Baldur - 15.05.1868, Qupperneq 6
30
vetta, Fms.VIII 5320—21: Flat. 5533. Segja, at ekkivetta
mun til saka, Fms. VIII 2157—8. Sögðu, at ekki vetta
mundi lil saka, Flat. II 611ts. En ef nökkut vetta
leifist, svá at eigi verði elit, Stjórn bls. 2804.
2, Þolfall.
Þorðu þeir þá ekki vetta (þ. e. enga vitund) annan
veg at gera, en konungr vildi, Fms. VIII 44t2—14. Hann
lætr þar ekki vetta (þ. e. engan hlut) við koma, Iíonungs
skuggsjá, Christiania 1848, bls. 31 s. Eigi görðum vér þér
nökkut vetta til meins, Stjórn bls. 164s. Ef þú finnr
nökkut vetta þat (þ. e. nokkurn hlut þann) sem
þitt er, 18116.
3, Þágufall.
Svá er hann ilir viðskiptis, at engu vetta (þ. e. eng-
um hlut) þyrmir hann, mönnum eða kvikvendum, Ðiðriks
saga, bls. 33u—ie. Ella mundu þeir drepa þá alla, er í
kirkjunni vóru, ok eira öngu vetta, Biskupa sögur, I
49924—25: Sturlunga saga, 4,6: II11 io—rii. Öngu vetta
vildi hann eira, Fms. XI90i3. Atþatsé eigi blint né fótbrotit
ok at öngu vetta vanat, Stjórn Ms. 27922.
4, Eignarfall.
Ok svá mjúkr ok léttr var honum fótrinn, bæði at ríða
ok rinna, sem honum hefði enskis vetta (þ. e. enskis
kostar, með engu móti) verit at grandi eða at meini orðit,
Gammel norsk Homiliebog, Christiania 1864, bls. I685—7.
Eiríkr Jónsson tekr vetta eða vætta í slíkum talshátt-
um sem þeim, er eg hefi sett hér, sem eignarfall fleirtölu
af vœttr (= vera, hlutr), svo og Fritzner undir orðinu
vættr, og á sama hátt tekr Dr. Theodor Möbius það í
«Altnordisches Glossar» Leipzig 1866, bls. 488. En þess
berað gæta, að þótt orðmyndinn eliki kunni að geta stjórn-
að eignarfalli fleirtölu, getr þó naumast þágufallsmyndin
engu, og eignarfallsmyndin ensltis gert það. Menn geta
eigi sagt engu hluta {gen.pl.). fyrir engum hlut, eða
engum hlutum, og eigi enskis hluta (gen. pl.). fyrir
enskis hlutar eða engra hluta, Menn segja margt barna
(hann átli margt barna); en menn segja eigi mörgu
barna, margs barna; það er að segja: nefnifall eða
þolfall fornafns eða lýsingarorðs í eintölu getr stjórnað
eignarfalli fleirtölu, en eigi þágufall eða eignarfall (eins og
í latínu nihil boni, en eigi nihilo boni, nihili boni). í
orðunum, eira engu vetta, ervetta þágufall eintölu
(dat. sing.), og í orðunum, enskis vetta, er vetta eign-
arfall eintölu (gen. sing.). Þessi skoðun styrkist og af orð-
myndinni vetna (= vettna), sem er reglulegt eignarfall
fleirtölu (gen. pl.), af vetta, eins og augna af auga.
Eg vil að endingu geta þess, að það er ætlan mín, að
það sé réttara að rita vetta, -vetna, vettogi, vetki, vetr (n.),
en vcetta, vœtna 0. s. frv.; til þess bendir ritháttr sam-
stofna orða i öðrum málum, t. d. á þjóðv. Wicht; á forn-
ensku viht, á gotnesku vaihts eða vaiht (er samgildir vehts
eða veht), sem öll tákna: vera, hlutr; svo og orðmyndin
-vitna = -vetna. Að vísu segjum vér nú vættr, eneigi
vettr, en þar af verðr eigi mikið ályktað, því að vér segj-
um hvervetna, en eigi lxvervætna, og vettugi (virða
að vettugi), en eigi vœttugi og er þó hinn sami stofn í
þessum orðum. Framburðrinn vœttr getr verið sprottinn
af því, að orðið hafi um tíma týnzt úr daglega málinu, en
síðan verið tekið upp í það aftr og borið fram eftir röng-
um rithætti í prentuðum bókum. Það er alkunnugt, að
mörg forn orð hafa komið bæði inn í rilmálið og talmálið
á þessari öld; eg vil að eins nefna orðið þegar (fyrir
strax, á þjóðv. stracks, á dönsku strax); og á sama hátt
gæti orðið vœttr verið komið aftr inn í málið, þótt það
hefði horfið úr því um stund.
Reykjavík, 24. d. febr.-m. 18fi8.
Jón Porkelsson.
BARNSMOHÐ, (brjefkafii).
Á sumardaginn fyrsta kom sendimaður til Akureyrar
með barnslík á bakinu til læknisins, til skoðunar og upp-
skurðar, norðan af Axarfjarðarheiði. Hafa foreldrar barns-
ins búið í koti á heiðinni; fæddist barn þetta í haust um
veturnætur og vildi móðirin láta skíra það þegar, en faðir-
inn taldi það úr, og kvað það mundi ekki gamalt verða;
fór hún samt með barnið við fyrsta færi til sjera Vig-
fúsar á Svalbarði, er skirði það. Leið svo og beið þar til
um næstu skírdagshelgi, að faðirinn kemur heim úr ferða-
lagi; kvaðst hann vera lúinn, og bað hana að gefa kind-
um í kofa hjá bænum; lagði hún barnið út af sofandi og
heilbrigt, og flýtti sjer að þessu, því hún hafði einhvern
grun um manninn, en þá er hún kom inn, var barnið í and-
arslitrunum og annar vánginn blár; fór hún þá með barns-
líkið til sóknarprestsins, en hann sendi með það til Jóns
á Gautlöndum, er nú er settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu,
en hann sendi með það til læknisins, sem fyr segir; var
það jarðað á mánudaginn fyrstan í sumri á Akureyri. Fað-
irinn heitir Bjarni Sigurðsson, og er hann hafður grunað-
ur um dauða barnsins, en móðirinn heilir Hólmfríður Jó-
hannesardóttir.
(Sent að). FRÁ HABESCII.
(Endi). Innanlandsóeirðirnar, sem upp komu, risu af
því, að aðskotaflokkarnir, Galláar og Schanlsaláar, rjeðust
inn í landið, og hnekktu frumbyggjum landsins, Habesch-
ingum og Agownum, náðu aðskotaþjóðirnar undir sig all-
miklum eignum og löndum í ríki þar, en frumþjóðirnar
höfðu hörfað fyrir inn í innsta hlut landsins. Aðskota-
gestirnir, er voru annarar þjóðar, höfðu önnur landslög
og aðra stjórnarháttu, heldur en frumþjóðin. En þar eð
frumþjóðin mátti miður, þá missti keisari þeirra völdin, og
þessi eptirmaður «mikla Neguss» stýrði nú að eins örfá-
um fvlkjum innst í landinu. Sat hann þá í bænum Gond-
ar. Loks missti liann völdin, og eptir það komust Ha-
beschingar undir vald hinna erlendu þjóða; og að eius í t