Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 4

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 4
4 i myrk og ferleg flærðarrim faldaði nú hans yglibrún, grimmd og drambi, girnd og þrútl gnistruðu hvarmar þessa nótt; skorti þó ei skraut nje vit, skörungsbragð nje fagran lit á við dýrast ættarval áa sinna úr Haukadal; mál hans rann, sem Eánar fall, rómurinn blíður, hár og snjail ; gnóg var spekt og fræði fróð fólgin djúpt i hugarsjóð, gnógur studdi vegur og völd vjelaráðum slunginn höid. Hugði hann nú á fje og frægð, fylkis treysti ríki og slægð, ættarlands síns æztu völd ætlaði víst að fá í gjöid handa sjer og sinni ætt, siðan gæti hann yflr bætt vjelráð sín og verkin liörð við sinn guð og fósturjörð. Glæfraráða gegn um bjúp grillti hann ei það regindjúpr sem hann gróf, og syni hans* 1 svalg, og fæddi kúgun lands, og sem brátt við blóð og morð blettaði sjálfs hans frægðarorði vera sverð og svipa lands sýnast forlög þessa manns. Mælti bann nú á miðri braut: "Mikla brjeflð, konungsnaut, sem að gylfi sendi mjer, sýna skal nú öllum hjer; ■ það er að segja þessi orð: ««Það er hvorki svik nje morð, þóttú fellir frjálsan mann fallinn þvert í konungs bann; beriega því bjóðum vjer, beint í Reykholt farið þjer, þar býr Snorri tlár og forn, fellið þennan óvin vorn ; þá sem verða í þeirri för þiggja læt jeg sæmdarkjör»». Sjáið skipan sjóla hjer! sjálfur neyddur til jeg er, enda vil fyrir engan mun af mjer gefa minnsta grun að jeg ei reki æ sem bezt erindi grams. En hitt er verst reki nú undan refurinn enn. — Ríðum sem hvatast, vaskir menn». Yaknar iið í hersis höll, heyrist gnýr, sem boðaföll ómi í fjarska, brak og blót boðar dauðans sjávarrót; hurðir brotna, brynjuð mergð brýzt i skálann, leiptra sverð; heimalið við hjörvaglaum hrekkur upp og illan draum; nokkrir gripa hjör og hlíf,_____________________ 1) pab var einkum í hefnd eptir Sturlonga, sem Flogumýrarbrenna varti; þar brann kona Gizurar og synir hans allir. hinir naktír biðja nm líf, hrína börn, en hjúfra fljóð, hlífar bresta, dynur blóð. En er grimmast geysar lið, Gizur kallar: «Ró og frið hjúum Snorra hjer jeg gef, hann því sjálfan fundið hef». Og úr fláurn ílokki senn fimm hann kallar glæframenn, hjalar við þá hljótt og leynt, halir hverfa jafnskjótt beint í gólfið, sem hin gamla jörð grimmdist þeirra ráðagjörð ; sem með húð og hári þá hauðrið syigi, var að sjá. Atburð þennan ókunn sveit óttaslegin næsta ieit; gat ei snmgu grillt nje’ deilt, gólfið var sem fyrri heilt. Allt eins hollir heimamenn hljóðir störðu allir senn; gekk þeim ekki undrun til, aptur heilt þótt sýndist þii, heldur ótti og vönin veik við þá tefldi sáran leik. Gizur sjálfur grafkyrr stóð, geig með augum sýndi þjóð; glotti tungl um glugg einn inn, gula sýndi níðings kiun. Allir liljóðir hlýddu til; — hjer var svipað millibii, sem und dauðans sárri hönd sjúkur maður standi á önd; líkt og elti um sollið sogn sviptibylji dúnalogn; iíkt og hljóðni hamslaus börn, hrædd við grýlu, naut og örn; líkt og skjálö skorðuð fold, skelfing grípur sjerhvert höld, óttast gamalt eðli misst, út úr vanans faðmi hrist. í því bili opnast þil, allir litu þangað til; hermenn, sem að hurfu fyr, hljóðir koma um leynidyr, bera mann á milli sín, mann, er blóðugt huldi lín ; meðan óp og hálfbyrgð hljóð heyrast inn frá salarþjóð grimmir seggir sáran rekk síga láta á auðan bekk, andspænis í hárri höll horfði þar á sveitin öll. Bak við líkið loka þá lágt, en fljótt, var dregin frá; fram í setið seggur gekk, snjóhvítt hár í lokkum hjekk; dularfullur, forn og stór, fölur stóð þar málmaþór; augun sýndu dimm og djúp dauðans ró; á svörtum hjúp og hárri krúnu helgan mann

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.