Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Síða 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Síða 6
6 gædda skepna Guðs, sem er sköpuð eptir hans mynd — hann er sá eini, sem þrjózkast gegn skapara sín- um, sem ekki skeytir um vilja hans, sem kastar frá sér mynd haris, sem slítur sig ur hendi hans. Þelta er hryggilegur sannleikur. En hvenær rætist þetta fremur, en þegar hann lætur reiði og sundurþykkju, liatur og tvídrægni rótfestast í hjartanu? Þegar skyn- semin, sanngirnin og réttvísin eru eins og dottnar í dá, en andi ófriðarins stjórnar öllum tilfinningum hjartans? Ilvar sést þá Guðs mynd framar á manninum? Er þá ekki horfinn sá fagri blóminn, sem sýuir, að maðurinn er æðra eðlis, en dýrin, sem sýnir, að hann á ætt sína að rekja til upphæða? Með þessum hætti hefir þó marg- ur úrætzt frá Guði. Þannig hefir vináttan opt orðið að óvináttu og bönd clskunnar slitnað, þar sem þau voru þó hvað sterkust; þannig hefir hjartað, sem á að vera bústaður heilags anda, einatl orðið aðsetursstaður illra anda. Það getur ekki verið fagurt í hjartanu, þegar þar er slokknað ljós elskunnar, því elskan er hin æðsta til- finning sálarinnar, sem eins og allt annað gott, kemur frá sjálfri elskunnar uppsprettu Guði, því elska lians umfaðmar alla alheims tilveru, og allt, sem lifir, er og hrærist. Frá elskunni hefir öll líkn, öll gæzka og öll endurnæring sinn uppruna; af henni sprettur velvild og vinátta og hvað annað, sem gott er og Guði þókn- anlegt; og þó getur illskuandi ófriðseminnar myrt þessa helgu tilfinningu, og tekið sér aðsetur í því hjartanu, sem áður vermdist af il hennar. í’að, sem elskuvert er hjá þeim, sem elskaður var, þykir þá engu nýtt, og ef til vill, hatursvert; þá þykja kostirnir vera ókoslir; þá logar hefndargirnin í hjartanu og eyrir ekki nema hún komi illu til leiðar, og það eins, þó sakleysið eigi

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.