Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 7

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 7
7 byrgðu sól í dainum þegar jafnt beggja, nóns og miðaptans, um hásumar. Yfir byggð þessa mændi arnarhreiður eitt. Það var á klettasnös uppi’ í fjallstindi. Allir sáu, þegar kvenn-örninn settist á hreiðrið, en euginn fjekk náð þangað. Karl-arinn sveimaði yfir sveitina og renndi sjer niður, ýmist til að hremma lamb, ýmist eptir geitkiðling; einu sinni hafði hann enda hremmt ungt barn. Því var enginn óhultur í Andra- dal, allt á meðan arnarhreiðrið var í Flaka-tindi. Sögur gengu um það manna á milli, að í fyrri daga hefðu bræður tveir verið þeir í dalnum, að komizt hefðu að hreiðrinu og getað steypt undan erninum. En það var ekki um það að tala — nú var enginn svo fær, að því fengi orkað. Hvar sem tveir menn hiltust í Andra-dal, var ekki um annað talað, en arnarhreiðrið, og var þá opt augum rennt inn og upp hlíðar. Það var þá í frjettum sagt, hve nær ernirnir hefðu komið að hreiðrinu fyrst, núna þetta árið, hvar þeir hefðu síðast hremmt lamb, eða gjört annað ógagn bændum, og hver síðastur hefði til revnt að klífa upp í hreiðrið. Æskumenn allir þar í dalnum tömdu sig við frá blautu barnsbeini að fara í kletta, klífa upp eikur, glíma og berjast, — allt til þess að gela á síðan komizt upp á Flaka-tind og steypt úr hreiðrinu, svo sem þeir bræður höfðu fyrr gjört. í þann tíð, er þessi saga gjörðist, hjet sá Leifur, sem fræknastur var í Andra-dal. Eigi var hann af ætt Andra, og óskildur öðru fólki þar í dalnum. Haun var hrokkin- hærður, smáeygur, firnur við leika alla og íþróttir og kvenn- hollur. l3á var hann á ungum aldri, er hann mælti svo, að eitt sinn skyldi hann arnarhreiðrinu ná. En þeim, sem eldri voru, þótti honum eigi vert að leggja það í hámæli. Þetta þóttu Leifi storkanir; og eigi var hann kominn í blóma aldurs síns, nje fullþroskaður, þá er hann reyndi til að ná hreiðrinu. það var fagran og heiðríkan sunnu- dagsmorgun snemma sumars, um það bil að sennilegt var, að ungarnir væru skriðnir úr eggi. Fólk var saman komið i stórhópum, til að horfa á hann. Hinir eldri menn löttu hann þessa stórræðis, en hinn ungi lýðurinn var heldur hvetjandi. En hann hlýddi að eins löngun sinni, og beið að eins til þess, er fuglinn flaug af hreiðrinu frá ungun- um. í’á hljóp hann til og hjekk þegar í eik einni, er spratt í klettagjótu nokkrar 'álnir frá jörð. Hann lagði nú þaðan lengra upp eptir gjólunni. Smásteinar losnuðu undir fótum honum, og mold og aur hrapaði undan honum; þess á milli var allt í dauða- kyrrð, og heyrðist að eins til árinnar, sem fjell niður gljúf- ur þar skammt frá, og var niður hennar dimmur og drauga- legur. Hann kleif nú upp fjallið um hríðj en þá fór það að slúta yfir sig fram, er ofar dróg. Hann fálmaði lengi með annari hendinni eptir ítaki og með fætinum eptir fót- festu, og varð að ríghalda sjer svo fast að berginu, að hann gat ekki litið upp nje ofan fyrir sig. l*á snoru marg- ir sjer við og litu undan, einkum kvennfólkið; kvað það hann eigi mundu hafa þetta gjört, hefði hann átt foreldra enn á lífi. Hann fann þó handfestu og fóttyllu, fálmaði svoi aptur með annari hönd og öðrum fæti — þá missti hann takanna, hrapaði, en náði þó handfestn á leiðinni og stöðvaði sig. Fólkið, sem stóð fyrir neðan í stórhópum, heyrði andardráttinn og hjartsláttinn, hver til annars. Þá slóð upp há, grannvaxin, ung stúlka; hún sat sjer á grá- steini, og sögðu menn að meyjan hefði heitizt Leifi þegar í barnæsku, þótt eigi væri hann af ætt þeirra Andra-.dæla. Hún fórnaði höndum upp og hrópaði: »Æ, Leifur, Leifur! »því ertu að gjöra þetta!« Aliir litu til stúlkunnar; faðir hennar stóð fast hjá henni og sendi henni óblítt augnaráð; — en hún þekkti hann ekki. »Leifur, Leifur! komdu niður aptur, Leifur!« kallaði hún, »mjer, Leifur, mjer þykir svo vænt um þig, og þú »hefir ekki til neins að vinna að komast þarna upp!« Menn sáu að Leifur hikaði; nokkur augnablik var hann grafkyrr, en svo — hjelt hann áfram. — Hann var bæði handfastur og fótvís, og því gekk honum lengi vel; en loks tók hann að þreytast, því hann stansaði opt. Lítill steinn losnaði og valt ofan ; það var eins og forboði; allir horfðu eptir steininum, hvar hann kastaðist ofan; enginn af öllum, sem fyrir neðan voru, gat slitið augun af honum, fyrr en hann hafði stöðvazt niðri á jafnsljettu. Nú gátu margir ekki afborið, að horfa lengur á þetta, en fóru burtu. Að eins stúlkan á steininum var ein eptir af kvennfólkinu með fám öðrum. Hún grátmændi upp bergið og nnri saman höndunum í örvæntingu. Leifur fálm- aði aptur upp fyrir sig með hendinni. Þá missti hannn af handfesti sinni með annari hendinni; hún sá það glöggt, þegar hann greip eptir með hinni hendinni, en náði hvergi handfestu. »Leifur!« hljóðaði hún upp yfir sig, svo að nísti undir í berginu ; og allur mannfjöldinn hljóðaði upp yfir sig með. »Hann hrapar, hann hrapar!« æptu þeir og rjettu fram hendurnar, svo sem vildu |ieir taka hann á lopti allir saman, bæði karlar og konur. llann hrapaði líka og reif með sjer sand, urð, mold og leir; hann hrapaði og hrap- aði, allt af lengra og lengra. Allir litu undan, og heyrðu þá skruðninginn og köstin ( fjallinu fyrir aptan sig, og loksins eins og eitthvað þungt fjelli niður, eins og meyr eða votur moldarhnaus. Þegar þeir litu við aptur, láu þar einhverjar tætlur — líkið var allt rifið og flakandi og með öllu ókennnilegt. Meyjan lá í óviti á steininum. Faðir hennar bar hana brott. llnglingarnir, sem mest höfðu eggjað Leif í þessa glæfraför, þorðu nú naumast að koma nærri til að leggja hönd að, að bera hann burtu. Sumir þorðu ekki að sjá hann. Þá urðu þeir að leggja hönd að, sem eldri voru. Hinn elzti þeirra mælti, um leið og hann gekk að og beygði sig: «I*etta fór illa; — en það er einnig gott», bætti hann

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.