, og elsku til Guðs og alls þess, sem gott er, svo þau sem fyrst læri að leita Guðs náðar og blessunar, og geti orðið hennar aðnjótandi bæði hér og síðar meir^ Petta er sá bezti erfðahluti, sem þér getið eptirskilið þeim. fað sem snemma er brýnt fyrir barninu, festir allt af dýpri og dýpri rætur, svo það verður loksins aldrei upprætt. Ef sönn guðrækni býr á heimilinu, þá innrætist hún barninu skjótt, ef allir eru samtaka i í því, að láta guðsorð búa ríkulcga hjá sér; það lærir þá snemma að þekltja hið æðsta góða og sækjast eptir því. Ef barnið sæi aldrei illa siði fyrir sér, þá lærði

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.