Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 1

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 1
Reykjavik, Miðvikudag, 2. dag febrúar-mán. Þriðja ár, 1870. M 1.— «Sezt ryk á sanrileikann, ef sópara vantar«. Verb árgangs or 4 mrk 8 sk., ogborgist fyrir fram hvert missiri ^yV. .x^ Borgun fyrir anglýsingar er 1 sk. fyrir hverja 15 smáletnrsstafl (3G sk,). Kanpendnr borga engan bnrílareyri. ^ vv' e?)nr 3% sk. línan. Kaupendur fá helmings-afslátt. Efni: Avarp tii kanpendanna. — Víg Snorra Stnrlusonar (kvæbi).— Tungliih. — ArnarhreiSrib (frásaga).— Fjárkláíiinn. — Verzlnn. — Afla- brögS. — Tíbarfar. — Hvaltir. — Skip. — Auglýsingar. — Frestaköil. ÁVARP TIL KACPENDANNA. —Gleðilegt nýár! kæru landar. í*að ber tvennt til, að mjer þykir þörf á ao ávarpa yður. Fyrst erþað, að nú eru áramót «Baldurs» með nýju ári; og svo er hitt, að «Baldur» hefir haft fóstraskipti með áramótunum. En svo að þjer sjáið gjörr, hvers vænta muni af mjer, þessum nýja fóstra hans, þá vil jeg stuttlega skýra yðúr frá, hvert álit jeg hefi á köllun blaða og stöðu rit- stjóra yfir höfuð, og svo hverri stefnu jeg vildi fylgja með «Baldur». Nálega hvervetna í hinum menntaða heimi eru blöðin nú fyrir löngu hætt að vera einungis frjettablöð eða nýj- ungablöð. Og þó er það og verður ávallt mikið aðalatriði blaðanna, að segja frjettir, því að afl viðburðanna, sem fram fara, mun ávallt hafa mikla þýðing í stjórnarlífi þjóð- anna; en allt um það liggur það í augum uppi, að blað, sem eigi hefði annan tilgang, en að segja frjettir, gæti alls eigi (enda þótt það kynni að geta staðizt ?) haft neina veru- lega þýðingu. Af frjettariturum nú á tímum er í allra- minnsta lagi heimtað, að þeir skýri frá viðburðunum á þann hátt, og hagi framsetning sinni svo, að það megi skýrlega sjá á milli línanna það sjónarmið, þaðan sem höf- undurinn skoðar viðburðina frá, svo að það geti leiðbeint lesandanum í dómi þeim, er hann leggur á viðburðina. I stuttu máli, mennn heimta, að hvert blað hafi fast-ákveðna stefnu í stjórnarmálum, og að allar aðgjörðir þess miði á einn eða annan hátt að henni. Þeir tímar eru nú komnir, að ritstjórar blaða geta nú eigi verið hlutlausir um þau mál, er þeir ræða, engu framar en sagnaritendur. Sú «gull- öld» er liðin nú, enda var «hlutleysið» («óhlutdrægnin», upartislthed) eigi vert þess lofs, er það svo lengi hlaut, og kann að hljóta enn hjá fákænum mönnum; því þá er ein- hver þykist vilja vera hlutlaus í slíkum málum, þá getur það aldrei verið nema af tvennu sprottið, annaðhvort hrœsni, er höfundur vill eða þorir eigi að segja það, er hann hygg- ur rjett og satt, eða ~af fákœnsltu, þ. e. að segja því, að hann skortir þá þekking, menntun eða aðra hæfilegleika, að hann geti haft nokkurt álit á því, er hann ritar um ; og er hvorigt þetta gott, og sýnir, að sá, er «hlutlaus» vill vera, er eigi hæfur til að vera rithöfundur. Þá er þess að geta, að opt er taláð um, að blöðin sje og eigi að vera rödd almenningsálitsins; en svo þarf alls eigi ávallt að vera. Gamall málsháttur segir «að sjaldan Ijúgi almannarómur». En það getur þó komið fyrir, og kemur fyrir, að almenningi skjátlar í dómum sínum; og það er þó eigi skylda blaðamanna, að fylgja áliti almenn- ings, þá er það er rangt, ef blaðamaður veit betur. Blaða- maður verður að fylgja því, er hann ætlar sannast og rjett- ast, án þess að láta það aptra sjer, þó alþýða hafi annað álit. Blöðin eiga ekki að vera eins og lúður, er hver, sem vill, getur básúnað í; hitt er heldur, að blaðstjóri á að hafa hæfilega gát á, hverjar að sjeu skoðanir almennings, ekki til þess, að hefja þær í hæðirnar hugsunarlaust, hvort sem þær eru rjettar eða eigi, heldur til þess, að styrkja þær með rökum og fylgja þeim fram, ef þær eru rjettar, leiðrjetta þær og beina þeim í rjett horf, þá er þeim er í ýmsu áfátt, og berjast móti þeim með skynsamlegum rök- um, ef þær eru skakkar. Með einu orði, blaðamaður á að vera ráðgjafi lýðsins. Sjerlega athugaverð er staða blaðanna andspænis full- trúum þjóðarinnar, þar sem fulltrúaþing eru. Þá er blöðin hafa fasta stefnu og fylgja henni fram á sæmilegan hátt, þá mega þau ávallt ganga að því vísu, að fulltrúar þjóðar- innar gefi. orðum þeirra hæfilegan gaum. J>essa stefnu verða þau ávallt að hafa vakandi fyrir augnm, og aldrei frá henni víkja, en taka þó hæfilegt tillit til hins sjerstak- lega ásigkomulags, sem á sjer stað í hverju máli og á hverjum stað og tíma, gætandi þess vel, að það, sem í sjálfu sjer er rjett og algildur sannleiki yfir höfuð, getur hlotið að laga sig í ýmsu eptir því, sem á stendur, án þess þó að það raskist, sem er kjaminn og mergurinn. Gefi blöðin eigi gaum að þessu, þá verða skoðanir þeirra, þótt þær sje sannar og rjettar í sjálfu sjer, allt um það ein- trjáningslegar, og það verða þau að varast, ef að þau vilja að sjer sje gaumur gefinn. í þessu eru falin áhrif þau, er þing og blöð liafa hvort á annað; því fari allt að felldu, þá missir hvorttveggja þýðing sína, ef þau gefa þessu eigi hæfilegan gaum. Köllun blaðamannsins er því háleit og fögur, og menn gætu sagt, eitt hið háleitasta og fegursta, sem nokkurmað- ur getur tekið sjer fyrir hendur að starfa að. En því æðri, fegurri, helgari og háleitari, sem sú köllun er, því meiri vandi og ábyrgðarhluti er henni samfara. Eigi er það sú ábyrgð, er hjer á jeg við, sem ritstjóri getur orðið krafinn til fyrir starf sitt, samkvæmt prentfrelsislögunum, heldur er það hin siðferðislega ábyrgð, sem eðlilega leiðir af köllun hans. Hann verður vandlega að liugleiða og gjöra sjer ljósar allar þær afleiðingar, sem afþví leiða, að hann fylgir þeirri stefnu, sem hann hefir. Hann verður að fylgja þeirri stefnu, sem honum þykir rjett, þannig, að hann sje í öll- um atriðum óbifanlega samkvæmur sjálfum sjer. Hann verður að gjöra glöggan mun þess, sem ávallt verður fast

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.