Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 8

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 8
I 8 við og leifc upp fyrir sig, «það er einnig gott, að eitthvað »hangi svo hátt, að hver maður nái því eigi». [í'ýtt. Iiitstj.] FJÁRKLÁÐINJN. — Bæði í Ölfusi og á Vatnsleysu- strönd er nú kláðavart orðið, og þessi meinvættur er þá þannig ‘enn með lífsmarki í landi voru, en hve lengi landið vill ala hana, það vitum vjer eigi enn þá, en líklegt er, eptir því sem menu þekkja í því máli áður, að það geti orðið langa stund enn. Það er eins og Sunnlendingar sjeu húnir að taka slíku ástfóstri við hann, að þeir geti ekki án hans verið. Verði þeim að góðu! Þetta er ekki of- mælt, það hafa Norðlendingar sýnt. Reynslan er hjer svo talandi vottur, að um þetta er ekki orðum eyðandi. VERZLUN. — Af norðurlandi er alls staðar mjög illa af látið verzluninni. Saltleysið kemur þar mönnum meira en illa. Á Akureyri er verðlag svo (eptir «Norðanfara») 7. des.: Rúgur lO'/a rd., baunir 13 rd., grjón 15 rd., hálf- grjón 15 rd., kafö 36 sk., sykur 28 sk., salt 18—24 sk. kúturinn (1 tunna 3 rd. 36 sk. til 4 rd. 48 sk.); en mun- aðarvaran: neftóbakspundið jafndýrt og einn árgangur «Baldurs», rullan á dal og potturinn á 24. — íslenzkar vörur: Vorull (hvít) 28 sk., haustull 18 sk., tólkur 16 sk.; lpd. kjöts á sláturtíð 7 mrk. .— 7 mrk. 8 sk., gærur 3—5 mrk. — Hjer í Reykjavík skortir nú sykur, steinolíu (hefir skort síðan í október), pappir (nema prentpappír, póst- pappír, og dýran býkúpupappír), almanök (sem vant er á hverju ári), edik og líklega margt fleira, en vjer vitum af. Munntóbak mun vera nálega upp gengið. AFLABRÖGÐ. — Eptir því, sem vjer höfum frjett norðan, hefir á Eyjafirði verið allgóður afli svo lengi, sem vjer höfum spurnir af haft, þ. e. a. s. til þess viku af des- ember, enda verið veitt upp um ís, eptir að lagði pollin á Eyjafirði innst. Á Hrútafirði afiaðist sæmilega í haust, og undir Jökli slíkt hið sama. Þá er frá er skilið Akranes og Miðnes, þá hefir verið ágætasti afli um allt hjer syðra, eink- um hjer um nesin, Vogana og í Njarðvíkum (hausthlutir frá 6 til 13 hndr.). Síldarafiinn í Ilafnarfirði hjelzt enn á föstudaginn (21. f. m.), og hefir verið nægra af henni, en notað yrði, og vottar það eigi ofdugnað landa vorra, enda er það einkenni margra sjómanna á Suðurlandi, að sœkja og nota sjóinn sízt, þá er það er til nokkurs ; er þetla tal- að til þeirra einna, er það eiga, en eigi hinna, sem og eru margir, sem dugiegri eru. Suður-«túrar» í fyrra mánuði hafa gefizt til þessa afbragðslega, og hafa ýmsir hlaðið aptur og aptur. , TÍÐARFAR. — Úr Múlasýslum frjettist, að frá miðj- um október væri búið að ganga stórharðindi og snjór, svo að hvervetna væri haglaust, þá í stöðugan mánuð (til 17. nóv.), og illa á horfzt með björg og byrgðir bæði fyrir roenn og skepnur. Úr Úingeyjarsýslu, Eyjafirði, Skaga- firði og Húnavatnssýslu var sama að frjetta þá fram í des- ember (úr Húnavatnssýslu frá því í fyrra mánuði). ís kom á Húnaflóa á jóiaföstu; hefir hann eigi legið við frá því í sumar, heldur er það víst nýr ís, sem sjá má af því, að bjarndýr hafa gengið á land af honum. Upp úr sól- stöðunum fór að hlána hjér, og hefir verið við og við frost- laust síðan eða frostlítið, og nú að líkindum víðast auð jörð. HVALUR rakst á land laugardaginn hinn 29. f. m. á Ilafnar-skeiði í Ölfusi. ' SKIP kom í fyrra dag (síðasta d: f. m.), að nafni «Lu- cinde», frá Englandi; hafði það fyrst komið hjer undirland í haust, en hrakið þá suður í höf; í annað sinn komst það undir land fyrir jól, en hrakti þá til Englands, en hafðinú verið 11 daga þaðan hingað. Ull hafðiverið í beztagengi og saltfiskur i fremur góðu verði, 36 rd., harðfisknr yfir 40 rd. Friður allsstaðar, að því, er frjetzt hefir. Blöð, dönsk frá nóv., og ensk frá í janúar, höfðu komið með því, en eigi höfum vjer enn sjeð þau nje frjett neitt úr þeim, nema hvað korn kvað fallið í verði, rúgur 6 rd., bygg 5 rd. og hafrar 3 x/2—4rd. Skip kom á ísafjörð í lok ársins, og að sögn er Stykk- ishólmsskipið og komið. AUGLÝSINGAR. Eptir fengnu leyfi háyfirvaldsins, verður «TOMBÖLA» iðnaðarmannanna í Reykjpvík, haldin 25. og 26. febrúar þ. árs. E. Pórðarson. Þessi árgangur «Baldurs» kostar 4 í' 8/3. Iiaupendur borga fyrir fram hvert missiri (1. d. janúarm. og 1. d. júlím.), og verður blaðið þeim einum sent, er borga í rjettan tíma. Þetta næsta missiri verður að borgast með fyrstu ferðum úr hverjum stað. — Borgunin greiðist sem fyrst til hérra prentsmiðjustjóra Einars Þórðarsonar. — Ritstjóra «Baldurs» er venjulega heima að hitta hvern dag kl. 4—6 e. m. og opt fyrir kl. 2 f. m. — Jeg leyfi mjer að biðja alla þá, sem eru á ferð hjer úr nærsveitunum, að koma til mín og taka hjá- mjer «Báldur», þegar hann er á ferðinni. Bitstj. — í næstkomanndi fardögum fæst hjá undirskrifuðum jörðin Stóri-JIólmur í Leiru til ábúðar og kaups, ef-vill, víst að %, og verða þeir, sem vildu fá nefnda jörð, að halda sjer til mín um alla skilmála, hvort heldur til sölu eður ábúðar. Meilbastuíium, 25. desembor 1869. Árni Porvaldsson. PRESTAKÖLL. Veitt: 7. des. Iíyrkjubœjarkl. á Síðu sjera I'. Pálssyni á Prestbakka. 17. s. m. Blöndudalshólar sjera M. Gíslasyni á Bergstöðum. Óveitt: Kálfafell á Síðu, metið 92 rd. 3 sk. Augl. 7. des, Bergstaðir með annexíunni Bólstaðahlíð, metið 259 rd. 40 sk. Augl. 20. s. m. Tjörn í Svarfaðardal með annaxíunum Urðum og Upsum, metið 362 rd. 68 sk. Augl. 29. s. m. Ritstjóri: J ón ÓJafss on. \ Skrifstoia Austurvelli J/%8. Prentari: Einar Pórðarson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.