Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 6

Baldur - 02.02.1870, Blaðsíða 6
6 24 klukkustundum. Tunglið er jafnlengi að snúast um ás sinn og að ganga kring um jörðina, svo að það snýr ávallt að oss sömu liliðinni. Tunglið fær þó, eins og jörðin, ljós sitt frá sólinni, og dagur og nótt skiptast jafnan á í tunglinu. En dagurinn er langt um lengri, en lijá oss. Á 29 og hálfum degi heíir sólin skinið á allt yflrborð tunglsins. Sólarhringurinn í- tunglinu er því nær 709 klukkustund- um, og dagur og nótt er nærfellt jafnlangt, eða sinn helmingur hvort af þessu límabili. Hvervetna á yflr- borði tunglsins má sjá sólina renna upp yfir sjóndeild- arhringinn; hún fer hægt að því og er í 177 tíma þar til, er hún er hæzt á lopti, þá er hádegi í tunglinu. Lengd dagsins i tunglinu er nær 354Va timi. Þá tekur nóttin við og er nær viðlíka löng, en það er nálega 30 sinn- um lengri, en nóttin er á jörðinni í jafndægrum. Byrjar dagurinn i tunglinu þá á sama hátt og á jörð vorri? Nei, nei! það er eigi svo. í*ar vantar gufuhvolfið, annaðhvort algjörlega, eða að minnsta kosti því sem næst. Þess vegna birtir ekki smátt og smátt í tunglinu, heldur birtir þar og dimmir nálega allt í einu, svo að segja á fá- um augnablikum. Og þar sem menn vita, að birtir þó og dimmir eigi alveg i einu vetfangi, heldur er lítil stund sem á því stendur, þá kemur þetta af þvi, að sólin er svo sein að komast alveg upp yfir sjóndeildarhringinn og eins að ganga undir. Það eru því nær 10 tímar frá því, að fyrst sjest þar á rönd sólarinnar, og til þess, er húu er ölluppkomin. En með því að gufuhvolfið er lítið, sem ekki, um- hverfis tunglið, þá verkar sólarljósið þar með fullu afli2 og mannlegt auga, sem ekki þolir að horfa i sólina hjeðan af jörðunni, þar sem ljómi sólarljóssins sljófgast þó svo mjög í gufuhvolfinu, það mundi í tunglinu steinblindast af ofur- ljóma, ef það liti í sólina þaðan. Þá er sólin er alveg kom- in upp í tunglinu, þá sendir hún ávallt Ijós sitt með nálega jöfnu afli hvervetna á hvern stað þar, hvort sem hún er hátt eða lágt á lopti. Á nóttinni er niðamyrkrið svo koldimmt, að enda hinar myrkustu nætur hjer á jörð geta eigi gefið oss neina hug- mynd um það. En aptur í staðinn skína stjörnurnar svo skært, að vjer getum því eigi nærri; ekki að tala um, hvað jörðin sýnist skínandi og Ijómandi frá þeirri hlið tunglsins, sem að oss veit. Jörð vor Ijómar (frá tunglinu að sjá) á- vallt á sama stað á stjörnuhvolfinu, eins og stór Ijóshjálmur hangi uppi á sjóndeildarsvæðinu. Frá tunglinu sýnist jörðin nær 13 sinnum stærri, en en oss sýnist tnnglið; blettir sýnast þaðan að vera á henni, og eruþaðlöndog höf, sem því valda. Stundum sjást aðrir bíettir, sem hreiíanlegir eru, ganga yfir þessa föstu bletti. Það eru skýin í gufuhvolfi voru. Það var reyndar eigi alls kostar rjett, er jeg sagði, að höf og lönd væru fastir blettir; skýin hreifast óreglu- lega, en höf og iönd reglulega eptir snúning jarðarinnar. Höfin sýnast all-bláleit, en löndin eins og grænleitir depiar. Minnstur ijómi sýnist á jörðunni í miðju, en umgjörðin verður eins og rauðleitur baugur. Blettir þeir, sem tákna lönd og höf, hreifast regiulega frá austri til vesturs. Ef menn t. d. frá tunglinu sæju fyrst Asiu (austurálfuna), þá mundi hún smátt og smátt færast yfir um og hverfa, en í hennar stað sjást norðurálfan og suðurálfan, þar á eptir Vesturheimur og kyrra hafið. Þessi hreifing hefst á ný hvern 24. tíma, svo jörðin líkist sigurverki, þar sem «skif- an» hreiöst; hinir ýmsu blettir eru stundamörkin. . \ Á hinum helming tunglsins, er frá oss snýr, sjest ekk- ert til jarðarinnar. Tunglið gengur í kring um jörðina á 27 dögum, 7 stundum og 43 mínútum. Vjer sögðum fyrr, að sólin skini á tungiið í samfleytt- ar 354 stundir, eða nálega 15 daga eptir voru tali. Vermir hún þá svo á tunglinu, að þar mundi heitara miklu, en í vatni vellanda yfir eldi. Á lunglinu vantar loptið eðagufu- hvolfið; því má þar á sama tíma finna steikjandi hita á þeim stað, er sólin skín á, og nístandi grimmdarfrost, þar sem hún nær eigi til að skína á. Á hinum 254 tímum, sem nóttin stendur yfir, hverfur hiti þsssi óvenju-skjótt, svo að þá verður kuldinn á tunglinu að meðallagi meiri, en á vetrum hjá oss norður við heimskaut. Hinir fyrstu almennu skilmálar fyrir því, að nokkurt líf geti þrifizt á jörðunni, eru: lopt, vatn og nokkur hiti. Nú vantar á tunglinu bæði vatn og lopt, en hitinn er þar eigi að því hófi, sem hjer verðurað vera, og því geta ekki á tunglinu búið menn, eða neinar aðrar skepntir með þeim sköpunarhætti, sem oss er kunnur. Sje tunglið byggt, þá verðum vjer að hugsa oss þær verur svo lagaðar, að þær þurfi ailt önnur skilyrði fyrir líf- inu þar, en hjer þurfa á jörðunni. Ttinglið er smám saman að nálgast jörðina, en allt um það þarf eigi að óttast að það einn góðan veðurdag steyti fót sirin við steini, eða rekist á jörðina. J»ví að þessi nálg- un, sem er svo lítil, að hún er ómerkjanleg, hefir og tak- mörk sín. Eptir 25 þúsundir ára verður tunglið hætt að nálgast jörðina og fer þá að færast fjær aptur. í’etta var nú það, sem jeg lofaði að segja ykkur í dag um tunglið. Jiitst. ARNARHREIÐRIÐ. [Smásaga eptir BjómstjerDe Bjóruson]. Andra-dalur er sveit ein nefnd; hún lá fjærri öðrum byggðum ein út affyrir sig, og girtu háfjöll um á þrjá vegu. Dalurinn sjálfur var sljettur og frjór, en tvískiptist við breiða á, sem rann eptir honum, og spratt upp fram á reginfjöll- um. Á þessi fjell út í vatn eitt, er lá fyrir utan dalsmynn- ið. Þar út frá var víðsýnna yfir, en í dalnum inni. Rqandi hafði hann komið upp eptir Andra-vatni sá maður, sem fyrstur hafði reist sjer byggð og bú í dalnum. Andri var mælt hann hefði heitið, og ættingjar hans voru það, sem þar bjuggu. Sumir sögðu að hann hefði átt að flýja þangað fyrir vfga sakir, því væru ættmenn hans enn svo svipdökkir. Aðrir kenndu svip þennan fjöllunum, er

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.